Hér fara á eftir 8 stuttar greinar fyrirsagnir þeirra eru eftirfarndi:
- Steinefni og hjartasjúkdómar
- Gagnar Q-10 við Alzheimerssjúkdómi?
- Eru snýkjudýr stundum ástæðan?
- Er sætindaneysla aðal orsök unglingavandamála?
- Ný kenning um hollt mataræði.
- Veldur HIV veiran ekki eyðni?
- Múslí – musl – mysli
- Eitur í matarolíu
Steinefni og hjartasjúkdómar
Í Townsend Letter for Doctors í des. 1992 er sagt frá rannsókn sem fór fram í 72 sveitarfélögum í Svíþjóð. Þar var athugað hvort samband væri á milli sjúkdóma í æðakerfi hjartans og heilans og því hvort drykkjarvatn væri mjúkt eða hart á svæðinu (innihaldi mildð af kalki, magnesíum og snefilefnum). Niðurstöðumar vom sláandi, 41% færri hjartaáföll og 14% færri heilaáföll voru í sveitarfélögum með hart vatn, heldur en í þeim sem höfðu mjúkt, miðað við sama mannfjölda. Líkar niðurstöður hafa fengist úr sambærilegum rannsóknum annars staðar, t.d. á Bretlandseyjum. Þessar niðurstöður vekja furðu við fyrstu sýn, því að magn áðumefndra steinefna, sem fólk fær úr drykkjarvatni, er lítið miðað við það sem fæst úr mat. Dr. Alan R. Gaby, sem segir frá þessu, bendir þó á að í drykkjarvatni séu þessi efni þegar í lausn og því megi búast við að upptaka þeirra í meltingarfærunum sé mjög góð en oft sé lítið vitað um, hversu mikið af steinefnum í fæðu raunvemlega nýtist.
Einnig hefur venð bent á að e.tv. séu það einhver snefilefni en ekki kalk og magnesíum sem máli skipti. Þá hefur verið bent á, að magnesíum og kalk í drykkjarvatni minnki uppleysanleika þungmálma, t.d. blýs og kadmíums úr jarðlögum og gömlum vatnslögnum og minnki þannig magn þessara efna í vatninu. Þetta gæti hugsanlega haft áhrif, þó að magn kalks og magnesíums í vatninu sé ekki mjög mikið. Þó að enn sé ekki þekkt með vissu hvað orsakar vemdandi eiginleika steinefnaríks vatns, er þó full ástæða til að taka þessar upplýsingar alvarlega. Íslenskt vatn er nefnilega yfirleitt mjúkt og það hefur oftast nær verið talinn kostur frekar en galli. Við þyrftum því e.t.v. að bæta okkur þetta upp með einhverju móti. Verið getur að það sé hægt með því að nota dólómít-töflur, en dólómít inniheldur mjög lík steinefni og hart vatn, enda verður hreint regnvatn hart við það að renna um berglög sem innihalda dólómít eða skildar bergtegundir. Ég fullyrði ekkert um þetta en það væri spennandi verkefni að rannsaka það. Dólómíttöflur fást í heilsufæðubúðum og em seldar sem kalk og magnesíumgjafar.
Gagnar Q-10 við Alzheimerssjúkdómi?
Í læknatímaritinu The Lancet 12. des. „92 er sagt frá japönskum vísindamönnum sem gáfu Alzheimerssjúklingum 60 mg af kóensími Q-10, 180 mg/ af B6 vítamíni og 150 mg af ferrósúlfati (jámmeðali) á dag. Þeir töldu að þetta seinkaði framvindu sjúkdómsins um að minnsta kosti 1 1/2 – 2 ár. Rannsóknir hafa sýnt að óeðlilega lítið er af kóensími Q-10 og jámi í mítókondríunum (orkuvinnslukomunum) í heilafmmum Alzheimerssjúklinga. Með því að gefa þeim þessi efni inn mátd leiðrétta þennan skort. Reynslan staðfestir að þetta bar tilætlaðan árangur. Þetta bætir ennþá einu jákvæðu við reynsluna af að nota Q-10 sem fæðubótarefni fyrir miðaldra og gamalt fólk.
Eru snýkjudýr stundum ástæðan?
