Ætli tunglið hafi áhrif á okkur?

Að fylgja tunglinu
Það eru 2 ár síðan ég eignaðist bók sem heitir Moon time, the art of harmony with nature and lunar cycles. Höfundar Johanna Paungger og Thomas Poppe. Síðan þá hef ég tileinkað mér nokkra þætti úr bókinni. Útkoman er að í dag eru neglurnar mínar sterkari en þær voru. Ég læt klippa hárið miðað við tunglstöðu. Það er skemmtilegra, auðveldara að þvo þvott og ég er búinn að ganga frá öllu Þvottinum inn í skáp áður en ég veit af!

Ávallt leita ég í bókina ef ég hef áhuga á að hreinsa líkamamann, ef ég þarf að fara í skuðaðgerð eða tannlæknis það er margt annað í bókinni sem vekur áhuga. Hægt er að tímasetja lífið í samræmi við tunglstöðu, það krefst þolinmæði og skipulags, árangur og ánægjan skila sér til hvers og eins með tímanum. Þessi leið er ekki skyndilausn, heldur lífsgæði – lífsstíll. Þó svo það sé mikið um að vera í lífi þínu þennan mánuð þá getur þú alltaf byrjað eða haldið áfram næsta mánuð.

Orðið mánuður er dregið af orðinu máni sem er annað orð fyrir tungl. Við höfum 12 mánuði og stjörnumerkin eru 12. Orðið kvartil þýðir fjórðungur, hvert kvartil samsvarar nánast einni viku. Tunglið snýst um það bil 12 hringi umhverfis jörðina meðan hún fer einn hring um sólina. Til að geta nýtt sér krafta tunglsins þá þarf að fara eftir nokkrum grunnþáttum tunglsins, undirstaðan er að vita hvort tunglið sé vaxandi eða minnkandi, hægt er að nálgast þær upplýsingar t.d. í almanaki Háskóla Íslands, einnig sýna margar dagbækur hvort tunglið sé fullt ? eða nýtt ?.

Ef þú vilt stíga skrefið lengra þá fer tunglið í gegnum eitt stjörnumerki á tveimur til þrem dögum. Mörkin eru þó óskýr svipað og mörkin á hvenær sumarið eða haustið byrjar. Áhrif stjörnumerkisins er þó sterkust og skýrust þessa tvo til þrjá daga í hverjum mánuði sem tunglið fer í gegnum það. Aftast í öllum bókum eftir Johanna og Thomas um tunglið eru töflur sem sína hvenær tunglið er sterkast í hverju stjörnumerki fyrir sig.

Tunglið er 14 daga vaxandi, aðeins eina til tvær klukkustundir fullt, eftir það minnkar það í 14 daga, síðan hverfur það í eina til 2 klukkustundir og vex það svo á ný.

Minnkandi tungl
Best er að nýta minnkandi tungl til afeitrunar hreinsunar, svitna út, anda út, þurrka, styrkja og sameina. Stuðla að eyðslu á orku, gott að stunda góða líkamsrækt. Því nær nýju tungli því sterkara afl er þetta. Ef þú ert á leið í skurðaðgerð reyndu þá að fara í minnkandi tungli. Þá er von á skjótari bata. Í minnkandi tungli verður minni blæðing. Minni lýkur á að fá afmyndandi ör sem hindrar orkuna í líkamanum.

Nýtt tungl ?
Í nýju tungli þá er orkan til að afeitra sig sterkust og gott er að fasta þann daginn eða borða minna en venjulega. Gott er að hafa þetta upphaf að betri lífsháttum. Hægt er að hætta gömlum eða slæmum siðum eins og að reykja, drekka og borða óhóflega. Með því að hætta gömlum vana á þessum tíma verða minni fráhvarfseinkenni og fólk bregst rólegar við ,,missinum“. Hafa þarf í huga að siðir okkar eru ,,slæmir“ af því við hugsum okkur þá slæma. Oft á tíðum eru slæmir siðir yfirborðs tjáning ráðvilltra afla sem aðeins þurfa ný markmið til að verða dýrmæt og gagnleg fyrir okkur og tákn fyrir samferðafólk okkar.

Ef þú vilt hætta einhverjum sið, skoðaðu það hljóðlega, rólega og frá öllum sjónarhornum. Skoðanir annarra í kringum þig skipta engu máli. Ef þú ákveður að hætta, slepptu því að spyrja sjálfan þig um ástæðurnar. Það er þinn vilji, það er allt og sumt. Engar málalengingar. Svo velur þú nýtt tungl til að ganga inn í ,,nýja tíma“. Sterkasta tunglstaðan til að sleppa takinu og strengja ,,áramótaheit“ er á nýju tungli fyrir vorjafndægur á hverju ári.

Vaxandi tungl
Vaxandi tungl er tími endurnýjunar til að byggja upp, drekka í sig, safna birgðum, skipuleggja, anda inn, geyma orku, leyfa sér að hvílast og ná sér. Því nær því að tunglið verði fullt því áhrifaríkara er þetta. Á þessum tíma drekkur líkaminn meira inn í sig og á auðveldara með að bæta á sig aukakílóum þó svo borðað sé jafn mikið. Allt til að gera við og styrkjandi er betra á þessum tíma sérstaklega ef viðkomandi er búinn að afeitra sig í minnkandi tungli á undan. Ef viðkomandi er ekki búinn að afeitra sig þá er það svipað að ,,hella nýrri olíu saman við þá gömlu“. Þar sem líkaminn tekur betur á móti öllu á vaxandi tungli þá er líka betra að taka vítamín og steinefni þá. Það á sérstaklega um, kalsíum, magnesíum og járn. Öll óæskileg efni og áföll sem líkaminn fær á þessum tíma hefur langtum meiri áhrif á líkaman en í minnkandi tungli.

