Heilsueflandi ráðstefna um: öndun, kulda, streitu og seiglu  verður haldin í Hörpu Silfurbergi þann 18. febrúar 2023 kl. 9:00-14:00

Hugsaðu um heilsuna – Ráðstefna um öndun, kulda, streitu og seiglu í Hörpu Silfurbergi þann 18. febrúar 2023 kl. 9:00-14:00

Í fyrsta skipti á Íslandi mun höfundur The New York Times metsölu bókarinnar Breath, James Nestor, deila með okkur ítarlegri rannsókn sinni á viðfangsefninu ÖNDUN. Ásamt Dr. Susanna Søberg, höfundi bókarinnar Winter Swimming og leiðandi sérfræðingur á alþjóðavísu í vísindum og notkun kulda og hita í streitu-stjórnun til heilsubótar. Slysa- og bráðalæknirinn Dr. Kristín Sigurðardóttir ræðir skilgreininguna á streitu, hvernig hún gagnast okkur og hvenær hún hættir að vera gagnleg. Og heilsuþjálfarinn Vilhjálmur Andri Einarsson mun segja frá áhrifaríkum nálgunum til andlegs og líkamlegs jafnvægis til þess að læra að vera í lagi, alveg sama hvað.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun setja viðburðinn.

Fjórir magnaðir fyrirlesarar:

  • James Nestor- Andardráttur: Ný vísindi glataðrar listar
  • Susanna Søberg – Vetrarsund (og gufubað): Norræna leiðin að heilsusamlegu og hamingjusömu líferni
  • Kristín Sigurðardóttir – Streita- vinur í raun?
  • Vilhjálmur Andri Einarsson – Lærðu að vera í lagi, alveg sama hvað

Nánari upplýsingar um hvern fyrirlesara og um ráðstefnuna eru að finna á: www.andriiceland.com/is/conference-feb18

Fyrir nánari upplýsingar hafðu samband á hi@andriiceland.com eða s. 8980280Flokkar:Annað

Flokkar/Tögg, ,

%d bloggers like this: