Click on the slide!

Heilsa og hreyfing

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Click on the slide!

Kjörlækningar

Fróðleikur og þekking um óhefðbundnar lækningar

Click on the slide!

Skrif Ævars Jóhannessonar

Safn af bestu greinum Ævars frá síðustu áratugum

Click on the slide!

Annað

Öflug blanda af fjölbreyttum fróðleik

Frontpage Slideshow (version 2.0.0) - Copyright © 2006-2008 by JoomlaWorks

Greinar á vefnum eru alfarið á ábyrgð höfunda og þurfa ekki í öllum atriðum að túlka eða samræmast skoðunum ritnefndar- eða stjórnarmeðlima.

Viðhorf skapar vandræði Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Annað - Greinar og viðtöl
Skrifað af: Gunnar Rafn Jónsson, læknir   
júní 2017

Sagt er, að Einstein hafi sagt: „Þú leysir ekkert vandamál með sömu aðferðum og komu þér í vandræðin.“ Hvað getum við þá tekið til bragðs? Við rekum okkur skjótt á annan veruleika.  Viðnám skapar vandræði.

Slíkt þekkja stúlkurnar, sem gagnrýndu eigendur bíósins fyrir að greiða þeim lægra kaup en strákunum, blaðamennirnir, sem dirfðust að skrifa gegn skoðunum og hagsmunum eigenda, fórnfúsu réttlætissinnarnir, sem barist hafa fyrir Hagsmunasamtök heimilanna.


Ég hef þá sannfæringu, líkt og Margaret Mead, að lítill hópur upplýstra, hugsandi þjóðfélagsþegna eins og ykkar, lesendur góðir, geti breytt heiminum, öðru vísi gerist það ekki.

Hvaða þættir gætu þá hindrað bætt samfélag?

Ýmsir lestir og breyskleiki svo sem spilling, græðgi og óheiðarleiki

Breytni gegn betri vitund, heimska, vonleysi

Eigin hagsmunir umfram hag fjöldans

Skortur á ábyrgð

Skortur á gagnrýnni hugsun

Áróður fjármálaafla og fjölmiðla

Kreddur / innræting

Þrýstihópar

Við verðum að viðurkenna, að við höfum gert mistök, þotið áfram í „yfirborðsmennsku, skrumi, hræsni og umfram allt hugsunarleysi.“ Hvorki okkur, stjórnvöldum né embættismönnum hefur tekist að læra af fyrri mistökum. Rotin innri sem ytri kerfi hafa hindrað nauðsynlegar breytingar.


Því skulum við móta sameiginlegan grunn að nýju samfélagi, sýna samkennd, samstöðu og samvinnu.  Við öll viljum vita, hvert ferðinni er heitið. Sumum getur fundist margt vera öfugsnúið í okkar samfélagi líkt og í ævintýrinu um Lísu í Undralandi.  „Geturðu verið svo vænn að segja mér, hvaða leið ég á að velja héðan?“, spurði Lísa í Undralandi köttinn, sem svaraði að bragði:


„Það byggist nú heilmikið á því, hvert þú ætlar!“ Það er þitt frelsi í dag, lesandi góður.  Hvaða leið velur þú?  Hvert ætlar þú?Það er þitt val. Það er þín ábyrgð, bæði sjálfs þín vegna og samferðamanna þinna.


Frelsi  er margþætt. Tjáningarfrelsið er einn þáttur þess. Hverju þjóðfélagi er lífsnauðsynlegt, að einstaklingar hugsi sjálfstætt og geti tekið þátt í málefnalegum umræðum.


Nokkrir þættir hafa bein og óbein áhrif á viðhorf einstaklinga. Víðsýni er mikilvægt.  Virðing er annar þáttur. Innræting er sá þriðji, egóið fjórði og svo má lengi telja.


Í rauninni tel ég, að einstaklingur eigi ekki að trúa neinu, sem aðrir segja eða rita, fyrr en að vel ígrunduðu máli. Hann þarf að bera þessa nýju þekkingu saman við fyrri þekkingu og innsæi sitt. Þá fyrst getur hann mótað sér skoðun. Hann getur innlimað í gamla rammann, hafnað nýrri vitneskju ellegar tileinkað sér ný viðhorf.

Stundum vill brenna við, að menn bera ekki virðingu fyrir skoðunum annarra og vilja keyra andstæðinginn ( þann, sem hefur aðra skoðun ) í kaf. Hlutur egósins skipar þarna heiðursess. Þá koma setningar sem þessar: Ég hef rétt fyrir mér!  Þú ert alveg úti á þekju!  Það er ekkert sannað í þessum efnum!


Vissulega er vandlifað í þekkingaröflun. Upplýsingar, hvort sem þær líta dagsins ljós í töluðu eða rituðu máli, í fjölmiðlum eða á Veraldarvefnum, geta verið brenglaðar, óvandaðar, beinlínis villandi eða tilbúningur.Mörgum finnst þeir einir hafi séð sannleikann, finnst óhjákvæmilegt annað, en að fá alla á sitt band, án þess að hafa reynt að sjá hlutina frá sjónarhóli hins aðilans.

