Hvað er til ráða til að hjalpa líkamanum í baráttunni við krabbamein?

Flest allar fjölskyldur hafa horfst í augu við hinn óvæga sjúkdóm kallaðan krabbamein. Eins og við flest vitum er þessi sjúkdómur ákaflega víðfeðmur og greinist í afar margar tegundir krabbameina sem leggjast víða á líkamann. Það sem er sameiginlegt með þessum sjúkdómum að frumur líkamans virðast ruglast allverulega í ríminu og fjölga sér án nokkurrar stjórnunar. Læknavísindin hafa svo sannarlega reynt að ná valdi á þessum meinum og í mörgum tilfellum hefur tekist að ná valdi á mörgum tegundum krabbameins en í öðrum tilfellum hefur aðeins tekist að hægja á þeim og í verstu tilfellunum hefur sjúkdómurinn náð að leggja sjúklinginn á mjög stuttum tíma frá greiningu hans.

Ég er afar þakklát fyrir hversu ötullega læknar hafa unnið að þessum málum og ég veit að engin lausn er nú til sem ekki hefur verið reynd á landinu okkar góða hvað þetta varðar. Samt sem áður langar mig til að koma inn á þá baráttuaðferð sem ég álít að þurfi að vera í miklum forgangi til að komast yfir þennan sjúkleika eða að minnsta kosti að létta lífið á meðan það varir. Það er að segja mátt líkamans til að berjast við eigin vanmátt og vanstillingu. Til þess að hann geti bæði barist við sjúkdóminn og hin sterku lyf og geislameðferðir sem fylgja í meðferð gegn honum þarf að létta á líkamsstarfsemi á alla vegu og gæta þess vel að hún fái öll þau efni í fæðu sem vitað er að gera hana sterkari.

Ég persónulega hef mikla trú á að allir sjúklingar ættu að auðvelda alla meltingu með því að mauka allan mat áður en hann er borðaður vegna þess að það auðveldar líkamanum alla vinnslu. Það voru mjög skemmtilegir rannsóknarþættir í sjónvarpinu í vetur og þar kom fram að þeir sem fengu maukað nákvæmlega sama fæði og aðrir sem fengu það á venjulegan máta héldu meiri krafti. Einnig mæli ég með að fá mikið af heitum kraftsúpum með öllum þeim efnum frá grænmeti, fiskmeti og kjötmeti og hægt er að komast yfir. Einnig hafa bætiefni mjög góð áhrif ef vel er gætt að þau séu ekki í stórum skömmtum vegna þess að þá kemur allt of mikið álag á lifur að brjóta þau niður þar sem það bætist ofan á niðurbrot erfiðra lyfja. Ég hef mikla trú á pilsner sem er gerður án sykurs.

Ég veit að margir læknar benda á hann til að hreinsa og hjálpa nýrum. Gerum okkur grein fyrir að vatnsdrykkja gefur engan kraft þó svo að hún sé nauðsynleg í hófi. Í desember 2007 var kennsla í Lífsskólanum um baráttuaðferðir gegn krabbameini. Kennarar voru dr. Erwin Haringer, prófessor í lyfog heimilislækningum og Margret Demleitner iðjuþjálfi, ilmolíufræðingur og grasalæknir. Þau koma frá Þýskalandi, þar sem víða er farið að nota ,,aromatherapy“ (ilmolíufræði), við hlið hefðbundinna lækninga með mjög góðum árangri.

Dr. Erwin kennir læknum sérstaklega í Þýskalandi þessi fræði en fer einnig víða um Evrópu til kennslu. Margret var sú fyrsta sem innleiddi ilmolíufræðin inn á sjúkrahús en hún starfaði í 26 ár á Munchen-háskólasjúkrahúsinu en fer nú víða til að kenna þau. Í kennslu þeirra kom fram það sem að framan er talið en einnig gáfu þau okkur uppskriftir af olíum sem hafa gefið mjög góðan árangur til vellíðunar og styrkingu í baráttunni við sjúkdóminn.

Ilmolíumeðferð við geislameðferð
Meðferð krabbameins með geislavirkni getur bæði verið utan frá eða innvortis. Innvortis meðferðin er oftast gerð á hverjum degi vikunnar í nokkrar vikur. Meðferðin þjónar þeim tilgangi að lækna líkamsvefi en með því að skemma frumurnar valda hliðarverkanir skemmdum t.d. á húðfrumum og hárfrumum svo að hárið losnar frá. Geislameðferð að utanverðu brennir oft húðfrumur. Bestu ilmolíurnar við geislabruna eru ,,Niaouli“ og ,,Lavender“. Einnig er ,,Everlasting“, (eilífðarblóm eða ,,helichrysium angustifolium“, eða ,,immortelle“), og ,,Blue Chamomile“ mikið notaðar. Eina blöndunarolían sem ég mæli með er ,,hafþyrnisolían“, (sea-buckthornoil).

Uppskriftir
50 ml. Hafþyrnisolía Hippophae rhamnoides
5 dr. Niaouli Melaleuca quinquenervia viridiflora
4 dr. Lavender Lavandula angustifolia
1 dr. Blue chamomile Matricaria recutica (german)
Þetta er borið á geislastaðinn kvöldið fyrir geislun. Þessi burðarolía er með aðra eiginleika en aðrar burðarolíur og er alveg þornuð inn í húðina næsta dag svo hún veldur ekki bruna en er mjög góð til að verja húðina og byggja hana upp ásamt ilmolíunum en það er engin fita í þeim. Þessi olía er mjög gul og þarf því aðgát við notkun hennar.

Ilmolíur gegn krabbameinssársauka
Mjög mikilvægt er að krabbameinssjúklingar séu án verkja. Það er ,,WHO“ kerfi sem er notað við meðferð krabbameinssjúklinga, það er að segja sameiginlegt kerfi læknavísinda til að koma í veg fyrir verki og kvöl sjúklingsins. Það er mjög hættulegt að álíta að ilmolíur eða önnur óhefðbundin lyf geti komið í stað þessara lyfja. Aftur á móti geta olíurnar framkallað eflandi jákvæð áhrif tilfinninga t.d. hamingjutilfinningu, jafnvægis og hugarró sem minnkar verki. Þá þarf minna af hefðbundinni verkjameðferð eða að hún virkar betur.
Olía við krabbameinsverkjum
4 dr. Tonka Depteryx odorata
4 dr. Cedarwood Cedrus atlantica
3 dr. Orange Citrus sinensis
1 dr. Lavender Lavandula angustifolia
1 dr. Rose Rosa damascena
Þessu er blandað í 30 ml. Sweed Almondoil, (prunus amygdalus). Olían inniheldur klíkósíð, steinefni, vitamín og prótín. Hún er góð fyrir allar húðtegundi og smýgur mjög vel inn í húðina. Það má bera olíublönduna á verkjastaðina eins oft og löngun er til.

Olía við uppskurði vegna brjóstakrabbameins
Þessi blanda er til að hjálpa rennsli sogæðakerfis en einnig hjálpar hún vel við að létta hugarangri og græða húðskemmdir. Mjög gott er að bera strax á staði nálægt skurðstað á meðan umbúðir eru á honum en síðan er borið á skurðinn sjálfan þegar umbúðir fara. Það á að bera mjög vel á handleggi og brjóstsvæði bæði að framan og aftan ásamt herðablaðasvæði. Nudda á olíunni mjög létt á þar sem fyrst og fremst á að hafa áhrif á sogæðar.
50 ml. Sweet almondoil
5 dr. Bergamot Citrus bergamia
2 dr. Rose Rosa damascena
2 dr. Sandalwood Santalum album
1 dr. Cistrose (cistus) Gistus ladanifer
1 dr. Everlasting (immortelle)
Helichrysium angustifolium
Mjög gott er að búa til ,,Cistuste“ og láta plöntuna vera í vatninu á meðan það er hitað og láta hana gerjast minnsta kosti í hálfa klukkustund í því áður en hún er notuð. Það má láta teið í flösku og nota blönduna í tvo til þrjá daga. Síðan á að bera þessa blöndu á þá staði sem olían er sett en best er að það sé borið á allan líkamann til hjálpar sogæðakerfinu.

Snerting til hjálpar sjúklingnum
Það þykir sannað að snerting sé mjög jákvæð í meðferð sjúklinga. Hjúkrunarfólk á Munchensjúkrahúsinu leitast við að gefa sér tíma til að strjúka hendur sjúklinga sinna létt eða aðeins halda í hendur þeirra smá stund til að auka vellíðan þeirra. Margret kenndi að mjög gott væri að setja ,,Lavender“ (lavandula angustifolia) í lófana ef fólk var meðvitundarlítið og setti svo lófann undir kinnina svo það andi því að sér. Hjá öðrum var settur dropi í koddann eða dropi var settur í vatn í herberginu. Einnig er mikið notuð ,,Rose“ (rose damascena).

Krem eða olíublöndur eru mjög góðar til að nudda sjúklinginn með og ef hann er alveg rúmfastur eru einkum nuddaðar hendur og fætur, jafnvel oft á dag. Þetta róar og linar mjög mikið. Ég persónulega hef gengið með mörgum krabbameinssjúklingum og hef því reynslu af meðferðum sem lina og hjálpa. Fyrst langar mig til að segja frá tækni sem gefur undraverðan árangur. Það er að opna orkurásir sjúklingsins með því að láta aðra persónu tengjast honum og beita síðan ,,Touch for Health“ tækni á þá persónu sem leiðir hana á sjúklinginn.

Árangurinn hefur verið undraverður og hefur tekist að halda sjúklingnum gangandi allt að fáum stundum fyrir andlát. Það eru mörg vitni að þessu og kannski er tækifæri seinna til að gera þessari meðferð betri skil. Að síðustu fjalla ég um heilun til hjálpar sjúkdómum. Ég beiti ,,Reikiheilun“ en öll heilun er árangursrík. Ég hef orðið vitni að undraverðum árangri og betri líðan þeirra sem hafa notið hafa þessarar heilunar hjá mér og öðrum reikiheilurum. Gaman væri að gera þeim sögum skil seinna meir. Dr. Erwin kom inn á í kennslu sinni að það teldist sannað að öll svona meðferð gerði sjúklingum mjög gott. Einnig talaði hann um hvað það torveldaði læknum hversu lítinn tíma þeir sjálfir gætu gefið sjúklingum sínum og því þökkuðu allir vitrir læknar fyrir þá aðstoð sem sjúklingurinn fengi einnig annarsstaðar.

Lokaorð
Kæru lesendur, ég vona að einhver geti notfært sér þessa þekkingu. Eins og áður eru þessar olíuuppskriftir eingöngu miðaðar við þær olíur sem ég er með, þar sem ilmolíur er mjög misjafnar frá vinnslu.

Greinin var skrifuð árið 2008 höfundurinn Selma Júlíusdóttir var skólastjóri Lífsskólans, Aromatherpyskóla Íslands. Hún lést 26. janúar 2014.



Flokkar:Meðferðir