Mataruppskriftir

Soðin hrísgrjón (hýðis). Blanda saman hrísgrjónum (soðnum) rauðrófu (soðinni og afhýddri), söxuðu grænkáli. Kryddað að vild t.d. með (haf)salti, karrý, turmerik. Jafnvel má setja útí saxaða tómata og papriku. Þetta má hafa bara svona heitt eða kalt, og einnig er gott að setja ost samanvið eða ofaná og baka í ofni.

Karrý-kássa. Kartöflur, gulrætur, rófur, kál eða bara kartöflur. Hita skal olíu í potti, síðan setja karrý, salt, turmerik og fl. eftir smekk út í olíuna og steikja það smá stund eftir því sem það er lengur í olíunni þeim mun sterkari verður kássan. Smátt skorið grænmetið er sett í pottinn. Hræra þarf af og til svo ekki brenni. Þegar það er vel steikt má setja örlítið vatn í og lok á pottinn og láta þetta gufusjóða þangað til meyrt. Gott er að bera fram flatkökur með þessu.

Bakaðir tómatar í ofni. Losa vel innan úr tómötunum, fylla þá að innan með maís osti og (haf)salti og baka þá síðan. Einnig má nota hvað sem gott þykir af öðru grænmeti t.d. aspas, ,,afganga af kássum eða annað sem til er í ísskápnum.

Skemmtilegur ostaréttur. (fyrir 4) Deig: 3 bollar sigtimjöl (blanda af heilhveiti og rúgmjöli fínt), (haf)salt og volgt vatn. Þessu skal hnoðað saman í kringlóttar kökur, og setja góðan ost inn í miðju og leggja saman tvær og tvær kökur með osti í miðjunni. Þær eru svo djúpsteiktar í olíu. Mjög gott með hrásalati, eða heitum réttum.

Eftirréttur. Hrísgrjón soðin í saltvatni. Karamella búin til úr (reyr) sykri sem bráðin er á pönnu, vatn sett í og soðið þangað til þykk sósa. Hrísgrjónin eru sett í skál og karamellunni er helt yfir meðan hún er lin og heit. Borið fram heitt með ís (og jafnvel bönunum)

Höfundur : Gunnur Gunnarsdóttir 1979



Flokkar:Uppskriftir