Áburður, meðferð og notkun hans

Hlutverk áburðar er að gera jarðveginn lifandi. Lifandi jarðvegur þýðir frjósamur jarðvegur, þe. að hann hefur ákveðna eiginleika, svo sem sjálfstýrt jafnvægi og hæfileika til framleiðni. Frjósemi getur verið frá náttúrunnar hendi eða áunnin með ræktun, oftast er hún þó hvorutveggja. Frjósamur jarðvegur eru mestu auðæfi búskapar og þarfnast stöðugs viðhalds til að hann glatist ekki.

Að gera jarðveginn frjósaman þýðir ein faldlega að skapa honum eiginleika hins lifandi efnis. Náttúran gefur okkur tvo möguleika til þess. Annar er að „lyfta“ jarðveginum upp, svo að loft og hiti (frost á vetrum) andrúmsloftsins geti leikið um hann. Þetta er hægt með jarðvinnslu og einnig með framræslu þar sem þess er þörf. Hitt er að gefa jarðveginum lifandi efni, sem er að brotna niður, eða með öðrum orðum að gefa lífrænan áburð. Þriðji möguleikinn er svo að gefa áburði og jarðvegi sérframleidd temprandi efni, sem unnin eru úr lækningajurtum. Svonefnda hvata.

Tegundir áburðar
Hafi maður sem markmið að „lífga“ jarðveginn, þá þarf að meta hin mismunandi áburðarefni eftir hæfileika þeirra á því sviði. Þau áburðarefni sem notuð eru í ræktun, eru upprunnin úr þrem ríkjum náttúrunnar: Steinaríkinu, jurtaríkinu og dýraríkinu. Hvert og eitt þessara þriggja stuðlar að lífsstarfsemi jarðvegsins. Steinefnaríkið gefur m.a. kalk, hráfosfat, kalí o.fl. Þessi efni hafa öll verið einhvern tíma þátttakendur í lífsstarfsemi, en fallið út og orðið steinrunnin. Þessi útfelling á sér alltaf stað, svo sem í eggjaskurn, beinum og skeljum, svo að dæmi séu tekin.

Sem áburðarefni hafa slík nýmynduð efni ýmsa kosti umfram hin steinrunnu, því að auðveldara er að koma þeim aftur inn í hringrás lífsins. Hin „eldri“ steinefni koma aðallega eftir að hafa veðrast, sem forðabúr fyrir jarðveg og plöntur. Á þennan hátt kemur nýtt efni inn í lífsstarfsemina. Þörfin fyrir slík steinefni er mjög mismunandi eftir jarðvegstegundum, td. þarfnast einhliða sand- eða mýrajarðvegur stöðugrar aðfærslu slíkra efna. Úr steinefnaríkinu eru einnig hin ,,tilbúnu“ áburðarefni, en þau draga venjulega úr hinni eðlilegu lífsstarfsemi jarðvegsins og koma því varla til greina í lífrænum ræktunarbúskap.

Úr jurtaríkinu kemur megnið af þeim efnum, sem skapa gróðurmold (humus) þ.e. hinn eiginlega lifandi hluta jarðvegsins. Grös jarðarinnar leggja til stærsta hlutann, þau brotna niður með vissum hraða. Ung og safamikil grös brotna fljótt niður, eldri og trénaðri seinna, en þau stuðla mest að myndun gróðurmoldarinnar. Gæði gróðurmoldar eru mjög háð köfnunarefnisinnihaldi þeirra jurta sem hafa myndað hann. Belgjurtir (og einnig húsdýraáburður) eru mjög rík afköfnunarefni og stuðla að góðri gróðurmold, trénaðar jurtir og jurtaleifar, svo sem kornhálmur, spænir o.þ.h. aftur síðri. Dýraríkið gefur m.a. húsdýraáburðinn, að hluta til saur og hluta þvag.

Allur húsdýraáburður örvar mjög umsetningu jarðvegsins, sérlega þó sauða- og hrossatað. Ferskur húsdýraáburður brotnar fljótt niður og gefur fljótt árangur í ræktun, en áhrifin ámyndungróðurmoldar eru minni. Sé húsdýraáburður settur í safnhaug ásamt mold (gjarnan mómold) eykst innihald hans af varanlegum moldarefnum.. Slíkur safnhaugaáburður hefur því meiri langtímaverkan. Þvag verkar fljótt, en stuðlar lítt að myndun gróðurmoldar.Úrgagnsefni sláturhúsa tilheyra einnig flokki þessum, og væri æskilegt að nýta þau til slíks í stað þess að fleygja þeim. Venjulega innihalda þau töluvert magn köfnunarefnis og fosfór.

Taflan hér á eftir sýnir innihald þessara efna í hundraðshlutum:
…………………………N…………….P
Blóðmjöl………..10-12%
Kjötmjöl………….8-12%………2-3%
Beinamjöl………..1-2%………12-13%
Kjötbeinamjöl….7-8%……….5-6%

Þá má ekki gleyma efnum eins og fiskimjöli og þangmjöli, en þau eru mjög góð sem áburðarefni. Fiskimjölið hefur svipað efnainnihald og kjötbeinamjölið, en þangmjölið er mjög auðugt af snefilefnum og ýmsum vaxtarörvanil efnasamböndum.

Meðferð áburðarins
Allur úrgangur frá búskap og garðyrkju þarf að hirðast og safna saman á hentugum stað þar sein hann verður ekki fyrir óþarfa efnatapi. Sjálft niðurbrotið tekur frá 1-3 mánuðum yfir sumarið, yfir veturinn gengur það hægt eða ekkert. Reynslan hefur kennt að það þarf að meðhöndla hráefnið rétt, svo að það geti sem fyrst farið að brotna niður. Umsetning næringarefnanna þarf að hafa náð því stigi, að þegar áburðurinn er notaður, sé hægt að gera það án þess að hætta sé á neikvæðum áhrifum á gróðurinn, svo sem uppskerurýrnun, gæðarýrnun vegna vaxtatruflandi efna, eða þá minnkandi mótstöðuafli gegn sníkjudýrum og sveppum.

Safnhaugagerðin
Örugg og þrautreynd aðferð til að breyta lífrænu efni í hentug næringarefni fyrir plöntur er safnhaugagerð. Allt lífrænt efni á að fara í gegnum safnhauginn á leið sinni til jarðvegsins. Þó þurfa að vera viss hlutföll milli einstakra hráefna. Hráefni safnhaugsins eru t.d. húsdýraáburður, jurtaleifar, matarleifar, fiski- og beinamjöl, þang og þari ásamt þaramjöli, hálmur, hefilspænir og sag, lauf, gras, hey, illgresi o.fl., mold ásamt áburðar- eða skeljakalki. Hæfilegur raki haugsins er 60-70%, en það er hann þegar ekki er hægt að kreista vatn úr honum, en maður finnur að hann er rakur.

Setja þarfhauginn upp þannig að hann sé léttur og loftmikill. Loftið er nauðsynlegt fyrir rétta umsetningu í haugnum. Stærð haugsins getur verið breytileg eftir magni hráefnisins. Því þyngra sem efnið er í sér, því minna ummál þarfhaugurinn að hafa. Venjulega eru gerðir stærri haugar í venjulegum landbúnaði en við garðyrkju. Í minni garðyrkjustöðvum og heimilisgörðum eru haugarnir venjulega settir upp með handafli, en í búskap og umfangsmeiri garðyrkju með vélum. Ummál safnhaugsins getur verið frá 1,5-2 metrar á breidd neðst, hæðin 1-1,5 metrar, en lengdin eftir magni hráefnis. Öllu hráefninu er síðan blandað saman eins vel og kostur er, þegar það er sett upp. Hér skulu tekin tvö dæmi um samsetningu safnhaugs:

Dæmi 1:
1 m3 eða 600-800 kg húsdýraáburður, nokkrar fötur af mold.
1-2 fötur af gamalli safnhaugamold, ef til er.
5 kg fiskimjöl
5 kg kjötmjöl
10 kg þang eða þaramjöl
1/2 m3 af þurri mómold eða 1 m3 af hálmi eða heyi.

Dæmi 2:
Jurtaleifar, svo sem gras, illgresi, matarleifar o.þ.h.
1 hvert hjólböruhlass er síðan látið:
1-2 skóflur af gamalli safnhaugamold
1 kg af kalki
1/2 kg fiskimjöl eða kjötmjöl
1 kg þang eða þaramjöl

Sé hráefnið mjög blautt þá er gott að setja 2-3 fötur afþurri mómold, eða dálítið af þurru heyi saman við. Að lokum er haugurinn smitaður með einum skammti af safnhaugahvötum og sett þunnt lag af mold utan á hann, og yst um 10-15 sm lag af þurru heyi, til að vernda hann gegn of miklum hita- og kuldasveiflum utanfrá. Hafi uppsetningin tekist vel, þá hitnar fljótt í haugnum, og eftir u.þ.b. eina viku er hitinn kominn upp í 30-40 stig sem er kjörhitastigið. Of kaldur haugur tapar miklu af verðmætum næringarefnum. Einnig ef haugurinn verður of heitur. Hitinn lækkar aftur eftir um einn mánuð og eftir 2-3 mánuði er fyrsta stigi niðurbrots hinna lífrænu efna lokið og við tekur uppbygging jurtanærandi efna, í formi safnhaugamoldar. Venjulega er haugurinn tilbúinn til notkunar eftir 3-6 mánuði.

Höfundur: Guðfinnur Jakobsson árið 1981



Flokkar:Umhverfið