Í apnlhefti Townsend Letter for Doctors 1995 er sagt frá ráðstefnu sem haldin var í Toronto í Kanada í oktober s.l. Þar var rætt um sveppaeitur, þátt snýkjudýra í sjúkdómum og ýmislegt fleira. Dr. Herman Bueno, sem er sérfræðingur í hitabeltissjúkdómum, ræddi þar um hvernig snýkjudýr (parasites) virðast mynda einhverskonar sambýli með gersveppnum candida albicans sem mjög hefur verið til umræðu í meira en áratug. Hann sýndi m.a. myndir, teknar gegnum sérútbúna smásjá, sem sýndi hvemig candida sveppir röðuðu sér umhverfis snýkjudýrið blastocytus hominus. Þetta sambýli virðist gera bæði sveppina og snýkjudýrin til muna illvægari en annars myndi vera. Bueno varar við að treysta um of á lyf til að drepa snýkjudýr og hann hefur unnið að því að finna iurtir sem koma að saeni í beim tileansi (sbr.
Minningar Huldu G. Clark í síðasta tbl.) Hann segir að læknar á vesturlöndum séu venjulega ófærir um að greina hvort snýkjudýr séu völd að einhverjum einkennum sem þjái mannfólkið og að kennslu- og handbækur um þetta efni séu flestar úreltar eða skrifaðar af vanþekkingu. Einnig séu þessir sjúkdómar ekki lengur einskorðaðir við hitabeltislönd. Nú hafi þeir borist um allan heim og því sé fólk hvar sem það býr í hættu. Einkenni um snýkjudýr í meltingarveginum eru margvísleg en geta verið sótthiti, uppþemba, slæm melting og meltingartruflanir með niðurgangi og/eða harðlífi, lystarleysi, fæðuofnæmi, glútenóþol og margsháttar ofnæmi fyrir efnum og umhverfi. Hann telur að oft þurfi að taka sýni úr slímhúð ristils eða endaþarms til að staðfesta að um snýkjudýrasýkingu sé að ræða. Dr. Gaby er heimsþekktur vísindamaður og er m.a. meðlimur í „Royal Society of Tropical Medicine and Hygiene“ í London og „American Society of Tropical Medicine and Hygiene.“
Er sætindaneysla aðal orsök unglingavandamála?
1 apnlhefti Townsend Letter for Doctors 1995 er einnig bref sem tekur aukna tíðni unglingaglæpa til meðferðar. Höfundur, sem er kona að nafni Marian Waby, er ómyrk í máli og telur að stóran hluta þeirra megi rekja til ófullnægjandi og rangrar fæðu, sem þessi hópur hefur vanið sig á að lifa að miklu leyti á. Sérstaklega telur hún að sætindi séu slæm. Hún bendir á að afbrotafræðingar og lögregla geri sér þetta Ijóst og hafi notað sykursnautt fæði með góðum árangri á meðferðarstofnunum, sérstaklega til að minnka árásargimi.
Svo virðist sem vissir einstaklingar séu ofumæmir (eða ofnæmir) fyrir sykri og sætindum. Þetta lýsir sér sem ástæðulaus árásargirni, námsörðugleikar, óhamið skap, og miklar geðsveiflur. Sé sykur og sælgæti tekið af þessum unglingum lagast þetta allt, en kemur aftur ef sykur er notaður á nýjan leik. Höfundur bendir á að sætindi og gosdrykkir, ásamt annarri ruslfæðu, sé oft aðal næringin sem þessir unglingar neyta. Því sé engin undur þó að stundum fari verr en skyldi, eins og síaukin glæpa- og afbrotatíðni unglinga ber vitni um. Langur listi yfir ráð til úrbóta fylgir með bréfinu en hér ætla ég aðeins að nefna örfá atriði sem eiga jafnvel við hér á Íslandi eins og í Bandaríkjunum.
1. Skipuleggja námskeið í skólum þar sem mikilvægi réttrar næringar og hollra lífshátta sem útskýrð, ásamt tengslum næringar við hegðun og námsarangur, og að viss fæða geti valdið óheppilegum sálrænum áhrifum hjá sumum einstaklingum.
2. Hvetja skóla og tómstundahús fyrir unglinga til að hafa á boðstólum hollar máltíðir og ávaxtadrykki í stað gosdrykkja og sælgætis.
3. Fá þekkta fyrirlesara til að fræða unglingana um mikilvægi réttrar næringar.
4. Fá kirkjuna til liðs við þessar hugmyndir.
5. Hvetja háskóladeildir til að gera meiri rann sóknir á áhrifum sætinda á hegðun.
6. Fá íþróttahreyfinguna til að leggja málinu lið. Vel nærður unglingur er betri íþróttamaður en sá vannærði.
7. Láta fara fram keppni milli skóla um „af brotalausan skóla“ og hvemig best sé að ná því markmiði. Í bók sinni „Feed your Kids right“ segir læknirinn dr. Lendon Smith að „til þess að gera skólana betri en þeir eru, verði einhver að gera eitthvað gegn því flóði af „mslfæði“ sem nú kemur í stað hollrar fæðu. Þannig fæða gerir bömin ofbeldis- og árásargjöm. Skólayfirvöld ættu að banna sætindi og ruslfæðu og ekki ætti að leyfa sælgætisbúðir innan tveggja mílna (meira en 3 km) frá skólanum.“ Og þar hafið þið það.
Ný kenning um hollt mataræði.
Í sama blaði er grein eftir lækninn Lynne August um æskilegt mataræði til að öðlast og viðhalda góðri heilsu. Hugmyndir hans ganga nokkur á snið við þær kenningar sem flestir heilsufrömuðir hafa haldið á lofti undanfarin ár. Hann segir að fólki sé eðlilegast að nærast á fæðu sem sé að 40% flókin kolvetni, 30% prótein og 30% fita. Þetta er all langt frá þeim ráðleggingum sem flestir næringarráðgjafar og aðrir sem skrifað hafa um hollt mataræði hafa mælt með nú um skeið, sem er 70%-80% kolvetni, 10-20% prótein og 10-20% fita. Hann rökstyður kenningu sína með því að of mikil kolvetnaneysla valdi aukinni insúlinmyndun í brisinu sem aftur valdi lækkun á blóðsykri sem síðan leiði af sér meiri kolvetnaneyslu og svo koll af kolli. Þetta segir hann oft valda offitu og hækkaðri blóðfitu með tilheyr andi sjúkdómum. Aukið insúlín í blóði eykur virkni ensímsins delta-5-desaturasa (D5D) sem breytir fitu sýrunni DHGL (dihomo-gamma-linolensýru) í arakidon sým (sjá grein um fitur og olíur í fæði, H.h. 1-2 tbl. ’87). Próteinefni, olífuolía og fleiri matvæli draga aftur á móti úr virkni D5D ensímsins.
Úr arakidonsým myndast prostaglandin af röð 2, auk bólgu- og blóðtappahvetjandi leukotrien- og thromboxanefna sem koma fyrir í flestum alvarlegum sjúkdóm um í meira magni en æskilegt er úr DHGL myndast einnig prostaglandin af röð 1, sem eru talin hafajákvæðar verkanir, oft gagnstæðar efnunum úr arakídonsým, verka t.d. blóðþrýstingslækkandi, vinna gegn myndun blóðtappa, styrkja ónæmiskerfið, rninnka kolesterol í blóði o.m.fl. Því sé nauðsynlegt að jafnvægi ríki á milli þessara efna í líkamanum og því jafnvægi sé best náð með áðumefndu mataræði, að mati dr. Augusts. Hann segir einnig að reynslan af þessu mataræði sanni þetta t.d. á íþróttamönnum og að þetta sé „eðlilegt“ mataræði, án allra öfga og að líkt mataræði hafi sennilega verið uppi staðan í fæðu mannkynsins lengst af á þróunar ferli þess. Kolvetnin eiga vitanlega að mestu leyti að vera fengin úr heilkomi, grænmeti og ávöxtum en ekki úr sælgæti og gosdrykkjum.
Veldur HIV veiran ekki eyðni?
