Þegar ég fer að finna vorlyktina í loftinu breytast matarvenjurnar hjá mér - ég þarf eitthvað létt og litríkt. Þetta er einn uppáhaldsárstíminn hjá mér í eldhúsinu, því ég hreinlega elska að útbúa salat. Það er mjög fljótlegt að skutla saman girnilegu salati í skál sem er auðvitað mjög praktískt í hraðanum sem við lifum í. Mér finnst salat líka kalla á brakandi ferskt hráefni sem er stútfullt af góðri næringu og trefjum. Það sem mér finnst...