Rætt við Þuríði Hermannsdóttur um Makróbíótík.
Hvað er makróbíótík?
Þ.H.:. ,,Það eru 4000 ára gamlar austurlenskar alþýðulækningar, sem byggjast á mataræði, líkamsæfingum og nuddi, sem nefnt er Shiatsu. Mataræðið er samsett þannig: 50% kornmatur, 25% grænmeti og síðan 25% þari, þang, Misósúpa, baunir, hnetur, ávextir og fiskur, en þetta tvennt síðasttalda er stundum alveg tekið útúr“.
H.h.: A f hverju er það tekið út úr?
H.: ,,Það fer eftir því hvort þú þarft útvíkkandi eða samanþrengjandi fæði, og einnig eftir því hvaða sjúkdómur hrjáir þig.“
H.h.: Hvernig get ég vitað hvort ég þarf?
Þ.H.: ,,Þeir sem hafa lært þessi fræði geta séð það á útliti þínu. Má segja að grundvallarreglan sé sú, að hið innra speglist í því ytra. Margir sem hafa þjálfað sig í þessu hafa náð geysilegum árangri og getað sagt til um frumubreytingar allt að þremur árum fram í tímann.“
Vinkonan læknaði sig af krabbameini
H.h.: Hver var ástæðan að þú fórst að læra þetta og breyta þínu fæði?
Þ.H.: ,,Það kom nú eiginlega í kjölfar þess að dönsk vinkona mín gekk undir móðurlífsskurð vegna krabbameins. Þegar hún átti að fara í geisla- og lyfjameðferð eftir skurðaðgerðina, þá treysti hún sér ekki til að mæta þeim eftirköstum sem það hefur í för með sér (svo sem að missa hárið og þess háttar). Hún ákvað því að reyna að lækna sig með Makróbíótík, sem hún og gerði.“
H.h.: Eru læknisfræðilegar sannanir fyrir því að hún hafi læknað sig með mataræði?
Þ.H.: ,,Já, hún veiktist tveimur árum
seinna af samgróningum í þörmum og var skorin upp aftur. Kom þá fram í læknaskýrslu, þeim til mikillar undrunar, að enginn örvefur sást eða nokkur önnur merki þess að konan hefði þjáðst af krabbameini. En þar sem ég var óskaplega vantrúuð á þetta allt saman, þá sendi hún mér ljósrit af læknaskýrslunni.“
H.h.: Þú segist hafa verið vantrúuð á lækningamát fæðisins. En varð atvikið samt til þess að þú fórst sjálf að læra þetta?
Þ.H.: ,,Já, einmitt! Ætlunin hjá mér var sú að fara í framhaldsnám í sjúkrafæði, en það er kennt í deild við Árósarháskóla. Hins vegar taldi vinkona mín mig á að koma frekar með sér til Englands og læra Makróbíótík vegna hennar stórkostlegu reynslu.“
Sjúkdómsgreining
H.h.: Hvernig varð svo reynsla þín af skólanum?
Þ.H.: ,,Hún var stórkostleg. Ég kom þangaðsumarið 1981 og var þá fyrir stuttu búin að gangast undir mikinn holskurð og einnig búin að ganga í gegnum nokkurra ára lasleika. Í byrjun er nemendum gefinn kostur á sjúkdómsgreiningu hjá þessu sérhæfða fólki sem ég minntist á í byrjun. Það var geysilega fróðlegt og minnisstætt að ganga í gegnum þessa skoðun. Fyrst þegar maður kemur inn taka þeir eftir heildarmyndinni, göngulagi og hreyfingum. Svo talaði ég við mjög viðfelldinn mann sem spurði mig um fjölskyldulíf, hvað ég hefði borðað um dagana, hvort ég væri hamingjusöm og fleira og fleira. Á meðan var hann víst að velta fyrir sér andlitsfalli, hrukkum, háralagi, litarhætti og yfirleitt öllu. Síðan skoðaði hann vandlega augun og upp í mig. Að endingu skoðaði hann á mér handleggina og þrýsti á nálastungupunkta þeirra líkamshluta sem hann taldi að væru í ójafnvægi. Síðan sagði hann mér á einfaldan hátt hvað hafði orsakað veikindi mín og hvað ég hafði borðað í óhófi og hvernig afleiðingin af þessu ójafnvægi í fæðunni myndaði kristalla í kringum líffærin sem síðan leiddu til frumubreytinga og þetta hindraði svo eðlilega orkuhringrás líkamans.“
H.h.: Var þetta rétt sem maðurinn sagði varðandi matarvenjur þínar?
Þ.H.: ,,Já, allt! – En þannig var að sem barn var ég óskaplega horuð drakk ég því um það bil pela af rjóma á dag, einnig borðaði ég mikið af súkkulaði og öllu sem var fitandi. Síðan er ég fullorðnaðist borðaði ég mikið af saltaðri og kryddaðri dýrafitu.“
H.h.: Hver var svo endanleg sjúkdómsgreining?
Þ.H.: ,,Að ég væri með það sem þeir kalla forstig krabbameins og það myndi brjótast út eftir fáa mánuði. Síðan taldi hann upp allt annað sem þjáði mig.
H.h.: Var það rétt hjá honum?
Þ.H.: ,, Það stóð allt heima!“
Lækningin
Þ.H.: ,,Hann lét mig hafa lista yfir sjúkrafæði sem var sérstaklega útbúinn fyrir mig. Ég mátti ekki fá neina dýrafitu, en aftur á móti fá svolítið af ávöxtum. Síðan sagði hann mér nákvæmlega við hverju ég mætti búast. Hvað ég yrði slöpp lengi og af hverju það stafaði og hvernig ég gæti fylgst með batanum. Hann sýndi mér t.d. í spegli hvernig tungan á mér leit út, græn, hvít og hrukkótt og ógurlega ljót. Hann sagði að hún speglaði ástandið á líffærunum neðst í kviðarholinu. Síðan sýndi hann mér bletti í augunum og sagði að þegar tungan væri orðin rauð og eðlileg og blettirnir farnir úr augunum, þá yrðu líka þessi líffæri orðin heilbrigði. Þetta myndi verða eftir 6 mánuði ef ég færi eftir hans ráðum. Það stóð allt heima!“
H.h.: Hvernig var svo að borða þennan mat og fá hvorki kjöt, mjólk né fisk?
Þ.H.: ,,Það var ágætt, þetta er fjölbreytt fæði. Ollu erfiðara var þegar öll eiturefnin fóru að brjóta sér leið út úr líkamanum. Ég varð kvefuð, fékk hita, höfuðverk, útbrot og kastaði upp“.
H.h.: Stóð þessi vanlíðan lengi?
Þ.H.: ,, það bil fjórar vikur (fyrstu tvær voru slæmar). Nú, þá byrjaði mér að batna og eftir sex mánuði var ég orðin fílhraust og hef verið það síðan. Segja má að mér hafi ekki áður liðið svona vel. Ég var búin að gleyma, hvernig var að vera heilbrigð.“ Í næsta hefti höldum við áfram með viðtalið og segjum frá lækningum með Makróbíótík á geðveiki, Multible Sclerosis o.fl.“
Þetta viðtal var skrifað 1982. Þar sem við hjá Heilsuhringnum vorum alsendis ófróð um hvað Makróbíótík (Macrobiotics) er (macro = mikið eða stórt, biotic = lífrænt), þá leituðum við til Þuríðar Hermannsdóttur húsmæðrakennara. Tvö síðastliðin sumur hefur hún stundað nám í The Kushi Institute (The East West Centre) í London. Þuríður tók beiðni okkar vel er við förum fram á að leggja fyrir hana nærgöngular spurningar.
Þuríður Hermannsdóttir lést árið 2008
Flokkar:Kjörlækningar, Meðferðir