Click on the slide!

Heilsa og hreyfing

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Click on the slide!

Kjörlækningar

Fróðleikur og þekking um óhefðbundnar lækningar

Click on the slide!

Skrif Ævars Jóhannessonar

Safn af bestu greinum Ævars frá síðustu áratugum

Click on the slide!

Annað

Öflug blanda af fjölbreyttum fróðleik

Frontpage Slideshow (version 2.0.0) - Copyright © 2006-2008 by JoomlaWorks

Greinar á vefnum eru alfarið á ábyrgð höfunda og þurfa ekki í öllum atriðum að túlka eða samræmast skoðunum ritnefndar- eða stjórnarmeðlima.

Að húka er rétt aðferð við að kúka Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Heilsa og hreyfing - Ýmislegt
Skrifað af: Ingibjörg Sigfúsdóttir   
mars 2015

Líkamsstellingin; að sitja á hækjum sér með hæla á gólfi setur ökkla hné og mjaðmir í fulla virkni. Stellingin teygir á flestum vöðvum frá iljum til hnakka. Yfirleitt er ekki þörf  á mjaðmaliðaskipta aðgerðum í löndum þar sem setið er á hækjum sér við hægðalosun nema ef um slys er að ræða.  Sérfræðingar segja að vestræn salernis-menning hafi útrýmt réttu leiðinni við hægðalosun.

Vísindamenn í Stanford háskóla (Scientists at the Stanford University Pelvic Floor Clinic ) benda á að mannslíkamanum sé eiginlegt að húka við að kúka (sitja á hækjum sér) en sé ekki ætlað að sitja í vinkilstellingu á salerni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að röng og óeðlileg stelling við losun hægða veldur botnlangabólgu, krabbameini í ristli, bólgusjúkdómum í þörmum, kviðsliti, poka eða totum og gyllinæð.  „Gyllinæð er einn af algengustu kvillum sem hrjá mannfólkið“ sagði Jóhannes Gunnarson læknir í viðtali í Heilsuhringnum árið 1989. http://heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=444:fimmtiu-prosent-fimmtugra-og-eldri-fa-gyllinaee&catid=6:likaminn&Itemid=19

 

Mörg önnur heilbrigðisvandamál tengjast rangri stellingu.

Árið 2003 gerði hópur vísindamanna rannsókn á áhrifum líkamastöðu við hægðalosun. Þátttakendur voru 28 sem skipt var í þrennt. Einn hópur var látinn nota lág salerni,  annar hópur notaði há salerni og þriðji hópurinn sat á hækjum sér við að kúka. Vísindamennirnir komust að því að auðveldast var og mínútu styttri tíma tók fyrir þátttakendurna sem húktu að hægja sér.

 

Að sitja á hækjum sér við hægðalosun auðveldar og hraðar útskilnaði.

 

 

Þegar fólk stendur ýtast þarmarnir upp á móti endaþarmsvöðvanum  eins og sést á þessari mynd. Endaþarmsvöðvinn myndar ól í kringum þarmana á mótum endaþarms og bakraufar.  Að setjast niður slakar aðeins að hluta til á þessum vöðva.  En að húka á hækjum sér slakar að fullu á endaþarmsvöðvanum og þá réttist úr ristlinum svo að fullkomin losum getur átt sér stað.

 

 

 

Það er eðlileg lífeðlisfræðileg stelling að húka á hækjum sér við að kúka segir Anish Sheth, MD, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum.  Það einfaldlega skilar saurnum beint út úr ristlinum og:

Kemur í veg fyrir að uppsafnaður úrgangur valdi hættu á krabbameini.

Varnar því að úrgangurinn leiti til baka og mengi mjógirnið.

Verndar fyrir álagi á blöðruhálskirtil, þvagblöðru og taugar í nára.

Hjálpar konum við eðlilega fæðingu og varnar álagi á móðurlíf.

 

Anish Sheth er höfundur bókanna:  What‘s Your Poo Telling You? og What´s Me Pee Telling Me?

 

Margt sem hér hefur komið fram er endursagt úr grein af síðunni: ,,Healthy Food House your sours for optimal Healt“  slóðin er: http://www.healthyfoodhouse.com/what-is-the-proper-way-to-poop/

 

Hér er tveggja mínútna vídeó sem sýnir vel áhrif húka stellingarinnar á  líffæri neðst í kviðarholi: https://www.youtube.com/watch?v=s7arvdcLWkY

 

Fleiri síður skrifa um sama efni: What Is The Proper Way To Poop?

http://www.the-open-mind.com/what-is-the-proper-way-to-poop/

 

 

Á þessari slóð eru myndir af skammelum til að setja fyrir framan klósett svo hægt sé að sitja í húka stellingunni sem talað er um í greininni:  https://www.etsy.com/listing/190601782/high-poop-stoop-13-toilet-squat-stool?utm_source=OpenGraph&utm_medium=PageTools&utm_campaign=Share

Hér er önnur gerð af fótaskammelum í sama tilgangi: www.squattypotty.co.uk/.

 

 

 

Skráning á póstlista


Nafn:

Email:

Grein af handahófi

Find us on Facebook

Leit