Samráðgjöf – eins konar sálfræðiaðferð

Til eru margs konar sálfræðiaðferðir og meðferðir. Iðulega leitar fólk til sálfræðinga til að fá aðstoð við að leysa úr tilfinningavandamálum. Einnig er hægt að læra á námskeiðum ýmsar aðferðir s.s. til að auka sjálfstraust, sjálfsvirðingu, o.fl. Einnig er til aðferð sem nefnist samráðgjöf (co-counselling). Samráðgjöf er notuð víðsvegar um heim, m.a. í Bretlandi, Banda ríkjunum, Ungverjalandi, Þýskalandi og Nýja  Sjálandi. Að sömu leyti líkist aðferðin „Gestalt“ meðferð. Ég ætla nú að útskýra nánar hvað samráðgjöf er. Mikilvægur munur á samráðgjöf og öðrum sálfræði- meðferðum er sá að þar er hvorki um að ræða sjúkling né sálfræðing. Þess í stað sækja menn 40 tíma námskeið þar sem viðkomandi lærir að vera bæði skjólstæðingur og ráðgjafi. Greitt er fyrir námskeiðið en að því loknu er framhaldið í höndum viðkomandi og því án endurgjalds. Uppal-endur segja oft við börn sín í bernsku: „Srákar/stelpur gráta ekki“. Þetta getur oft valdið tilfinn-ingavandamálum seinna í ævinni.

Fólk minnist þess sem það heyrði í bernsku og bælir tilfinning-ar sínar. Oft bregst fólk við líkum ytri aðstæðum á svipaðan hátt. Þetta hegðunarmynstur er endurtekið aftur og aftur, en fáir viðurkenna að það orsakist af því hversu tilfinningalega lokað fólk er orðið. Þessu mynstri er hægt að breyta með því örva tilfinningar og hleypa þeim út. Hvers vegna fer fólk í samráðgjöf? Það er mjög góð aðferð til að losna við streitu, óþol, kvíða, ótta, reiði, kvíða og aðrar tilfinningar sem einstaklingurinn á við að etja. Eftir ráðgjöfina ákveður viðkomandi síðan framhaldið. Einnig er hægt að losna við feimni, s.s eins og vegna viðtals við atvinnurekanda. Þá er hægt að gera leikhlutverk og biðja ráðgjafann að reyna að tala eins og atvinnurekandi þinn.

Hvernig er samráðgjöf?
Í samráðgjöf vinna menn saman í pörum. Annar er skjólstæðingur og hinn er ráðgjafi. Síðan er hlutverkum víxlað. Báðir tala jafn lengi samkvæmt fyrirfram ákveðnum tímamörkum. Í upphafi ákveður skjólstæðingurinn hversu mikið hann vill að ráðgjafinn tali, þ.e. mikið (intensive contract), meðal (normal contract) eða ekkert (free attention). Í „free attention“ hlustar ráðgjafinn aðeins. Í lok úthlutaðs tíma er framkvæmt það sem nefnist „attention switching“ á samráðgjafa-máli, það er að beina athygli skjólstæðings frá neikvæðri hugsun til jákvæðrar. Ráðgjafinn spyr þannig nokkurra spurninga, t.d. „hvaða leið ferð þú í uppáhalds göngutúrnum þínum?“ eða „geturðu útskýrt þessa mynd“ (sem er í herberginu). Þetta er mjög góð aðferð og er hægt að nota hana hvenær sem er. Í byrjun tíma er oft farið yfir nokkur góð atvik og atriði sem hafa komið fyrir nýlega. Það gerir skjólstæðingnum kleift að vera jákvæður þegar hann byrjar tímann, og að vera ánægður með það sem hann er búinn að gera. Þetta getur bætt sjálfstraust og er mikilvægt vegna þess að það er mikla auðveldara að breyta sjálfsmynd sinni ef maður er sterkur og jákvæður sjálfur. Samráðgjöf er unnin í trúnaði, sem er kannski mikilvægt á Íslandi þar sem fólk þekkir hvert annað.

Einnig er kennt á námskeiðinu að nota líkamstjáningu (body language) í stað orða. Tvenns konar samráðgjafaraðferð er hægt að læra. Önnur heitir endurmatssamráðgjöf (Reevaluation co-counselling eða RE), og hin alþjóðasamráðgjöf (Co-counselling International eða CCI). Ég lærði alþjóðasamráðgjöf, sem ég held að sé óháðari menningarsamfélögum og fólk er jafnara gagnvart hvort öðru. Ég hef tengsl við nokkra aðila sem hafa boðist til að koma hingað og kenna aðferðina gegn greiðslu á útlögðum kostnaði. Ef þú hefur aðgang að Internetinu er hægt að finna upplýsingar um samráðgjöf. Sláðu inn „co-counselling“ á leitarvef og þar finnurðu alls konar heimasíður. Til dæmis heimasíðu CCI, sem er auðveld til lestrar. Netfangið er: www.dpets.demon.co.uk/index.html.Flokkar:Hugur og sál

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: