Úr einu í annað

Þjóðverjar banna amalgam
Eins og lesendur H.h. vita höfum við oftsinnis gagnrýnt tannfyllingarefnið „amalgam“ á undangengnum árum og bent á að það gæti í vissum tilfellum verið orsök vanlíðunar og jafnvel alvarlegra sjúkdómseinkenna. Viðbrögð „ábyrgra“ heilbrigðisyfirvalda hafa yfirleitt verið mjög neikvæð og skrif undirritaðs á liðnum árum hafa verið stimpluð sem óábyrgt, illkvittnilegt blaður sem fólk hefur verið varað við að taka mark á. Fyrir nokkrum árum skipuðu sænsk heilbrigðisyfirvöld nefnd til að fara ofan í saumana á þessum málum, sökum þess að þær raddir urðu þar stöðugt háværari sem héldu því fram og færðu að því rök, að amalgam í tannfyllingum gæti valdið alvarlegum heilsubresti hjá vissum einstaklingum. Niðurstaða nefndarinnar var sú að fullsannað sé að þetta geti átt sér stað.

Í framhaldi af því vöruðu sænsk heilbrigðisyfirvöld tannlækna við að nota amalgam og sett var í reglugerð að óheimilt væri að setja amalgam í tennur á þunguðum konum og konum með barn á brjósti og að ekki mætti nota amalgam í tannfyllingar á öðru fólki nema sýnt væri fram á að ekki væri hægt að nota önnur tannfyllingarefni. Nokkru síðar settu Þjóðverjar svipuð lög og bönnuðu um leið að nota allar gerðir af amalgami nema eina, sem talin var einna skást, en eins og vitað er hafa nokkrar mismunandi amalgamtegundir verið í notkun. Síðast liðinn vetur voru svo sett ný lög sem bönnuðu endanlega að nota amalgam í tannfyllingar. Í greinargerð sem fylgdi nýju lögunum stóð m.a., að þó að ekki sé sannað að amalgam valdi öllu fólki, sem hefur það í munninum skaða, þá sé fullsannað að hjá sumu fólki valdi það heilsutjóni, sem ekki lagist nema fyllingamar séu teknar úr því. Af þeim sökum sé óverjandi að nota amalgam í tannfyllingar. Ætti þetta ekki að nægja til að við hér á Íslandi þurfum ekki lengur að standa í ritdeilum um skaðleysi eða skaðsemi amalgams í tönnum.

B-6 vítamín og Sjögrens-sjúkdómur
Fyrir nokkru kom að máli við mig kona, sem sagðist langa til að segja mér hvernig hún læknaðist af svokölluðum „Sjögrenssjúkdómi“. Sjögrenssjúkdómur er sjúklegur augnþurrkur, sem stafar af því að tárakirtlarnir hætta að starfa eða starfa of lítið. Konan sagðist hafa lesið einhvers staðar í erlendu tímariti að þennan kvilla mætti stundum lækna með B-6 vítamíni í forminu pyridoxal-5-fosfat. Hún fékk efnið ekki hér á landi svo að hún lét kaupa það fyrir sig erlendis. Til að gera langa sögu stutta, þá fóru tarakirtlarnir að starfa eðlilega að nokkrum tíma liðnum og hafa gert síðan, enda notar hún vítamínið áfram. Hún hafði áður reynt „pyridoxin hydroklórid“, sem er hið venjulega B-6 vítamín, án nokkurs árangurs. Mér fannst þessi lækning konunnar verulega athyglisverð. Pyridoxal-5-fosfat- er kóensím, hið líffræðilega virka form B-6 vítamíns. Líkaminn býr það til úr öðrum afbrigðum af B-6, t.d. pyridoxin hydróklórid. Svo virðist sem þessi kona hafi ekki getað búið það til í nægilegu magni úr því að venjulegt B-6 vítamín gagnaði ekki, heldur aðeins pyridoxal-5-fosfat.

Þetta gæti bent til að við getum þjáðst af efna skorti, enda þótt við í fljótu bragði virðumst fá gnægð efnanna í fæðu, aðeins ef við fáum þau ekki í réttum efnasamböndum. Sjögrenssjúkdómur er oftast talinn til svokallaðra „sjálfsónæmissjúkdóma“. Aðrir sjálfsónæmissjúkdómar eru t.d. sicca, (skortur á munnvatnsframleiðslu), blæðandi ristilbólga, Crohníssjúkdómur, haemolitic anemia (blóðleysi v. sjálfsónæmis gegn rauðum blóðfrumum), liðagigt, lúpus, M.S. og ótal margt fleira. Er hugsanlegt að sama læknisráð dugi við fleiri sjálfsónæmissjúkdóma? Getur verið að sjálfsónæmi stafi af því að einhver efnaskipti gangi ekki nægilega vel og þau megi e.t.v. laga með því að sniðganga þau efnaskipti, eins og í frásögninni hér á undan með B-6 vítamínið? Kvöldvorrósarolían er annað dæmi. Til eru margar frásagnir um að sjálfsónæmissjúkdómar  hafi lagast við að nota hana og/eða þorskalýsi. Spennandi væri að prófa pyridoxal-5-fosfat við einhverja áðurnefnda sjúkdóma, t.d. munnþurrkinn (Sicca) sem er hliðstæður Sjögrenssjúkdómi. Kannski heyrum við um eitthvað slíkt síðar meir. Geta lesendur e.t.v. frætt okkur um einhver ráð sem dugað hafa við því sem oftast er nefnt „sjálfsónæmi“.

Skortur á C-vítamíni og ófrjósemi
Undanfarna áratugi hefur barnlausum hjónaböndum fjölgað í flestum þróuðum löndum. Í mörgum ölfellum er þetta mikið böl fyrir viðkomandi einstaklinga, sem oft á tíðum grípa til allra ráða sem þeim getur hugkvæmst til að eignast barn. Stundum getur svokölluð glasafrjógun leyst úr vandanum en stundum má sennilega ná árangri með einfaldari og ódýrari hætti, ef mark má taka á frásögn í kanadíska tímaritinu „Health and Nutrition Update“ frá síðastliðnu sumri. Þar segir að vitað hafi verið frá árinu 1941 að mjög mikið af C-vítamíni sé í eistum karlmanna. Einnig er vitað að hjá ófrjóum mönnum er til muna minna af C-vítamíni í eistunum en eðlilegt geti talist. Þá er og vitað að ef sæðið er límkennt getur það valdið ófrjósemi og sé hægt að gera það minna límkennt aukast líkur á frjóvgun. Aukið C-vítamín í sæðinu gerir það minna límkennt og þar að auki eykur það magn þess, fjölda sæðisfruma og hreyfanleika. Það minnkar auk þess fjölda óeðlilegra eða gallaðra sæðisfruma. Gerð varð tilraun til að athuga hvort aukið C-vítamín í fæðu gæti hjálpað hjónum í barnlausum hjónaböndum, þar sem ekki hafði fundist nein læknisfræðileg ástæða fyrir ófrjóseminni. Tuttugu hjón tóku þátt í tilrauninni. Karlmennirnir voru látnir taka eitt gramm af C-vítamíni daglega í tvo mánuði. Til samanburðar voru tuttugu önnur hjón, sem eins var ástatt fyrir, en þar fengu mennirnir ekkert C-vítamín. Að tveim mánuðum liðnum voru hóparnir bornir saman. Allar konurnar í C-vítamínhópnum reyndust vera með barni en engin í samanburðarhópnum.

Heilbrigðari börn
Ekki er eftirsóknarvert að eignast börn ef þau fæðast veikburða eða vansköpuð. Í sömu heimild segir að rannsóknir sýni að karlmenn sem fá gnægð C-vítamíns í fæðu myndi heilbrigðara sæði en þeir karlmenn sem ekki fá nægilegt C- vítamín. Það kemur m.a. fram í því að erfðaefnið DNA í sæðisfrumunum verður frekar fyrir skemmdum sem valda stökkbreytingum. Það getur m.a. komið fram sem erfðagallar eða vanskapnaður á afkvæminu. Í rannsókn sem fór fram í Buenos Aires var sæði frá 24 mönnum rannsakað með tilliti til C-vítamíninnihalds og skemmda á erfðaefni. Þá kom í ljós að í sýnunum með minnsta C-vítamínsinnihaldinu (samsvarandi minna en 50-60 mg C-vítamíns notkun á dag) vorum skemmdir á erfðaefninu, DNA til muna algengari en í hinum sýnunum. Í sýnunum með færri erfðagalla jafngilti C-vítamínmagnið því að notaðar væru daglega tvær máltíðir sem innihéldu ávexti og þrjár máltíðir með grænmeti. Hversu margir Íslendingar skyldu uppfylla þetta skilyrði?

Læknandi efni í brjóski
I tímaritinu „The Choise“ kom nýlega grein eftir Robert W. Bradford og Henry W. Allen um læknandi efni sem m.a. finnast í brjóski þ.á.m. hákarlabrjóski. Robert W. Bradford er forstöðumaður fyrir The Badford Research Institute, sem er þekkt fyrir líffræðilegar rannsóknir og rannsóknir á efnaskiptasjúkdómum og ýmsu sem tengist þeim. Henry W. Allen er lífefnafræðingur. Þeir félagar eru í þann veginn að gefa úr bók um rannsóknir sínar og er efni greinarinnar í The Choice tekið úr bókinni. Þar segir að fjölsykrur sem nefndar eru „muco polysaccharíd“, og mætti e.t.v. nefna „slímsykrur“ á íslensku og finnast m.a. í ríkum mæli í brjóski hafi reynst afburða vel við ótal alvarlegum sjúkdómum. Ég sagði lítillega frá þessum fjölsykrum í grein um hákarlabrjósk (H.h. 1-2 tbl. ’92) en nú eru komnar miklu  ítarlegri upplýsingar. Það er einkum eitt þessara efna „condroitin sulfat“, sem rannsakað hefur verið. Þó ótrúlegt virðist við fyrstu sýn, þá lítur út fyrir að þetta og önnur skyld efni geti lagað eða læknað mikinn fjölda ólíkra sjúkdóma sem fátt eiga sameiginlegt nema það eitt að teljast til hrörnunarsjúkdóma. Condroitin sulfat hefur reynst vel við blóðrásartruflunum víðsvegar í líkamanum þ.á.m. í hjarta, lungum og fótum. Blóðrennsli var oft orðið eðlilegt innan 15 daga.

Í erfiðum tilfellum er efnið gefið beint í æð en annars í töflu formi. Það hefur einnig verið notað með ágætum árangri til að lækka of háa blóðfitu . Í einni athugun sem stóð 6-8 daga lækkaði heildar blóðfita um 30%, þar af kólesteról um 20%. Á sama tíma breyttist hlutfall „góða“ og „vonda“ kólesterólsins um 40-47% góða kólesterólinu í hag og einnig lækkaði hlutfall kólesteróls á móti fosfólipíðum. Aðrar athuganir sýna líkan árangur og sérstaka athygli vakti að sjúklingar með blóðrásartruflanir í heila löguðust í mörgum tilfellum. Einkenni, t.d. höfuðverkur, suð fyrir eyrum, óskýr málrómur o.fl. löguðust auk ýmissa annarra einkenna sem bendir til að ástand alls æðakerfisins hafi batnað. Breytingar til bóta komu einnig á hjarta- og heilalínuritum. Slímsykrumar draga einnig úr óeðlilega mikilli samloðun blóðflaga og eru þannig áhrifaríkt náttúrulyf gegn blóðtöppum í æðum. Condroitin sulfat og aðrar skyldar fjölsykrur virðast vera öflug vörn gegn meinvörpum frá illkynja æxlum í tilraunadýrum (rottum). Vísindamenn telja helst að það stafi af því að efnið hindri að æxlisfrumur geti fest sig við æðaveggina og farið að vaxa þar sem sjálfstæð æxli. Fleira gæti þó komið til en það bíður frekari rannsókna.

Því hefur verið haldið fram að heilbrigðar frumur geti búið þessar fjölsykrur til, þegar á þeim þarf að halda, en missi þennan hæfileika þegar eða ef þær breytast í illkynja frumur. Sé þetta rétt kann að vera að condroitin sulfat og skyld efnasambönd gegni mikilvægu hlutverki í að verja líkamann gegn því að fá krabbamein og ýmsa aðra sjúkdóma. Condroitin sulfat er einnig talið geta bætt liðagigt, gallsteina, heymardeyfð og minnisleysi að sögn höfunda greinarinnar. Sennilega fæst meira af þessu efni úr hákarlabrjóski en nokkurri annarri matvöru. Íslensk kona, sem sjálf er krabbameinssjúklingur er byrjuð að verka hákarlabrjósk fyrir sjálfa sig og aðra krabbameinssjúklinga sem til hennar hafa leitað. 1 framtíðinni verður trúlega hægt að fá hér á landi unnið hákarlabrjósk í belgjum, eins og nú þegar fást í Bandaríkjunum. Þegar blaðið var að fara í prentun frétti greinarhöfundur að erlent hákarlabrjósk fengist hér á Íslandi í Heilsubúðinni í Hafnarfirði.



Flokkar:Úr einu í annað