Þindaröndun

Öndunin er lífgjafi mannsins. Hvernig hann andar endurspeglar bæði líkams- og hugarástand hans þ.e. lífsorkuna. Kvíðinn maður eða taugaveiklaður andar stutt og grunnt þ.e. aðeins með efri hluta lungnanna sem svarar 1/3 hluta af loftrými þeirra. Hann dempar lífskraftinn til þess að bæla niður hinar kvíðavekjandi eða taugatruflandi hugsanir. Það gerir hann með því að anda hrattog yfirborðslega. Auk „þess geispar hann og andvarpar oft. En þetta gerir ekki annað í raun en að auka við taugaspenninginn. Þeir sem anda þannig eru sér sjaldnast meðvitaðir um það. Kvíði og öndun eru svo samgróin að með því að bæta annan þáttinn bætir maður hinn.

Aftur á móti fer óhjákvæmilega saman yfirvegað og rólegt geð og hugsun og rólegur og djúpur andardráttur. Þetta samhengi á milli hugarástands og hugsunar er tilkomið vegna ,,sálræns“ líffæris (pra’n’endriya) sem er staðsett í hjartaorkustöðinni (anahata). Stöðugur skortur á súrefni til líkamans veikir smám saman starfsemi líffæranna, hraðar öldrunarhnignun, melting truflast og hreinsun eitur- og úrgangsefna hægist. Heilinn þarf á þrisvar sinnum meira súrefni að halda en aðrir vefir, en ónógt súrefnisflæði sljóvgar hugarstarfsemina. Sem sagt ónóg öndun leiðir til sjúkleika bæði hugar og líkama. Með þindaröndun munt þú smám saman bæta öndunarhæfni þína og þar með heilsu alls líkamans.

Þá fer mest súrefni um lungun með minnstri orkunotkun. Með langri, djúpri og hægri útöndun hreinsast út gamalt fúlt loft og ferskt nýtt loft kemur í staðinn með hægri og langri innöndun. Hlé á milli inn- og útöndunar eykst í réttu hlutfalli við það. Efnaskiptastarfsemin hægist fyrir vikið. Að sama skapi minnkar álagið á hjartað þar sem minna verður um úrangsefni til úthreinsunar. Hjartslátturinn hægist úr 70 slögum niður í 30-40 við öndunaræfingarnar. Slit og niðurbrot á líkamanum minnkar, blóðþrýstingur lækkar, slaknar á líkamsspennu og taugarnar róast. Hugurinn fyllist friðarkennd. A þann hátt-öndum við öll sem börn og þannig eru söngvarar og ræðumenn þjálfaðir til að anda.

Aðferð:
Fullkornin öndun krefst stjórnunar á þind og öndunarvöðva brjósthols og axla. Lungun þarf að þenja til hins ýtrasta til að fá sem mest lífgefandi orku (prana) úr loftinu. Til þess þarf hryggurinn og brjóstkassinn að vera uppréttur og slakur til að þrýsta ekki á önnur líffæri. Liggðu slakur á bakinu og settu aðra höndina á naflasvæðið. Andaðu venjulega. Finnurðu naflasvæðið undir hönd þinni rísa og hníga með hverri öndun? Ef ekki þýðir það að þú andar grunnt, frá öxlunum eins og flest fólk gerir. Fylltu núna lægri hluta lungnanna með lofti með því að anda ofan í kviðinn.

Andaðu djúpt og finndu þindina og kviðinn hefjast upp og þenjast út eins og fýsibelgur. Haltu áfram að draga inn andann; finndu miðhluta lungnanna fyllast og þenjast út og fyllast af lofti, og að lokum brjósthol lungnanna. Andaðu hægt frá þér með því að finna þindina þrýsta lungunum saman og dokaðu síðan við í smástund eftir útöndun áður en þú dregur að þér andann í annað sinn. Andaðu þannig jafnt og reglulega um stund.

Þetta er grein frá árinu 1989  og því miður glataðist nafn höfundar við yfirfærslu greinarinnar af gömlu síðunni.  Upphafsstafir höfundar eru   A.M.Flokkar:Líkaminn

%d bloggers like this: