Hráar kartöflur eru áhrifaríkar í baráttu gegn sjúkdómum

Síðastliðið haust las ég á heimasíðu Bare natural truth grein um áhrifamátt þess að neyta safa úr hráum kartöflum. Við það rifjaðist upp fyrir mér ýmislegt sem ég vissi áður um nytsemi kartaflna bæði hrárra og soðinna.  Meðal annars  lærði ég það á unglingsaldri að fengi einhver ígerð eða graftarbólu sem ekki gróf út svo hægt væri að hreinsa vessann var látin sneið af hrárri kartöflu á bóluna, það dró gröftinn út. Ég ákvað eftir lestur greinarinnar í Bare natural truth að setja sneið af hrárri kartöflu á brúna vörtu sem hafði sest að á öðru gagnauganu á mér. Á hverjum morgni setti ég kartöflusneið á vörtuna og skipti um oft á dag, því að kartöflusneiðarnar þornuðu fljótt vegna þess hve þær voru þunnar. Þær tolldu meðan rakinn var í þeim.  Eftir u.þ.b. 10 – 12 daga losnaði vartan.

Blómin voru vökvuð með kartöflusoði, sem gerði blöðin á þeim gljáandi.

Læknaðist af berklum. Á aðalfundi Heilsuhringsins árið 1979 sagði Benni sögu sína  (maður á að giska um sextugt). Um tvítugt hafði hann verið berklaveikur á Reykjalundi. Ásamt tveimur öðrum sjúklingum fékk hann að fara heim að vori. Þessir tveir voru útskrifaðir en læknar töldu ekki taka því að útskrifa Benna vegna þess hve veill hann var og töldu að hann myndi örugglega koma aftur að hausti. Þegar hann kom heim tók hann það ráð að borða mestmegnis hráa síld og hráar kartöflur því að hann var úr sjávarþorpi og yfirstóð síldarvertíð. Heilsa Benna batnaði um sumarið og með tímanum varð hann alheilbrigður og fór aldrei aftur á Reykjalund.  En berklarnir tóku sig upp hjá mönnunum tveimur og voru þeir báðir látnir þegar Benni sagði sögu sína.

Eyða magasýrum. Júlía Völdan danskur heilsufrömuður sem rak heilsuhæli í Danmörku, ráðlagði að borða soðnar kartöflur á morgnana til að draga úr sýru. Júlía ráðlagði fólki líka að borða eina hráa gulrót 15 mínútum fyrir hverja máltíð til að draga úr sýru og auðvelda ristli og þörmum sitt verk.

Að koma í veg fyrir þvagsýrugigt. Ráðlagt er að skera niður hráa kartöflu að kvöldi og láta liggja í glasi af köldu vatni yfir nótt og drekka síðan safann að morgni. Sleppa neyslu súrra mjólkurvara og ávaxta.

Í grein Bare natural truth sem ég nefndi í upphafi kemur margt fróðlegt fram um hráar kartöflur og hér ætla ég endursegja punkta úr greininni.

Hráar  kartöflur eru mjög holl fæða og það er alrangt að ekki megi borða þær hráar. Vísbendingar eru um að með hráum kartöflusafa megi ná ótrúlegum árangri. Nauðsynlegt er að afhýða kartöflur með grænu hýði, þær geta verið hættulegar vegna eiturefnis sem myndast í græna hlutanum. Ekki á heldur borða spíraðra kartöflur.

John Lesindzer og dr. John Tucakov  hafa ásamt fleirum skrifað greinar um græðandi eiginleika kartöflusafa. John Lesindzer telur kartöflusafa bestu náttúrulegu aðferð til að meðhöndla bólgur, einn algengasta sjúkdóm samtímans.  Lesindzer mælir með 1 matskeið af heimabúnum kartöflusafa með smá vatni. Safann ætti að drekka 30 mínútum fyrir morgunmat, hádegismat og kvöldmat.

Til að meðhöndla maga og skeifugarnasár ráðleggur John Lesindzer að taka inn ½ desílítra af kartöflusafa á fastandi maga og ½ desílítra 30 mínútur fyrir hádegismat og kvöldmat.

Dr. Kagamine, prófessor í læknisfræði Háskóla Akitab í Japan hefur kynnt rannsókn þar sem honum tókst að einangra efnið í hráum kartöflum sem er árangursríkt til að bæla vöxt krabbameinsfruma í músum.  Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á alþjóðlegu baráttuþingi gegn krabbameini í Þýskalandi.  (International Congress) .

Hráar kartöflur eru áhrifarík fæða í baráttu gegn sjúkdómum í: nýrum, lifur, hjartasjúkdómum, háum blóðþrýstingi, sykursýki, verk í mjóbaki, gigt, magasýrum, bólgum, þvagsýrugigt o.m fl.

Hrár kartöflusafi styrkir ónæmiskerfið.

Til að vinna á slappleika er gott að drekka safa gerðan úr einni meðalstórri kartöflu, gulrót og epli að morgni og kvöldi í tvær vikur til að ná góðri heilsu aftur.

Neysla á hráu kartöfluhýði hjálpar við að fjarlægja skaðleg eiturefni úr líkamanum. Það er uppspretta margra heilbrigðra næringarefna svo sem: C-vítamíni, B-6 vítamíni, kalíum, járni, magnesíum, sinki, próteini og kolvetnum.

Það er mjög mikilvægt að vita: kartöflur missa C-vítamín við suðu.

Í einni meðalstórri hrárri kartöflu eru 27 mg af C-vítamíni, sem gerir 45% af ráðlögðum dagskammti.  Vegna þess að hráar kartöflur innihalda hátt hlutfall af C-vítamíni og sterkju, næra þær húðina og koma í veg fyrir öldrun hennar.  Sótthreinsandi eiginleikar karaflanna  gera þær mjög góðar til að meðhöndla húðvandamál  og koma í veg fyrir unglingabólur og fílapensla.  Hægt er að rífa kartöflur og nota sem andlitsgrímu (maska).

Kartöflur hreinsa og herða húðina og hjálpað í baráttunni við appelsínuhúð ef svæðin eru nudduð vandlega með sneið af hrárri kartöflu.

Heimagerður kartöflusafi: Fyrst þvo kartöflurnar og fjarlægja alla bletti úr hýðinu.  Skera í sneiðar eða rífa og setja í klút og kreista safa úr. Eða nota safapressu.

Muna:  Alltaf að drekka nýgerðan safa. Það má blandað safann með ávöxtum og grænmeti að eigin vali t.d. epli, gulrót, sítrónusafa og hunangi.

Samkvæmt Buddha munknum Tomizawa dugar að drekka 2 bolla af kartöflusafa á hverjum degi til að fyrirbyggja krabbamein og aðra sjúkdóma.  Tomizawa er höfundur bókarinnar The road to a healthy lifestyle: Cancer is nothing to fear. (Leiðin til heilbrigðs lífsstíls: Krabbamein er ekkert að óttast)

Ingibjörg Sigfúsd.



Flokkar:Næring

Flokkar/Tögg, , , , , , , ,