Hegðunarvandkvæði barna og neysluvenjur -Ofmikið gos og offáar máltíðir

Hegðunarvandkvæði barna geta tengst  matarœði þeirra. Of algengt er að foreldrar leiti skýringa í ofnæmi fyrir ýmsum fæðutegundum. Þeir leita þá langt yfir skammt. Líklegustu orsakir vanda barnanna, ef þœr  liggja í mataræði, eru tvær slæmar en útbreiddar neysluvenjur. Óreglulegt mataræði, þar sem of langt verður á milli máltíða og neysla á örvandi efni, koffeini, sem börn fáfyrst og fremst með kóla-gosdrykkjum.

Langt á milli mála
Skólabörn þola illa að vera án matar lengur en fjórar til fimm klukkustundir í senn og þau þola matarleysið miklu verr en fullorðnir. Börn á skólaaldri eða sjö til tíu ára þurfa að borða ekki sjaldnar en á fjögurra til fimm eða í lengsta lagi sex klukkustunda fresti yfir daginn og þau yngri oftar til þess að viðhalda nægilega háum blóðsykri fyrir heila og taugakerfi. Ástæðan er fyrst og fremst sú að heili barns hefur náð fullorðinsstærð en lifrin ekki og hún geymir varaforða næringar fyrir heilann.

Heili barns er næstum jafn stór og í fullorðnum manni. Hann þarf stöðugt á glúkósa að halda sem honum berst með blóðinu, en glúkósi í blóði er oft kallaður blóðsykur. Hver máltíð veitir glúkósa út í blóðið og hækkar blóðsykurinn sem síðan nærir tíkamann og þá fyrst og fremst heilann næstu klukkustundirnar. Þegar glúkósi máltíðarinnar hefur verið notaður og blóðsykur lækkar, veitir lifrin glúkósa út í blóðið eftir þörfum og hækkar blóðsykur aftur.

geymir sem sagt vara forða líkamans af glúkósa. Lifur barna er miklu minni en fullorðinna og varaforði barnslíkama af glúkósa er þess vegna mun minni en forði fullorðins manns. Barnið hefur þess vegna lítið af aukanæringu fyrir heila og taugakerfi og þarf þess vegna að borða oft þann tíma sem það er vakandi.

Borði barnið ekki og skorti heilann næringu veldur það meðal annars óróleika, eirðarleysi, einbeitingarerfiðleikum og þreytu. Það er þess vegna mikilvægt að sjá til þess að börn borði reglulega. Þar sem skólamir eru að byrja er sérstök ástæða til þess að hvetja foreldra til þess að muna eftir og kennara til þess að minna á bæði morgunverð og nesti.

Nestið getur komið í veg fyrir óþarfa þreytu og gert kennsluna auðveldan, til dæmis í síðasta tíma fyrir hádegi, og enn mikilvægara er nestið ef skólatíminn nær fram yfir hádegið. Auðvitað er ekki sama hvað borðað er, en sælgæti og gos eða máltíðir sem nær eingöngu innihalda sykur eru verstar með tilliti til þess að halda blóðsykrinum uppi nokkurn tíma. Slíkar máltíðir hækka blóðsykur hratt og mikið en þær valda einnig hraðari og skyndilegri lækkun hans. Blandaðar máltíðir með mat úr sem flestum fæðuflokkum eru þess vegna besti kosturinn.

Krakkar og kók
Koffein er örvandi og getur meðal annars valdið erfiðleikum við að sofna, eirðarleysi, óróleika og hjartsláttartruflunum. Koffein getur líka valdið óþægindum frá meltingarvegi og eins konar spennu sem fólk lýsir sem taugatitringi. Þessi einkenni þekkja margir fullorðnir af kaffidrykkju og jafnvel líka af þambi á gosi sem inniheldur koffein, eða kóladrykkjum. Koffein er vanabindandi þannig að þeir sem neyta þess reglulega finna oftast fyrir óþægindum þegar neyslunni er hætt eða þegar hún er minnkuð skyndilega.

þekkja margir óþægindi af minnkandi neyslu og hressa sig þá með því að auka hana aftur. Tvær leiðir eru til þess að minnka eða hætta neyslu; annaðhvort er að þrauka óþægindin og hætta hratt eða skyndilega en hitt er að minnka neysluna hægt og rólega. Við Íslendingar erum miklir koffeinneytendur, fullorðna fólkið drekkur meira kaffi en tíðkast í öðrum löndum og börn og unglingar eru í gosdrykkjaþambi, en stór hluti gosdrykkja eru kóladrykkirnir sem í daglegu tali heita kók og pepsí.

Af einhverjum ástæðum hafa fullorðnir Íslendingar lagt það í vana sinn að bjóða ungum löndum sínum jafnvel langt innan við skólaaldur upp á gos, sem oft er kók eða pepsí, við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Við bæði minniháttar og meiriháttar veisluhöld er krökkunum gjarnan boðið upp á kóladrykki, til dæmis þegar þau fara svolítið að ókyrrast og verði óróleikinn enn meiri eftir svolitla stund er jafnvel boðið upp á aðra dós eða flösku til þess að friða litlu elskumar og gera þau róleg, sem auðvitað gengur alls ekki.

Ein lítil dós eða venjuleg 330 millilítra gosflaska af kóladrykk inniheldur 50 milligrömm af koffeini. Þegar barn sem vegur 30 kíló drekkur tvær litlar dósir eða tvær flöskur af kóladrykk má líkja því við að 80 kílóa maður drekki átta kaffibolla og flestir fullorðnir geta ímyndað sér, ef þeir vita það ekki með vissu, að líðanin er bölvanleg eftir átta kaffibolla. Fullorðnir Íslendingar haga sér því ekki eins og upplýst þjóð þegar kemur að drykkjarmenningunni, þamba sjálfir kaffi og hella kóladrykkjum í börnin.

Ekki ofnæmi
Nú þykir sjálfsagt mörgum mál að linni og greinarhöfundur hætti þessu þrasi. Það skal þó ítrekað að alvarlegt er að skýra hegðunarvandkvæði barna með fæðuofnæmi ef raunveruleg ástæða er önnur. Á henni er þá ekki gerð betrumbót og ástæðunnar er jafnvel ekki leitað, auk þess sem óþörf röskun verður á lífi barna og foreldra. Ef grunur leikur á fæðuofnæmi er oft byrjað á að sleppa öllum mögulegum fæðutegundum og velta síðan fyrir sér hugsanlegum áhrifum. Þetta kemur sér auðvitað sérlega illa ef matvælin sem sleppt er innihalda mikilvæg næringarefni og eru okkur aðaluppspretta hollustu.

Því má einnig bæta við að hegðunarvandkvæði eru ekki líkleg ein- kenni fæðuofnæmis nema sem afleiðing annarra aðaleinkenna eða óþæginda. Í nýlegri yfirlitsgrein í fræðiriti um skýringar á hegðunarvandkvæðum barna var bent á margar hugsanlegar ástæður eins og of lítinn svefn, of litla hreyfingu, þörf fyrir athygli og fleira. Og ef skýringa á óróleika og eirðarleysi barna er að leita í eldhúsinu eða í neysluvenjunum er líklegt að ástæðan sé lélegt mataræði sem samanstendur af of fáum almennilegum máltíðum og of mörgum kóladrykkjum.

Endurbirt grein   úr Morgunblaðinu frá 1. september 1993 með leyfi höfundar Ingu Þórsdóttur dósent í næringrfræðiFlokkar:Fjölskylda og börn, Greinar

%d