Amalgam og nýju tannviðgerðarefnin

Mikil umræða um skaðsemi amalgamtannfyllinga, amalgambann og viðvaranir erlendis til áhættuhópa beina augum fólks  að hinum fjölmörgu efnum sem notuð eru í vaxandi mæli, m.a. í stað amalgams.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin skráði amalgam í tönnum stærstu kvikasilfursuppsprettuna gagnvart mannslíkamanum í skýrslu árið 1991. Sænska Vinnuumhverfisstofnunin birti og enn frekari niðurstöður mælinga á kvikasilfursleka úr amalgami í tönnum ári síðar, þ.e.1992, þessu til staðfestingar. Í þeim rannsóknum er sérstaklega mælt kvikasilfur í hægðum og þvagi þátttakendanna, og kemur skýrt fram í niðurstöðunum að um tuttugu sinnum meira magn kvikasilfurs úr amalgami berst í gegnum meltingarfærin, þ.e. maga og þarma og út með hægðum, en það sem skilst út með þvagi. Sá sem er með mikið amalgam í tönnum getur verið með allt að eitt hundrað sinnum meira magn kvikasilfurs í hægðum en fólk sem ekki er með amalgam í munni. Um þetta var ekki vitað áður. Í framhaldi af þessum alvarlegu niðurstöðum ákváðu Svíar að hætta notkun amalgams í nýjar fyllingar í áföngum. Endanlega verður notkun amalgams hætt 1. janúar 1997.

Þriðja alþjóðlega viðurkennda rannsóknar stofnunin, Réttarrannsóknardeild Háskólans í Munchen í Þýskalandi, birti niðurstöður mælinga kvikasilfurs í látnum smábörnum, vöggubörnum og fóstrum í mars árið 1994. Rannsóknir á mæðrum látnu barnanna leiddu í ljós, að því meira amalgam sem sat í munni mæðranna þeim mun meira kvikasilfur mældist í líffærum látinna barna þeirra. Í rannsóknarniðurstöðunum var tekið fram að ekki væru neinar sannanir fyrir því að börnin hefðu látist fyrir eituráhrif kvikasilfurs.

Hins vegar voru þegar í stað birtar skarpari viðvaranir en áður til barnshafandi kvenna og til kvenna með börn á brjósti um að láta alls ekki snerta við amalgamfyllingum í munni á meðgöngutímanum og við brjóstagjöf. Það gæfi auga leið að þegar átt væri við amalgamfyllingu í tönn með tannbor eða við kvikasilfursálagið aukast langt umfram það sem fylgdi amalgaminu að jafnaði. Þess vegna er einnig almennt varað við því að fjarlægja mikið amalgam úr tönnum á skömmum tíma og fólk beðið um að láta í mesta lagi fjarlægja eina fyllingu á sex vikna fresti a.m.k, ef það er þá talið nauðsynlegt að fjarlægja amalgamið.

Fólk sem ekki er með nein óþægindi er hvatt til að láta amalgamið sitja áfram en nota einungis ný og öruggari efni ef gamlar amalgamfyllingar gefa sig. Haldin eru námskeið erlendis fyrir tannlækna til að kenna þeim nýjar og öruggari aðferðir við að fjarlægja amalgam úr tönnum. Þetta er raunveruleikinn í ríkjum heims nú. Þessar alvarlegu rannsóknarniðurstöður um mikinn  kvikasilfursleka  úr  tann-amalgami valda aukinni eftirspurn eftir nýjum og hættulausum efnum. Eðlilega þurfa allir að sameinast um að finna skaðlaus tannviðgerðarefni í stað þeirra efna sem búið er að sýna fram á að hafi eiturverkanir í för með sér, sbr. amalgam-kvikasilfrið og varasöm plast- og postulínsefni svo og ýmsir málmar eins og króm og kóbolt, sem notað er í málmbrýr o.m.fl. Umræðan snýst ekki um annað en að sameina þjóðir heims um þetta markmið. Heilsuog umhverfisvernd í verki.

Opinberu eftirliti með tannviðgerðarefnum áfátt.
Sænska Tannsjúkdómasambandið er með upplýsingar um allmörg ný efni sem reynst hafa mörgum vel svo og önnur efni sem reynst hafa miður. Þar er fyrst og fremst byggt á reynslu þúsunda félagsmanna undanfarin 17 ár frá stofnun samtakanna, en einnig er stuðst við fáanlegar innihaldslýsingar tannviðgerðarefna frá framleiðendum sjálfum og rannsóknir, sem gerðar hafa verið, sem þó eru oft mjög takmarkaðar, því miður. Ekki er einungis verið að fjalla um plastefni, þegar talað er um ,,nýju efnin“ heldur einnig ýmiss postulínsefni sem eiga vaxandi vinsældum að fagna – þau endast vel og minna lekur úr þeim af varasömum efnum.

Þessi efni eru hins vegar afar misjöfn að gæðum, eins og plastið.  T.d. varar Tannsjúkdómasambandið í Svíþjóð við ákveðnum postulínum sem innihalda blýsambönd, svo og fjölda plastfylliefna, sem reynst hafa varasöm. Einnig er varað við ýmsum málmum öðrum en þeim sem eru í amalgami. Gull í tönnum er mjög umdeilt. Gullið sjálft er þó ekki talið varasamt heldur aðrir málmar sem fylgja með í gullblöndunni (indíum, gallíum, palladíum o.m.fl.). Gullið er of deigur málmur til þess að hægt sé að nota það hreint til tannviðgerða.  Eftirliti opinberra aðila með tannfyllingarefnum er mjög ábótavant.

Tannfyllingarefni eru t.d. almennt ekki á lyfjaskrá í ríkjum heims og fara því ekki í gegnum það nálarauga sem skráð lyf eiga að gera. Mörg rótfyllingarefni eru á lyfjaskrá. Samt hafa stórhættuleg slík efni verið í umferð um heim allan og jafnvel seld á svörtum markaði. Dæmi um eitrað rótfyllingarefni, sem nú er stranglega bannað í Svíþjóð og víðar, er fylliefnið N-2, sem inniheldur bæði kvikasilfur og kadmíum. Undirrituðum er ekki kunnugt um notkun þessa efnis hér á landi, en það er framleitt undir öðrum nöfnum og selt víða vegna tæknilegra eiginleika þess, þó að eitrað sé. Þá má benda á að samsetning margra tannviðgerðarefna er oft framleiðsluleyndarmál framleiðenda og lögvernduð sem slík erlendis, enda þá ekki um lyf að ræða samkv. gildandi reglum þar um og því ekki skylt að upplýsa um samsetningu efnisins með sama hætti. Upplýsingar um ,,örugg“ tannviðgerðarefni eru fáanlegar með þeim fyrirvara þó, að engin slík efni eru talin algjörlega örugg.

Þá er ekki hægt að horfa framhjá því að markaðssetning flestra tannviðgerðarefna frá upphafi hefur ekki fengið það aðhald sem skráð lyf á sérstakri lyfjaskrá fá almennt. Um þetta vita framleiðendur, tryggingafélög, stofnanir og einstaklingar í ábyrgðarhlutverki o.s.frv. Ekki er ólíklegt að þessir aðilar óttist fjárhagslegt tjón eða jafnvel skaðabætur og gjaldþrot, ef efni, eins og kvikasilfurs-amalgam, varasöm plast- og postulínsefni svo og umdeildir málmar, t.d. króm og kóbolt, sem notaðir eru í tannbrýr, fara skyndilega á lyfjaskrá undir strangara eftirliti en áður. Atvinnuheiður og stolt fagmanna vegur sjálfsagt þungt á metunum einnig. Þrýstingur „hagsmunahópa“ af framangreindum toga á stjórnvöld og sérfræðinga í þessu sambandi er að mati greinarhöfundar hugsanleg skýring á þeim ólgum og tilfinningahita sem umræðan um skaðsemi tannviðgerðarefna hefur valdið um gjörvalla heimsbyggðina.

Hafðu samband við heilbrigðisyfírvöld, lækni og tannlækni strax!
Það er geysimikilvægt að fólk hafi samband við heilbrigðisyfirvöld beint, ef það hefur grunsemdir um kvikasilfurseitrun af völdum amalgams í tönnum eða grun um eitrunareinkenni af öðrum tannviðgerðarefnum og óttast að fá ekki rétta sjúkdómsmeðferð og bata eftir almennum hefðbundnum leiðum og kostnað greiddan af tryggingum til jafns við aðra. Því fleiri sem upplýsa heilbrigðisyfirvöld þeim mun auðveldara fyrir okkur sjálf og þá sem á eftir koma. Mikilvægt er að vera undir handleiðslu læknis og tannlæknis frá fyrstu stundu, ef grunsemdir vakna um amalgameitrun.

Ástandinu í heilsuverndarmálum á Íslandi nú á þessari stundu má að mati undirritaðs lýsa með þessum orðum: Sjúklingur með grunsemdir um amalgameitrun verður oftast sjálfur að reyna að sannfæra lækni og afla sér upplýsinga um örugg tannviðgerðarefni. Velja sér síðan tannlækni og biðja hann að nota þau efni og engin önnur. Að öðrum kosti muni hann eða hún leita annað. Jafnframt verður þá að spyrja viðkomandi tannlækni hvort hann sé búinn að fara á námskeið til að fjarlægja amalgamfyllingar með öruggum hætti, og tekur þá sjúklingurinn afstöðu sjálfur í framhaldi af því.

Oft finnur sjúklingurinn ekki lækni sem vill taka hann að sér á forsendum kvikasilfurseitrunar af völdum amalgams í tönnum. Sjúkdómsmeðferð verður þá sjúklingurinn oft að kosta sjálfur og nýtur því ekki sömu mannréttinda og aðrir, þ.e. að fá meðferð við sjúkdómum kostaða af almannatryggingakerfinu. Margir Íslendingar, stundum mjög veikir, leita nú í vaxandi mæli til sérfræðinga erlendis í þessu sambandi á eigin kostnað (símhringingar, ferðalög, rannsóknir) og senda þá jafnvel sýni, læknaskýrslur, röntgenmyndir af munnsvæði o.fl. til greiningar með pósti á undan sér til að spara dýrar ferðir, ef því er að skipta.

Íslenskir sérfræðingar hafa þó byrjað að taka að sér sjúklinga sem eru með grunsemdir um amalgameitrun. Vitað er að nokkrir læknar og tannlæknar gera þetta og leita jafnframt upplýsinga og/eða hafa samstarf við sérfræðinga ytra í þessu sambandi. Til eru tannlæknar á Íslandi, sem ekki hafa notað amalgam árum saman og hafa góða reynslu af ákveðnum efnum í þeirra stað. Þeir virðast því miður ekki ráða ferðinni enn sem komið er. Þetta alvarlega ástand í heilbrigðismálum hér á Íslandi í lok tuttugustu aldar ógnar nú heilsu og jafnvel lífi fjölda Íslendinga. Að allt sé slæmt sem gert er í tann- og heilsuverndarmálum á Íslandi er fráleitt. Því er ekki haldið fram í þessum skrifum og ræðir greinarhöfundur ekki um það frekar hér.

Hvar er hægt að fá upplýsingar um ,,örugg“ tannviðgerðarefni, öruggar
hreinsiaðferðir, öryggisbúnað og sjúkdómsmeðferð?
Hér eru nokkrar ábendingar til þeirra sem eru að afla sér upplýsinga um meðferð kvikasilfurseitrunar af völdum amalgams í tönnum, sjúkdómseinkenni eitrunarinnar,  örugg  og hættulaus tannviðgerðarefni og öryggi almennt á sviði tann- og heilsuverndar. Mjög miklu skiptir að fólk vandi sig við val á þeim nýju efnum sem það ætlar að nota í tennur sínar í stað amalgams: Hægt er að panta tvö leiðbeiningarit um amalgameitrun, meðferð, einkenni, öryggisaðgerðir við úthreinsun amalgams, upplýsingar um ný og öruggari efni, upplýsingar um varasöm og hættuleg efni o.fl. hjá Tannsjúkdómasambandinu í Svíþjóð með því að senda pöntun á alþjóðagíróseðli frá íslenskum pósthúsum sem hér segir:

(Athuga að allar þessar upplýsingar eru frá árinu 1995.)
Tandvardsskadeförbundet, Katarina Bangata 56, 116 39 Stockholm, Sverige. Sími 0046-8-6419081, fax 0046-8-6401544, postgírónúmer  557105-4.  Nauðsynlegt  er  að gleyma ekki að skrifa eigið nafn og heimilisfang á gíróseðilinn. Leiðbeiningaritin heita: ,,Den nya tandvarden – materialval och teknik“ (Ný tannheilsuvernd- val á efnum og aðferðum) og ,,ABC för amalgamförgiftade“ (Byrjunarleiðbeiningar fyrir fólk með amalgameitrun). Bæði ritin eru á sænsku, en auk þess er hægt að fá ABC-ritið í enskri útgáfu. Hvert eintak kostar 50,- kr. sænskar. Bæta þarf 10,- kr. sænskum við til að greiða sendingarkostnað að utan. Heimilisfang, fax- og símanúmer sænska fyrirtækisins Dento-Safe, sem hannað hefur kvikasilfurshreinsibúnað fyrir tannlæknastofur er:  Dento-Safe,  Boliden  Contech  AB,  c/o Bjöm Ludvigsson, 932 81 Skelleftehamn, Svíþjóð, sími 0046-910-73203, fax 0046-910-73108 eða Dento-Safe, Drainguard System AB, c/o Göran Hartzell, Hus 59,430 84 Styrsö, Sverige, sími 0046-31-971865, fax 0046-31-970231. Þá er hægt að hafa beint samband við eftir talda sérfræðinga erlendis til að afla frekari  upplýsinga um allt er varðar öryggi á sviði  tannverndar:

