Orkupakkinn sólargeislar

Vorið 2001 þegar sólin hækkaði á lofti og komst upp fyrir trjátoppana í austurhluta garðsins míns og inn um gluggann, fékk ég þörf að hugleiða á hana í gegnum svokallaða þriðja augað (þriðja augað er staðsett rétt fyrir ofan og á milli augabrúnanna). Fyrst staðsetti ég sólina rétt sem snöggvast með augunum, lokaði þeim síðan og beindi geislunum á þriðja augað. Allt í einu var eins og sólargeislarnir hækkuðu í tíðni þegar þeir beindust að þriðja auganu.Blár kjarni virtist birtast umlukinn bleikum lit. Þetta var spennandi. Morgun eftir morgun sat  fyrir innan austurgluggann og hugleiddi á sólina. Alltaf virtist tíðni geislanna hækka eingöngu á þriðja auganu og sami blái kjarninn með bleiku umvafi birtist, þó augun væru lokuð. Eftir nokkra daga hugleiðslu í u.þb. 10 mínútur á sólina fann ég að gleðin jókst í sinni mínu. Stundum fannst mér eins og ég fengi svör við þessum endalausum spurningum mínum um lífið og tilveruna. Vetur kom og ég hélt áfram að hugleiða á sólina þegar í hana náðist, ýmist í gegnum glugga eða úti. Ég fékk mér einnig lampa sem kallaður er „gleðiljósið“ og kveikti á honum á morgnana til að framlengja sumarið. Skammdegið varð bærilegara og lundin hélst léttari allan veturinn með mikilli sköpunargleði og andlegur orkuforði sumarsins viðhélst allan veturinn. Ég fór að skilja þessa fornu sóldýrkendur; að sólin væri efnisbirtur logos sem gæfi meira en D-vítamín í kroppinn.

Orkan í sólargeislunum væri andleg næring fyrir vitundina, sálina og andann, fastann í efninu. Upp í Háskóla Íslands er margt og merkilegt að gerast. Þar á meðal rannsóknir á sólarljósi eða sérstökum „lúx“-lömpum, en þeir virka svipað og sólarljós sem læknismeðferð fyrir skammdegisþunglyndi. Forsvarsmaður þessara merkilegu rannsókna er Jóhann Axelsson prófessor ásamt teymi hans. Niðurstaða þessarra rannsókna sannar að besta læknismeðferð við skammdegisþunglyndi er ljósið, en ekki geðlyf. En ljósa-rannsóknir Jóhanns er aðeins byrjun á verkefni sem á eftir að bylta læknavísindum framtíðarinnar. Ég er sannfærð um að ljósmeðferð fyrir þunglyndissjúklinga er aðeins byrjunin. Mín tilraun á sjálfri mér með íhugun á sólina allan ársins hring gerði mig glaðari og léttari í lund sem færðist yfir á líkamans, sem varð hraustari. Neikvæðni veikir einmitt varnarkerfi líkamans. Notum okkur sólina betur í vetur, já allan ársins hring. Íhugum á hana. Kannski gægist hún oftar fram úr skýjunum ef við gerum hana meðvitaða velkomna og þiggjum meðvitað blessun hennar. Látum sólina skína í vitund okkar í allan vetur. Látum hana upplýsa okkur….. Þess ber að minnast að ekki má horfa óvörðum augunum beint í sólina og það er skiljanlegt miðað við þá hátíðni sem finnst þegar hún skín á þriðja augað. ú tíðni einfaldlega brennur sjónhimnuna og menn geta orðið blindir.Flokkar:Hugur og sál

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: