Um magasýrur

Það er nauðsynlegt að hafa magasýrur í hæfilega miklu magni. Séu þær of miklar  eða of litlar, ruglast meltingarstarfið sem  veldur því að næringarefni úr fæðunni og fæðubótarefnum nýtast ekki. Á það sérstaklega við um kalk þannig  að ójafnvægi á magasýrum getur orðið ástæða fyrir úrkölkun beinanna. Þriðji hver fullorðin Dani er af og til með vandamál vegna of mikilla magasýra. Það eru til nokkur góð náttúruefni sem hægt er að nota í stað sýrubindandi lyfja úr apótekinu, og hægt er að kaupa án lyfseðils. Þessi lyf innihalda oft meðal annars alumíníumsölt og nýjar rannsóknir hafa sýnt fram á að þau hafi óæskileg áhrif á starfsemi heilans.

Náttúrubætiefni eru aftur á móti án þeirra aukaverkana. Molkosan ostamysan frá Sviss kemur jafnvægi á magasýrurnar. Naturcid, sem inniheldur blöndu af kaolin og dolomita -kalki, kemur jafnvægi á magasýrumar. Gastronol inniheldur nokkrar lækningajurtir sem koma magasýrunni í lag og styrkja slímhúð magans. Frutin inniheldur ávaxtatrefjar og dolomitakalk sem saman koma jafnvægi í efri hluta magans og koma þar með í veg fyrir nábít sem skaðað getur slímhúð vélindans. Aloa vera saft og Silicol gel styrkja magaslímhúðina. Kartöflusaft, kálsaft og gulrótasaft reynast vel. Hægt er að búa til  saft eða kaupa hana t.d. Schonenbergers grænmetissaft. Það er ráðlegt að forðast kaffi, te, afengi, áhyggjur, streitu, sterkt krydd, feitan mat, og lauk. Hjá nokkrum getur gluten valdið of miklum magasýrum.

Of litlar magasýrur
Eins og áður er sagt er mikilvægt að magasýrurnar séu í jafnvægi, annars nýtist næring úr mat og fæðubótarefnum ekki sem skyldi. Of litlar magasýrur trufla meltinguna ekki síður en of miklar. Einkenni of lítilla sýra eru ekki eins óþægileg og ef þær eru of miklar, en einkennin eru þau, að menn þurfa oft að ropa, loft í þörmunum og treg melting (harðlífi). Molkosan er gott við þessu og skapar  jafnvægi  á  sýruframleiðslunni. Magasýruskorti hefur ekki verið gefinn mikill gaumur til þessa vegna þess að hann veldur aðjafnaði ekki sárum óþægindum en í seinni tíð hefur vandamálið samt verið athugað og við það hefur komið í ljós að skortur á magasýrum, sem er algengari hjá konum en körlum, kemur í veg fyrir að kalk nýtist og orsakar þá úrkölkun beinanna. Orsökin gæti verið streita, en annars er ekki mikið vitað um það.  Þýtt og endursagt úr Sundhed fra naturen  eftir Kirsten Aarslev sem skrifar í Familie  Joumalen.



Flokkar:Greinar og viðtöl