Skoðanirnar, sem þá er oft reynt að þvinga upp á viðmælandann eða andstæðinginn, eru oft gegnsýrðar af innrætingu og fordómum. Viðkomandi gerir sér stundum ekki grein fyrir hugsanavillu sinni, æðir áfram undir stjórn undirmeðvitundar, þar sem sjálfstýringin ríkir.


Vilt þú velja að taka ábyrgð eða tjá þig um það, sem þér finnst  miður fara í samfélaginu og koma með tillögur til úrbóta? Spurningin á jafnt við um þig og mig. Við gætum vitaskuld valið að sitja hjá og þegja, eins og þekkt er, að 80% aðila gera, þó að þeir viti af einhverju, sem betur mætti fara.Hvaða lausnir eru færar, ef við kjósum hins vegar að synda á móti straumnum og vinna að betra og réttlátara samfélagi?Ég nefni hér einungis dæmi um möguleg viðhorf og viðbrögð einstaklinga, heilbrigðisstétta, stjórnvalda og fjölmiðla.


Toltekinn, Don Miguel Ruiz, talar um hornsteinanna fjóra :

vera sannur í tali, hreinskiptinn, með sannleika og kærleik í fyrirrúmi

taka ekkert persónulega - það sem aðrir gera og segja, því þeir spegla sinn veruleika og sína drauma - ekki útsetja sig með því móti fyrir óþarfa leiða og áhyggjum

taka engu sem sjálfsögðum hlut, kryfja til mergjar, spyrja spurninga, sjálfan sig og aðra til þess að forðast misskilning og óróleika sálarinnar

gera alltaf sitt besta - það besta breytist vitaskuld, fer t.d eftir heilsufari. Sé ekki tekið tillit til þessa, er hætta á óvægnu sjálfsmati, sorg og eftirsjá.


Hvað geta heilbrigðisstéttir gert?

opna meira fyrir umræður um aukið samstarf milli þeirra sem stunda hefðbundnar, vestrænar aðferðir og hinna sem leggja stund á náttúrulegar leiðir

læra meira um næringarfræði, vitundina og umhverfið

æfa sig í mannlegum samskiptum og víðsýni, auka á samkennd og þroska hæfileikann að setja sig í annarra spor

sameinast um heildarlausnir, mótaðar af fjölmörgum innan geirans

skjólstæðingur fái rýmri viðtalstíma hjá lækni, útlistun á valmöguleikum og síðan verði komist að niðurstöðu með fullri virðingu og í sátt


Stjórnvöld sjái til þess að:

við fáum að kaupa heilbrigðar vörur, tryggja gæði og eftirlit

hvorki séu sett lög né reglugerðir sem hindra aðgang fólks að neyta hollrar fæðu, rækta hana eða flytja til landsins – bara af því að hún er holl og hefur virk efni til heilsubótar eða lækninga

fyrirtækjum og stofnunum sé ekki heimilt að greiða starfsfólki sínu lægri mánaðarlega upphæð en sem samsvarar framfærsluvísitölu.


Rök: það er engum hollt að vinna of lengi; afköst, árvekni, einbeiting og framleiðni minnka, streita eykst, minni tími fyrir börnin, tómstundir, menntun og gagnrýna hugsun

alvöru lýðræði ríki með gegnsæi, opið stjórnkerfi, þingmenn, ráðherrar og aðrir í leiðandi embættum fari á

heiðarleika námskeið

leiguíbúðir standi öllum til boða, svo að fjölskyldur þurfi ekki að steypa sér í skuldir og leiga verði sanngjörn


Fjölmiðlar:

leggi áherslu á uppbyggilegar og jákvæðar fréttir

efli gagnrýna hugsun

dragi úr eða hætti flutningi neikvæðra frétta, frétta sem espa  „Gróu á Leiti“, draga fram sorann og auka á óttann í samfélaginu

hugsi um hag heildarinnar, láti ekki tælast af þrýstihópum


Hér hef ég einungis tengt við þrjá af tólf þáttum hvers samfélags. Hinir eru: dómskerfið, efnahagsmál, grunnþjónustan-innviðir samfélagsins, listir, menntun,  samskipti, umhverfismál, vísindin, vitund og andleg mál. Viðhorfsbreytinga er þörf innan allra þátta í íslensku samfélagi.


Dalai Lama sagði: „Heimurinn þarfnast ekki fleiri aðila í metorðastigann. Veröldin er í brýnni þörf fyrir fleiri friðflytjendur, heilara, endurreisnara, sagnaþuli og boðbera hvers konar kærleika.“


Ágæti lesandi!  Vertu í för um framtíð lands! Núna er rétti tíminn fyrir gagnrýna hugsun og markvissar áætlanir um betra samfélag. Sýndu samstöðu og kjark í verki. Þú þarft bara að hafa sannfæringu, þor, þolgæði, ljós og kærleika í hjarta. Ég veit, að okkur tekst. Við gerum þetta saman. Sameinumst um glæsta framtíð í heilbrigðu, réttlátu og kærleiksríku samfélagi. 

 

Skráning á póstlista


Nafn:

Email:

Find us on Facebook

Leit