Líf og heilsa- Ekki flækja málin. Ylfa Carlsson gefur góð ráð nr: 4

Á hverjum degi, allan sólarhringinn eru frumurnar í okkur að vinna. Þær fara eftir áætlun sem nefnd er DNA, sem segir til um hvað og hvernig hver fruma á að vinna. DNA er skipulag, sem við höfum hlotið að erfðum. Eitt mikilvægasta efnið sem við þurfum til að þessar frumur geti unnið rétt og vel er Magnesíum. Sjórinn er fullur af því og ef við stundum sjóböð, (drekkum við gegn um húðina) eða drekkum 1-2 msk. daglega af sjó, fáum við góðan slurk af þessu efni í okkur. Einnig er mikið af magnesíum í sölvum og ostrum og eitthvað í öðru sjávarfangi.

Magnesíum er svona mikilvægt, vegna þess að það eru um 300 efnavinnslur í líkamanum sem þurfa á því að halda til að vinna rétt. Auk þess er það róandi og gott að taka fyrir svefn og bráðnauðsynlegt öllu taugakerfinu. Þeir sem eiga erfitt með að festa svefn, geta borðað væna skál af kotasælu, ásamt blá- og jarðarberjum og svo rjóma fyrir svefninn (nota Stevíu ef þarf sætuefni) og taka svo 2000 mg. af magnesíuminu. Ég lofa að þið steinliggið af þessu.

Til eru ýmsar tegundir af magnesíum og eitt nýtist betur en annað, eftir því hvað verið er að eiga við, en Magnesíum L-Threonate er ágætt alhliða efni, sem nýtist sérlega vel uppi í heila, getur þess vegna gert gagn við Parkinsons og Dememsía/ gleymsku. Í gamla daga var sagt að hlutföllin 35/65 af magnesíum á móti kalki væri gott, en ég held að best sé að hlusta á líkamann í þessum efnum og ef ykkur langar skyndilega í bolla, fullan af möndlum, skuluð þið endilega fá ykkur hann, því möndlur eru fullar af magnesíum. Það eru líka öll vel græn blöð í sallati, svo borðið þau ef þið náið í þau, en ég veit satt að segja ekki hversu hollt grænmeti er, sem pínt er upp með tilbúnum áburði, rafmagnsljósi og skordýraeitri. Ég kýs að taka hylkin.

Heilt yfir, er gott að taka um 400 mg. af magnesíumi daglega, en þeir sem stunda íþróttir og gufuböð þurfa meira, því að magnesíum fer út með svita. Ef tekið er of mikið (5000 mg. daglega eða meira), getur maður fengið niðurgang og þá er bara að minnka skammtinn. Verið óhrædd við að prófa ykkur áfram. Í 2000 mg. hylki eru aðeins 144 mg. af hreinu magnesíumi. Líkaminn losar sig einnig við flest það, sem of mikið er af. Í Magnesíum L- Threonate frá Swanson, 90 hylki, 670 mg. í hverju hylki, hefur reynst mér vel. Kaupi það á netinu og það kostar um 35 evrur glasið.

Gangi ykkur vel.  Ylfa Carlsson næringarfræðingur



Flokkar:Næring

Flokkar/Tögg, ,