Uppskriftir haust 2001

Uppskriftirnar sem ég gef ykkur hér á eftir eru unnar út frá Feingold fæðinu sem er ráðlagt börnum með eða grun um athyglisbrest og/eða ofvirkni. Það er oft erfitt að setja barn á sérfæði og fá það til að fylgja því. Vúpps, en gleymum ekki að við getum haft mikil áhrif á viðhorf barnsins til sérfæðisins…En það er ekki bara börnunum sem finnst það erfitt, það er líka okkur foreldrunum sem finnst þetta allt of mikið vesen og of tímafrekt. Uppskriftirnar þurfa því að vera auðveldar og taka lítinn tíma. Þá eru meiri líkur á að við gefum okkur tíma til að útbúa þessar „sérþarfir“. Ég hef hér einbeitt mér að því að vera með uppskriftir af einhverju milli-máltíða gott gotti í bland við aðra einfaldahollustu. Og vitið þið að mér finnst ekki nóg að vera með flott eldhúsáhöld og vélar, við þurfum líka að vera með jákvætt hugarfar, sköpunargleði og hræra í með hjartanu. Gangi ykkur vel og góða skemmtun

Grillað speltbrauð
250 gr spelt
1 tsk salt
ca 1,75 dl heitt vatn
kannski smá hvítlaukur eða annað krydd smá ólífuolía til að pensla brauðið með – mjöli og salti blandað saman í skál, vatninu bætt smám saman útí og þetta hnoðað vel saman. Látið deigið bíða í ca. 1/2 klst í skál með röku stykki yfir, – hnoðið deigið aftur, skiptið því í 10 kúlur og fletjið hverja kúlu út með kökukefli, mjög þunnt,- setjið í ofnskúffu og penslið með olíu og undir grillið, – fylgist vel með brauðinu og snúið eftir 1-2 mín. Þetta brauð má líka steikja á þurri pönnu – þá þarf það ekki að bíða heldur er deigið hnoðað og síðan skipt í kúlur og rúllað út og steikt á pönnu. Það er gott að steikja nokkur í einu til að eiga í frystinum, síðan eru þau tekin út og sett beint í brauðristina og þá er alltaf til nýbakað..

Kartöflubuff
200 gr kaldar soðnar kartöflur – hér er líka hægt að nota soðin hrísgrjón
200 gr tófú eða linsur eða aðrar baunir
100 gr rifinn sojaostur
1 tsk gerlaust grænmetiskraftsduft
1 tsk salt
smá cayenne, rasp, kókosmjöl og haframjöl
? blandið öllu saman annað hvort með höndunum eða í hrærivél,? mótið buff og veltið upp úr raspi og setjið inn í kæli í ca 1 klst – þá er auðveldara að steikja þau, ? steikið upp úr smá olíu á heitri pönnu þar til þau eru gullinbrún á lit.

Bananapönnukökur
1 þroskaður banani
1 egg
smjör til að steikja upp úr eða ólífuolía,- hrærið saman banana og eggi,- steikið upp úr smá smjöri á miðlungsheitri pönnu útá.

Konfekt
60 gr smjör
3 bananar
1 dl haframjöl – líka hægt að nota hrísgrjóna/hirsiflögur
1 dl kókosmjöl
1/4 dl carob
1 tsk vanilluduft -fæst í Yggdrasil,
ristað kókosmjöl til að velta upp úr eða t.d. ristaðar heslihnetur,? allt sett í matvinnsluvél,? mótið litlar kúlur og veltið upp úr mjöli, ? geymist best í frysti, en einnig í viku í ísskáp, ? einnig er hægt að búa til konfektköku en þá er konfektmassinn settur í kökuform (með bökunarpappír í botninn) og settur í frysti; borið fram með þeyttum rjóma og ferskum ávöxtum.

Bláberja og bananahristingur
2 msk hörfræ, fínmöluð
1 msk sesamfræ, fínmöluð
1 tsk vanilluduft -ekki vanillusykur- fæst í Yggdrasil nokkur blöð af stevía -fæst í Heilsuhúsinu
1 banani, skorinn í sneiðar
1 dl bláber
10 ísmolar

Blandið öllu saman í blandara þar til hristingurinn er orðinn mjúkur og jafn, – ef þið viljið hafa hann þynnri þá bætið við vatni, – þennan hristing er hægt að nota til að búa til íspinna og þá er honum hellt í íspinnaform og sett í frysti

Bananakaka
71/2 dl hnetumjöl – hneturnar eru settar í „blenderinn“ og malaðar
3 egg, þeytt vel saman
3/4 dl bráðið smjör eða ólífuolía
11/2 dl hrísgrjónasíróp því má sleppa og nota í staðinn2 banana og ca 10 blöð af stevíu
1 tsk lyftiduft úr heilsubúð
2 þroskaðir bananar

Bbananarnir eru maukaðir og settir í skál, restinni af uppskriftinni er blandað varlega saman í skál og blandað saman við bananana, bakað við 180°C í ca 40 mínútur

Jógúrtís
1 banani, maukaður,- það er líka hægt að nota 1 1/4 dl af ávaxtamauki t.d. ananas eða banana, peru, papaya eða sólber
21/2 eða 5 dl hreint jógúrt,- það er líka hægt að setja AB-mjólk í kaffi-filter og láta leka af henni til að þykkja hana og nota hana í staðinn fyrir jógúrtina eða nota tófú nokkur stevíablöð til að sæta, jafnvel smá vanilluduft fyrir bragðaukana,- öllu blandað vel saman,- sett í íspinnaform eða stórt ílangt form og fryst,- ef þið setjið 1-2 eggjarauður útí verður ísinn mýkri og kremaðri

Sojaís 1
1/2 banani
1/2 bolli sojamjólk
1 tsk vanilluduft
1 bolli bláber – líka hægt að nota 3/4 bolla sykurlausa bláberjasultu

Öllu blandað saman í blandara í ca 1-2mín, þangað til þetta er orðið silkimjúkt,- sett í íspinnaform og fryst

Sojaís 2
3/4 bolli hrein sojajógúrt eða venjuleg jógúrt eða
AB-mjólk sem búið er að leka af
3/4 bolli ávextir – t.d. bláber, banani, pera, ananas, mangó, sólber nokkur stevía-blöð til að sæta með.- Blandið vel saman í blandara og setjið í íspinnaform,- frystið og njótið

Sojaís 3
180 g tófú – mjúkt er þægilegast en það má nota hvaða sem er
1 þroskaður banani
1/2 bolli af sykurlausri sólberjasultu
smá vatn ef blandan verður of þykk.
Öllu blandað vel saman í blandara,- sett í íspinnaform og fryst

Ávaxta-krap-ís
2 bollar af ávöxtum skornum í bita – þið getið notað eitthvað af eftirfarandi: bananar,- perur,- bláber ,- mangó,- ananas,- sólber,- papaya,14 ísmolar.
Maukið ávextina í blandara,- setjið ísmolana útí einn í einu þangað til þeir eru orðnir að krapi,- setjið í form og frystið – þessa er líka hægt að setja í íspinnaform

Höfundur: Sólveig Eyríksdóttir 2001



Flokkar:Uppskriftir

%d