Kalkríkir drykkir úr möndlum og hnetum

Mér finnst ég sífellt heyra af fleiri börnum sem einhverra hluta vegna drekka ekki mjólk. Það geta legið ýmsar ástæður þar að baki, t.d. ofnæmi, óþol, foreldrar hafi ekki tröllatrú á mjólkinni og þar af leiðandi halda þau henni frá barninu, nú svo vilja sum börn einfaldlega ekki mjólk. Mjólkin hefur spilað stórt hlutverk sem kalkgjafi manna og barna. Og því spyr fólk gjarnan:

En hvar á ég þá að fá kalkið?
Það eru sem betur fer fjölmargar aðrar fæðutegundir sem innihalda mikið kalk. Ber þá helst að nefna: Hnetur, t.d. pecan, brasil, cashew, valhnetur, heslihnetur og möndlur. Fræ, s.s. sesamfræ, sólblómafræ og graskerfræ. Baunir ýmsar tegundir, sem og baunaspírur. Grænt grænmeti m.a. spergilkál, steinselja, karsi, grænu blöðin á gulrótum og rauðrófum, fíflablöð, grænkál og safinn af pressuðu hveitigrasi (wheat grass). Sjávargrænmeti eins og söl, marinkjarni (wakame) – sérstaklega kalkríkur, stórþari (kombu), hiziki, arame og agar.

Einnig er hægt að kaupa bæði sojamjólk (sem oft er kalkbætt), hrísgrjónamjólk og haframjólk tilbúnar í heilsubúðunum. Það skondna við spurninguna „En hvar á ég þá að fá kalkið“, finnst mér vera að t.d. hestar, kýr og fílar, þessi stóru og sterku dýr, fá ekki kalkið sitt úr mjólk einhvers annars dýrs, heldur úr grasi, laufi og ýmsum grænum jurtum og grænmeti. Og það virðist nægja þeim til að byggja upp hraustar skepnur með sterk bein. En þar sem þetta er ekki mikið í umræðunni, hugsa fáir út í það, þó svo að þetta liggi í augum uppi sé því gefinn gaumur.

Ætli möndlumjólkin sé ekki sú afurð sem er hvað þekktust fyrir að koma í staðin fyrir kúamjólk hjá börnum að sojamjólkinni undanskilinni. (það virðist líka farið að færast í aukana að soja-óþol/ofnæmi komi upp hjá börnum). Úr möndlum má útbúa hina ljúffengustu drykki, bæði hversdags og spari, þykka og þunna, sem og þykkni fyrir íspinna. Það eru nokkur atriði sem hafa ber í huga til að drykkurinn verði næringarríkari og þægilegri í meðförum.

1 Leggja möndlurnar í bleyti í u.þ.b. sólarhring. Þá eru þær afhýddar, EKKI með því að hella á þær sjóðandi heitu vatni því þá drepum við niður hluta af hágæða ensýmum, heldur með því að skola þær upp úr volgu (undir 50°C) og pilla svo hýðið af (ágætt að nota tímann þegar við tölum í símann eða horfum á sjónvarpið). Ef við notum hnetur er gott að leggja þær í bleyti í u.þ.b. ½ sólarhring.

Ef við notum sesamfræ, sólblómafræ eða graskerfræ þá er best að leggja þau í bleyti í um ofan. Döðlur eru næringarríkar af kolvetni, auðmeltar og fullar af járni. Best er að hafa þurrkaða ávexti alltaf lífrænt ræktaða.

Graskerfræ-möndlu-myntu-drykkur
½ dl graskerfræ, sem hafa legið í bleyti í 8 klst og spíra í 8 klst
½ dl möndlur, hafa legið í bleyti í 24 klst og afhýddar
4 dl vatn eða útbleytivatn af þurrkuðum ávöxtum
1 msk hörfræ eða 1 tsk hörfræolía
2 msk carobduft
2 msk rúsínur
½ tsk myntudropar (fást í heilsubúðum).
Aðferð sú sama og við drykkina hér að ofan. Í þessum drykk er hægt að setja aukalega þurrkaða ávexti til að fá sætara bragð.

Sólblóma-sesam-drykkur
1 dl sólblómafræ, sem hafa legið í bleyti í 8 klst og spíra í 8 klst
4 dl vatn eða útbleytivatn frá þurrkuðum ávöxtum.
Ferskur perusafi er einnig algjört lostæti sem vökvi í þennan drykk
1 msk hörfræ eða 1 tsk hörfræolía
3 tsk tahini (sesamsjör sem fæst í heilsubúðunum)
1 banani, vel þroskaður
1 tsk vanilludropar
1 tsk kanill
2-3 msk rúsínur eða aðrir þurrkaðir ávextir.
Aðferðin er sú sama og við drykkina hér að ofan. Þessi drykkur er sérstaklega kalk og járnríkur, þar sem sólblómafræ og sesamfræ innihalda mikið magn af bæði járni og kalki. Þau eru í raun „kóngur og drottning“ hvað næringu snertir miðað við önnur fræ og hnetur. Gangi ykkur vel og ég vona að þið farið á flug með ykkar eigin hugmyndir af góðum drykkjum.

Kær kveðja, Sólveig Eyríksdóttir 1999



Flokkar:Uppskriftir