Í þessu sama tbl. af Townsend Letter for Doctors er töluvert rætt um eyðni. Höfundur greinar þar, læknirinn Georg Milowe, dregur í efa að HIV veiran sé hin raunverulega orsök sjúkdómsins. Sumir telja að hún sé í mesta lagi aðeins hliðarorsök (cofactor), sem reki smiðshöggið á áður hmnið ónæmiskerfi. Aðrir telja hana jafnvel ekkert koma eyðni við. Bent er á að verulegur hluti bandarískra eyðnisjúklinga sé ekki einu sinni smitaður af HIV-veimnni en hafi þó öll einkenni eyðni þ.m.t. mjög lágan T4 frumufjölda, fjölþættar sýkingar og Kaposis sarkmein. Bent er á að eitthvað af þessum einkennum geti þó stafað af lyfjum sem notuð em gegn eyðni, t.d AZT, ddC og ddl. Dr Milowe segir að þessi lyf séu trúlega einhver þau eitruðustu sem notuð em. Ekki hafi verið sýnt fram á með neinum haldbærum rökum að eyðnisjuklingar hafi hið minnsta gagn af að nota þau. Þvert að móti geti þau valdið veiklun á ónæmiskerfinu og jafnvel krabbameini. Haft er eftir Luc Montagnier við Pasteur stofnunina í París, þess sem uppgötvaði HIV-veiruna, að sú veira sé „friðsamleg“ og að hún geti því ekki sem slík valdið eyðni.
Aðrir vísindamenn, t.d. hinn heimsþekkti veirufræðingur dr. Peter Duesberg, staðhæfa að veiran sé „algerlega skaðlaus.“ Hann telur að eyðni stafi af lyfjaneyslu, endurteknum blóðgjöfum og vannæringu. Þegar einhver smitast af HIV-veimnni fjölgar henni mjög hratt fyrstu dagana, eins og oftast á sér stað með veimsýkingar. Að nokkrum vikum liðnum hefur ónæmiskerfið myndað mótefni gegn veimnni og drepið næstum því allar veirunar. Þá er einstaklingurinn orðinn HIV positífur en hefur fá eða engin einkenni um sýkingu. Engar sannanir em fyrir því að HIV-veiran drepi T4 frumur eins og haldið er fram. HIV-veirur finnast í færri en 1 á móti 1000 T4 fmmum í HIV pósitífum einstaklingum. Jafnvel þó að þær dæju allar gæti það ekki skýrt eyðnisjúkdóminn. Haldið hefur verið fram að HIV-veiran sé ,,ný“ veira og hafi ekki verið til fyrr en fyrir nokkmm áratugum. Margt bendir til að svo sé ekki, heldur hafi hún verið lengi til og þá ekki valdið neinum skaða. Í greininni eru færð rök fydr því að sennilega séu um það bil 0,3-0,4 % af bandarísku þjóðinni HIV-pósitíf. Langflestir hafa smitast í móðurkviði af móður til barns.
Aðrar smitleiðir, að undanskildum blóðgjöfum, eru mjög óskilvirkar, þannig að t.d. smitun við kynmök er afskaplega ólíkleg. Mjög fátítt er að vændiskonur, sem ekki em sprautufíklar, smitist af HIV, enda þótt þær hafi mök við fjölda manna þ.á.m. HIV-smitaða. Niðurstaða greinarhöfundar er að eyðni stafi ekki af HIV-veirunni en margar samþættar orsakir valdi niðurbroti ónæmiskerfisins sem að lokum endar með eyðni. Þeir sem vildu kynna sér þessar hugmyndir betur er bent á grein eftir Peter Duesberg sem birtist í Pharamac. Thor. Vol. 55, bls. 201-277, 1992, sem hægt er að fá gegnum félagsskapinn „Rethinking AIDS“, sem einnig gefur út tímarit sem kostar 20 dollara á ári. Heimilisfangið er: Rethinking AIDS, 2400 Polk Street, 321, San Francisco CA 94109, USA.
Múslí – musl – mysli
Margir kalla ýmiskonar komblöndur sem gjaman em hafðar fyrir morgunverð, ásamt mjólk eða súrmjólk, múslí. Þetta orð hefur lengi farið í taugamar á mér af ýmsum ástæðum. Það er óíslenskulegt – hlýtur illa íslenskum beygingarreglum og á sér fáar eða engar hliðstæður í íslensku máli. Samskonar morgunkorn er kallað „Míisli“ í þýskumælandi löndum og mun orðið múslí eiga að vera einhverskonar íslensk orðmynd af þýska orðinu. Ekki er ég sáttur við það og íslenskt ú samsvarar alls ekki þýsku u ( með tveimur punktum), hvorki í framburði néuppruna. Þýskt u samsvarar frekar íslensku ö eða y. Ég vil því leggja til að hætt sé að nota orðið „múslí“ en nota í þess stað orðmyndimar „mysli“ eða „musl“ sem báðar falla vel að íslensku beygingarkerfi, eru hvomgkynsorð með reglulegri beygingu. Sjálfur hef ég ekki gert upp við mig hvort orðið ég nota en gaman væri að vita hvað lesendur hafa um þetta að segja.
Eitur í matarolíu
Í þýska tímaritinu „Der Spiegel“ frá 18-4 „94 er sagt frá rannsókn sem gerð var í Þýskalandi á ólífuölíu. Þessi rannsókn afhjúpaði þann allt að því skelfilega sannleik, að af 60 mismunandi vörumerkjum sem athuguð voru reyndust 53 vera menguð með benzen og sum þar að auki með ýmsum öðmm upplausnarefn um. Benzen er mjög eitrað efni, m.a. þekktur krabbameinsvaldur. Haft er eftir Holger Brachemann frá umhverfisverndardeildinm í Stuttgart, að benzen sé að minnsta kosti eins eitrað og dioxin, sem olli miklum skrifum fyrir allmörgum árum vegna umhverfisslyss á Ítalíu og er nú talið með eitruðustu efnum sem fyrirfinnast. Auk benzen fundust í olíunni önnur minna eitruð leysiefni svo sem toluen, xylen, styren og ethylbenzen. Allt voru þetta fituuppleysandi efni sem einkum setjast að í fituvef. Magnið af benzen sem fannst í olíunum var að vísu ekki mikið, aðeins 0,06 mg pr. kg, en vegna þess hversu eitrað benzen er, er það þó allt of mikið. Sumir álíta að verra sé að fá litla skammta daglega í langan tíma, heldur en fá sama magn í einum stórum skammti. Um þetta kunna að vera deildar meiningar en um það er áreiðanlega ekki deilt, að ekki á að finnast benzen í matarolíum, jafnvel þó að í smáskönnmtum sé.
Ekki er ennþá upplýst hvemig benzen hefur komist í olíumar því að úr olífunum sem olían er pressuð úr hefur það ekki komið. Líklegast þykir að benzen hafi verið notað til að þrífa áhöld, geyma eða flöskur sem olían hefur síðan komist í snertingu við eða verið geymd í, eða það hafi komið frá ílátum úr plasti. Hálft ár leið frá því að heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi vissu um þetta þar til framleiðslulönd (Frakkland, Spánn, Ítalía, Tyrkland) voru aðvömð og annað hálft ár þar til neytendur fengu að vita sannleikann. Þó að þessi rannsókn næði aðeins til ólífuolíu er þó allt eins líklegt að sama yrði uppi á teningnum ef aðrar olíur væm athugaðar og sérstaka athygli vakti, að benzen fannst ekkert síður í dýmstu og flottustu olíunum eins og í þeim ódýrari, enda þótt þær væru merktar með ,,cold presed, extra virgin“ eða einhverju á líka. Þessar upplýsingar passa ótrúlega vel við. fullyrðingar Huldu R. Clark í síðasta blaði, að hún hafi fundið benzen í hinum ólíklegustu.vörum, m.a. snyrtivörum, tannkremi og ýmsum matvælum. Eins og fram kom í síðasta blaði telur Hulda að benzen sé ein aðalorsökin fyrir að fólk fær eyðni, ásamt flatlominum Fasciolopsis buscii. Sumir hafa vafalaust dregið í efa fullyrðingar hennar um benzenmengun í ýmsum vömm, en eftir upplýsingar Der Spiegel fara sennilega að renna tvær grímur á marga.
Höfundur: Ævar Jóhannesson haust 1995
Flokkar:Úr einu í annað