Bjöm Oppedal, tannlæknir fyrir sunnan Osló í Noregi. Oppedal er einn af frumkvöðlum rannsókna á sviði tannverndar í heiminum með um 15 ára reynslu af meðferðum við amalgameitrun. Póstfang er: Sjöbodene, Nedre Langgatan 30 C, N-3100, Tönsberg, Norge. Sími 0047-33-316844. Fax 0047-33-316599. # Christer Malmström, tannlæknir í Höganes í Suður-Svíþjóð. Hann hefur haldið fjölda námskeiða fyrir aðra tannlækna. Hann getur bent á rannsóknarstofur ytra sem taka við póstsendum hægðasýnum til greiningar hjá sérfræðingum ytra. Póstfang er Storgatan 47, 26331 Höganes, Sverige. Sími 0046-42-340444. Fax 0046-42-341644.

Bjöm Carlmark, lífeðlisfræðingur í Stokkhólmi. Hann hefur stundað rannsóknir á amalgami og öðrum tannviðgerðarefnum og unnið við greiningu sýna (blóð, þvag, hægðir o.fl.) í fjölda ára. Póstfang er: Scandlab AB, Box 7013, 191 07 Sollentuna, Sverige. Sími: 0046-8-7545539 eða 7546787. Fax 0046-87541716. Amalgamdeild Háskólasjúkrahússins í Uppsölum, starfrækt frá árinu 1990. Yfirlæknir dr. Anders Lindvall. Póstfang er: Akademiska Sjukhuset, Amalgamenheten, 751 85 Uppsala,Sverige. Sími 0046-18-663890. Fax 0046-18558736.

Ævar Jóhannesson er frumkvöðull amalgamumræðunnar á Íslandi, hann og fleiri hafa tekið saman á íslensku fjölda greina um amalgam í tímariti Heilsuhringsins.  Fjölva-Vasa útgáfan  gaf út í íslenskri þýðingu bókina Amalgam eftir sænsku blaðakonuna Barbro Jöberger. Barbro hefur verið blaðamaður við stærsta dagblað Svíþjóðar, Dagens Nyheter, um margra ára skeið og fékk sjálf amalgameitrun á mjög alvarlegu stigi. Bókin er bæði reynslusaga sjúklings sem fékk lækningu við amalgameitrun (kvikasilfurseitrun) og almenn upplýsinganáma fyrir leikmenn og lærða.

Vitað er að fjöldi Íslendinga hefur verið í sambandi við alla ofangreinda aðila hvað eftir annað og fleiri aðila, sem ekki verða taldir upp hér. Fjölmargir hafa þegið ráð og leiðbeiningar erlendra sérfræðinga í gegnum síma og sendibréf. Nokkrir hafa farið utan til sjúkdómsmeðferða og til að láta fjarlægja amalgam úr tönnum með öruggum aðferðum og fá ný og örugg efni í staðinn. Undirritaður stendur í persónulegri þakkarskuld við sænska Tannsjúkdómasambandið í Svíþjóð og Heilsuhringinn á Íslandi. Seint mun ég geta þakkað þeim fyrir þeirra góða starf.

,,Clean-Up“ sogrörið sem vaxandi fjöldi tannlækna notar tíl aðfjarlægja amalgam úr tönnum með öruggari hœtti. Rörið sem er tengt plasthulsu er umlykur tönnina, er tengt við hefðbundinn loftsogshreinsibúnað á tannlæknastofum. hreinsunar sogrörið er auðvelt í notkun, ódýrt og fæst hjá Dynjanda hf í Reykjavík.

Höfundur: Jón Börkur Ákason árið 1995



Flokkar:Líkaminn

%d bloggers like this: