Lífræn ræktun – tilgangur og leiðir

Grein nr. 1
Tilgangur lífrænnar ræktunar er að framleiða matvörur með aðferðum sem eru í samræmi við náttúruna og gefa heilbrigðar jurtir í hæsta gæðaflokki. Hversvegna þetta tal um gæði? Hvað eru gæði? Hvað þarf maðurinn að fá úr fæðunni? Í hinu daglega starfi garðyrkjumannsins eða bóndans þarf sífellt að spyrja sig: hvaða áhrif hefur þessi eða hin ræktunaraðferðin á gæði framleiðslunnar Ýmsar leiðir eru farnar til að ná því marki, sem fyrst er nefnt hér. Þær heita og ýmsum nöfnum, en hafa allar það sameiginlegt að nota aðeins lífræn efni til áburðar, og einungis í neyðartilvikum sé gripið til tilbúins áburðar eða lyfja. Sú ræktunaraðferð sem hefur einna lengsta reynslu að byggja á og þar að auki meir en 50 ára tilraunastarfsemi að baki í mörgum löndum og við mismunandi skilyrði er nefnd ,,biodynamisk“ eða lífmögnuð ræktun og er líklega útbreiddust, eða allt frá Norðurlöndum til Suður-Afríku, frá Ameríku í vestri til Ástralíu í austri.

Ræktunaraðferð þessi er í reynd ævagömul, eða jafngömul ræktunarsögu mannsins, en öðlaðist nýtt lífá þriðja tug þessarar aldar, er allmargir bændur og garðyrkjumenn snéru sér til austurríkismannsins Rudolf Steiner og báðu hann um leiðbeiningar er byggðu á raunverulegri þörf mannsins á fullkominni næringu. Í átta fyrirlestrum gaf hann leiðbeiningar þær er síðar hefur verið unnið útfrá. Kenningar sínar byggði hann á djúpstæðri þekkingu sinni á náttúruvísindum og á manninum sem andlegri veru í alheiminum. Margir ræktunarmenn, og ekki síst vísindamenn, hafa síðan bætt í þennan þekkingarsjóð með reynslu sinni og vísindalegum rannsóknum í öllum heimsálfum og við hinar ólíkustu aðstæður. Áhuginn fyrir endurnýjun á^ræktunaraðferðum hefur aukist mjög h$n síðari ár, sérstaklega eftir að menn fóru að sjá berum augum þau ýmsu vandamál, sem íylgja því að rækta eftir efnafræðilegum formúlum eingöngu, í stað þess að lesa sér til í bók náttúrunnar.

Kenning byggir á hugmynd, grundvallarhugmynd sem gengið er útfrá, hugmynd sem stuðst er við í starfi og í baráttu. Það getur verið ákveðin mynd af veruleikanum, eða ákveðnar hugmyndir um hvernig skuli vinna ákveðið verk. Oft eru fylgjendur ólíkra hugmynda í andstöðu hver við annan, en gætu oftar skipst á reynslu og niðurstöðum rannsókna, ef þeir viðurkenndu að ólíkar skoðanir geta stundum átt jafnmikinn rétt á sér.

Efnafræðilegar aðferðir, hin venjulega ræktunaraðferð sem ríkjandi er í dag, hefur líffræði og efnafræði sem grundvallarhugmynd að styðjast við. Geti maður skilgreint eitthvað með efnafræðilegum formúlum, finnst þeim, er hana aðhyllast, þeir hafa fastajörð undir fótum sér. Jarðvegurinn er rannsakaður og efnagreindur og útfrá því dregnar ályktanir um frjóserni hans. Tilbúinn áburður er borinn á og „kemísk“ lyf notuð gegn illgresi, sjúkdómum og sníkjudýrum. Gæðin eru einnig rannsökuð með efnagreiningu, því að næringarfræði og fóðurfræði hafa einnig efnafræðina sem bakgrunn.

Líffræðilega aðferðin, tekur annað viðhorf, svo sem innihald jarðvegsins af örverum, fjölda þeirra og tegundir. Fást á þann hátt mikilvægar upplýsingar um frjósemijarðvegsins, Að gefa áburðverður þar að færa örverunum og ánamöðkum næringu með lífrænum áburði: húsdýraáburði, safnhaugaáburði, plöntuáburði og fleiru. Sjúkdómavarnir verða spurning um hentugt umhverfi fyrir gróður, fyrirbyggjandi heilsugæsla og líffræðilegar varnaraðgerðir þar sem náttúrulegir óvinir sníkjudýra eru hagnýttir. Framleiðslan er metin eftir líffræðilegu gildi sínu, t.d. sem fóður handa húsdýrum. Með fóðurtilraunum er hægt að meta framleiðsluna, svo sem í vexti, þroska og mjólkurframleiðslu húsdýranna. A þann hátt má fá góða mynd af heildinni.

Aflfræðilegu aðferðina mætti nefna þá þriðju. Segja má að frjósemijarðvegsins liggi ekki eingöngu í innihaldi næringarefna, eða líffræðilegri starfsemi, heldur einnig í hæfileika hans til temprunar. Frjósamur jarðvegur hefur mikinn hæfileika til temprunar. Hann getur aðlagast ólíkum plöntutegundum, mismunandi veðráttu, miklum þurrki eða mikilli úrkomu. Hann getur fljótt tekið við miklu magni jurtaleifa eða miklum áburði. Hann getur einnig gefið góða uppskeru í nokkurn tíma með lítilli áburðargjöf. Hæfileiki jarðvegsins til temprunar er mælikvarði á skipulagða lífsstarfsemi. Áburðargjöf verður spurning um að gefa jörðinni hráefni og hvöt til þessarar lífsstarfserni. Í hvaða formi næringarefnin eru þegar þau eru færð jörðinni hefur því mikla þýðingu fyrir lífsstarfsemina og hæfileikajarðvegsins til eigin temprunar.

Ýmis efni þarf aðeins að gefa í litlu magni til að hafa mikil áhrif á möguleikajarðvegsins að nýta aðgengilegan orkuforða á skipulegan og samræmdan hátt. Sjúkdómarnir eru fyrst og fremst aðgerðir til að auka eigin viðnámsþrótt plantnanna. Hann getur verið arfgengur. Ýmsar matjurtategundir eru t.d. þolnar gegn sveppasjúkdómum.

Viðnámsþróttur getur einnig verið háður ytri skilyrðum. Ýmis ytri skilyrði geta einnig dregið úr viðnámsþrótti jurta, svo sem mikil vökvun, mikill köfnunarefnisáburður, næringarskortur, þurrkur of.fl. Það eru einnig mörg atriði sem styrkja jurtirnar, svo sem góð jarðvegsbygging, rétt sáðskipti, alhliða áburður, snefilefnaríkur áburður ásamt fleiru. Varnaraðgerðir eru fyrst og fremst fyrirbyggjandi. Í lífrænni (biodynamiskri) ræktun er hver þáttur metinn eftir áhrifum hans á heilbrigði og viðnámsþrótt jurtanna, Er dæma skal gæði afurðanna er gengið út ‘frá þeirri staðreynd, að það sem fyrst og fremst verður eftir í líkama okkar af því sem við neytum sé orkan, krafturinn í fæðunni.

Öllu öðru ,,brennum“ við eða skiljum út á einn eða annan hátt. Jafnvel af steinefnum skilar líkaminn álíka miklu frá sér og hann tekur inn. Það sem við nýtum öðru fremur úr fæðunni er orkan til að starfa, starfa sem menn, með öllu því er það inniber í hugsun, tilfinningu og viljaathöfnum. Þessar þrjár kenningar ná hver fyrir sig yfir hluta af sama veruleika. Þær eru hver fyrir sig einhliða, nema kannski sú síðasttalda, hún stendur okkur næst sem mannlegum verum. Við þyrftum að hafa allar þrjár til viðmiðunar og gera okkur grein fyrir möguleikum þeirra og takmörkunum.

Þetta er aðeins lítill sögulegur og fræðilegur bakgrunnur til umhugsunar, en meira er væntanlegt af hagnýtum atriðum í næstu blöðum Heilsuhringsins.

Höfundur: Guðfinnur Jakobsson árið 1979



Flokkar:Umhverfið

Flokkar/Tögg