Fullt tungl ?
Það er gott að fasta líka á fullu tungli eða borða minna en venjulega eins og á engu tungli. Því á þessum degi er líkaminn langtum móttækilegri fyrir öllu þar á meðal aukaefnum í mat. Vatn á greiðari leið vefi í líkamans. Passa þarf að fara aldrei í skurðaðgerð eða bólusetningu á þessum degi. Meiri áreynsla en venjulega er mjög slæm á fullu tungli.

Ertu á leið í klippingu?
Það skiptir ekki máli hvort tunglið er vaxandi eða minnkandi ef þú lætur klippa þig í á þeim dögum sem tunglið er í meyjar- eða ljónamerki. Ef þú ert óánægð/ur með hárið á þér af einhverjum ástæðum láttu klippa það í febrúar til ágúst á þeim dögum sem tunglið er í í ljónamerkinu. Ef hárið er farið að þynnast ískyggilega slepptu því þá að fara einu sinni í kirkju, farðu frekar í klippingu í kringum hádegi á sunnudegi t.d. 11. maí eða 12. júní. Ef hárið er klippt þegar tunglið fer í gegnum ljónið þá vex það hraðar og verður fallegra. Sá sem hefur engin vandamál með hár sitt ætti að láta klippa sig þegar tunglið er í meyjarmerkinu, vegna þess að klippingin helst lengur.

Ef þú hefur eitthvert vandamál með hárið þá ætti allavega að forðast að þvo og klippa hárið þegar tunglið er í fiskamerkinu því þá eru meiri líkur á að fá flösu. Ef hárið er klippt í krabbamerkinu þá er erfitt að ráða við hárið það verður lubbalegt og tjásulegt. Ef þú vilt fjarlægja hár af líkamanum gerðu það þá sérstaklega þegar steingeit er í minnkandi tungli sem er fyrstu sex mánuði á árinu. Farðu þó varlega í að plokka augabrúnirnar með tungl í steingeit. Ef þetta er of flókið þá er þumalputtareglan að fara í klippingu í vaxandi tungli svo það verði fallegt og ræktarlegt.

Þvottur
Besti tíminn er að þvo þvott í minnkandi tungli, þvotturinn verður hreinni, þvottarefnið skolast betur úr þvottinum, náttúran á þá betur með að brjóta efnin í þvottanefninu. Það getur verið erfitt að þvo bara þvott hálfs mánaðarlega og leyfa honum svo að hrúgast upp í hálfan mánuð. Hægt er þó að gera sér markmið, að vera búinn að þvo mest allan þvott áður en það verður nýtt tungl og þvo eins lítið og hægt er í vaxandi tungli það tekur smá tíma að aðlagast þessu.

Hippocrates ( 460-370 BC)
Hippocrates skrifaði í dagbókina sína: ,,Ekki snerta með járni þá parta líkamans sem stjörnumerki stjórnar, þegar tunglið fer í gegnum stjörnumerkið“. Hann átti við það að ekki ætti að framkvæma aðgerð á hjarta á þeim dögum sem ljónið fer í gegnum tunglið t.d. 22-23 maí. Ef þú hefur eitthvað að segja um það hvenær þú ferð í skurðaðgerð þá skaltu forðast það fara í vaxandi tungli, síst af öllu á fullu tungli. Öll þessi ráð eru mjög saklaus og hægt að tileinka sér, með því að tímasetja hlutina á nýjan hátt.

verkfæri er dagbók sem skrifað er í hvað á að gera og hvenær eða nota minnið í gsm símanum, til að komast upp á lagið með að nota lögmál tunglsins. Það á ekki að taka ofangreindu sem heilögum sannleika en fylgjast með sjálfum þér hvaða áhrif þetta hefur á þig. Sjávarföllin stjórnast af tunglinu, af hverju ættum við mannfólkið að vera undanskilið. Mörg eru lögmál náttúrunnar, sem betur fer eru þau ekki alveg gleymd þó að þau hafi nánast lagst í dvala.

Það er nauðsynlegt að rifja þau upp öðru hverju. Við erum að missa tengslin við náttúruna, og erum orðin mjög háð klukkunni, í staðinn fyrir að kíkja út og sjá hvar sólin er á himni. Eftir nokkur ár vita börn ekki að þegar sólin er í hásuðri þá er kl. 12, sú vitneskja mun falla í dvala hjá mörgum. Með þessari grein er ég að vekja upp vitund okkar á tunglinu sem er búin að vera í dvala. Ef þið vitið um áhugaverðar bækur um tunglið og töflur um nákvæmar tímasetningar hvenær tunglið er í ákveðnu stjörnumerki miðað við Ísland endilega látið mig vita.

Vonandi hefur þú lesandi góður haft gaman af þessari grein og orðið margs fróðari. Það er aldrei að vita nema þú prófir að nýta þér krafta tunglsins, en til að það gagnist þér þá þarftu að hafa þolinmæði og hafa gaman af þessu. Því fleiri svör sem ég fæ hafa vakna fleiri spurningar, ég mun því halda áfram að leita svara og í haustblaði Heilsuhringsins mun koma önnur grein um hvernig hægt er að nýta krafta tungls enn frekar.

Heimildir: Moon time eftir Johanna Paungger og Thomas Poppe http://www.paungger-poppe.com/index.php

Höfundur.  Brynja Matthíasdóttir LCPH hómópati árið 2008Flokkar:Umhverfið

%d bloggers like this: