Click on the slide!

Næring

Fjölbreytt fæða og fæðubótarefni eru grunnurinn að heilbrigðu líferni

Click on the slide!

Kjörlækningar

Fróðleikur og þekking um óhefðbundnar lækningar

Click on the slide!

Heilsa og hreyfing

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Click on the slide!

Skrif Ævars Jóhannessonar

Safn af bestu greinum Ævars frá síðustu áratugum

Click on the slide!

Annað

Öflug blanda af fjölbreyttum fróðleik

Frontpage Slideshow (version 2.0.0) - Copyright © 2006-2008 by JoomlaWorks

Greinar á vefnum eru alfarið á ábyrgð höfunda og þurfa ekki í öllum atriðum að túlka eða samræmast skoðunum ritnefndar- eða stjórnarmeðlima.

LÍFSLEIKNI – Tilfinningar, áhrifavaldar í lífi okkar! Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Annað - Hugur og sál
Skrifað af: María Jónasdóttir leiðsagnar-og heilunarmeðferðaaðili   
október 2012

 

Tilgangur greinar

Skilja tilfinningar okkar!

a. Hvaðan þær koma?

b. Hvers vegna þær eru til staðar?

c. Hvernig við getum unnið með þær okkur sjálfum og öðrum til góðs!

 

Hvað eru tilfinningar okkar?

Tilfinningar okkar er það sem er ,,forritað” í taugakerfi okkar.

Tauga ,,kerfið” okkar getur verið í lagi, í einhverju ólagi eða í miklu ólagi.

 

Hvernig mótast tilfinningar okkar?

Þær getað komið frá foreldrum okkar, í gegnum DNA, erfðaefni þeirra, til okkar við fósturmyndum

Þær geta komið með sál okkar og þá sem verkefni í lífinu til að vinna úr og þróa þannig sál okkar

Þær ,,stimplast” inn í taugakerfi okkar í lífinu, úr umhverfinu og því hvernig við bregðumst við umhverfinu á hverjum tíma.

 

Hvernig fáum við áhrif út umhverfinu?

Við tökum stöðugt við – hlöðum inn (download) upplýsingum úr samskiptum úr umhverfinu.

Erfið samskipti ,,hlaðast inn” á taugakerfi okkar ef við leyfum þeim það!

 

Hvernig getum við spornað við því?

Með því að taka ekki inn á okkur það sem aðrir segja og gera eða segja ekki eða gera ekki!

Ef neikvæð samskipti eru í uppsiglingu þá spyrja sig í rólegheitunum hvað sé að gerast

,,Hvers vegna hegðar viðkomandi sér á þennan hátt?”  Um 3 svör er að ræða við þeirri spurningu.

 

Hegðun annarra í okkar garð!

a. Viðkomandi líður sjálfum illa, eitthvað er ekki eins og það á að vera í samskiptum við okkur að mati viðkomandi

b. Við höfum sannarlega til þess unnið að fá ,,áminningu” og ,,ábendingu” um eitthvað sem betur mætti fara.

c. Við urðum á vegi viðkomandi til þess að hjálpa viðkomandi að komast í gegnum erfiðleika, misskilning, andlega eða líkamlega erfiðleika.  Okkur er ætlað að vera til staðar á þeim tímapunkti eða til lengri tíma.

 

Hvernig eyðum við neikvæðum tilfinningum okkar?

Með því að samþykkja þær.

Viðurkenna tilvist þeirra og þá eyðast þær

Ef við forðumst þær – þá hlaupum við undan þeim og þá getum við ekki eytt þeim. Við verðum að horfast í augu við þær (finna þær), með ást, og þá púff!!!  Þær gufa upp, missa máttinn í taugakerfi okkar því þá hafa þær ekkert haldreipi lengur!

 

Hvernig ,,hreinsum” við taugarnar?

Það er til barnaleikur þar sem hópur barna leikur saman.  Einn ,,er hann” og leitar að hinum og þegar einhver finnst þá er sagt ,,sá þig”, ,,fundinn” og þá er viðkomandi úr leik!

Ef við ,,finnum” orsökina þá verður orsökin ,,úr leik” – leysist upp innra með okkur og við verðum “heil” – ,,heilbrigð” í öllum skilningi þess orðs!   Þetta er eins og finna skjal í tölvunni og eyða því (delete).  Það verður ekki lengur til staðar!

 

Sálin okkar gegn ,,Egó-inu” okkar?

Sálin okkar erum við í jákvæðri mynd; það góða sem í okkur býr og það góða sem við viljum læra í lífinu til að þroska sál okkar

,,Ego-ið erum við í neikvæðri mynd; þar sem sjálfelska, sjálfmiðuð hugsun, ræður ríkjum.

Sálin okkar erum við í jákvæðri mynd; það góða sem í okkur býr og það góða sem við viljum læra í lífinu til að þroska sál okkar

 

,,Neikvæða ÉG”?

Við þurfum að hafa egó ,,ÉG” til að lifa af; hafa hugsun á því að útvega okkur húsnæði og fæði til að lifa af í veröldinni.

,,Neikvæða ÉG” er það þegar við troðum á öðrum til að ná okkar fram.  ,,Neikvæða ÉG” eyðileggur fyrir okkur og er andstætt því sem sálin okkar vill.

,,Neikvæða ÉG” fylgdi okkur mögulega í   gegnum DNA okkar, ættararfur okkar!

,,Neikvæða ÉG” nærist af neikvæðum mynstrum í lífi okkar; erfðamynstri eða áunnu neikvæði mynstri; einhverju sem við höfum tileinkað okkur.

Neikvæðum gildum okkar – eða öllu heldur gildisleysi okkar – markmiðsleysi okkar.  Ef við veltum um í ólgusjó, stefnulaus, þá á ,,Neikvæða ÉG-ið” svo auðvelt með að ná tökum á okkur!

,,Neikvæða ÉG”?

Hætta að nota ,,Neikvæða ÉG” í merkingunni: ÉG, UM MIG, FRÁ MÉR, TIL MÍN.   Ég þarf, mig langar, ég ætla....Allt snýst um mig!!!  Aðrir gleymast!!!

Hætta að segja ,,ÉG”.  Því ofangreinda ,,Neikvæða ÉG-ið“ nærir egó-ið okkar sem er í raun alveg sama um okkur!  Egó-ið vill sitt, hér og nú, og er alveg sama hvaða afleiðingar það hefur!

 

Hversvegna höldum við í ,,Neikvæða ÉG-ið”?

Vegna þess að ef við sleppum tökum á slæmu siðunum okkar, ósiðum okkar, þá finnst okkur við vera í lausu lofti!  Okkur finnst við ekki hafa haldreipi í lífinu.  Þess vegna verður við að grípa fyrst í ,,Jákvæða haldreipið okkar” og sleppa hinu þegar við erum komin með fast handtak!  Þá finnum við líka léttinn og ánægjuna með okkur SJÁLF (SJÁLF=SÁL.  SAMA ORÐIÐ!!!) yfir því að hafa tekist að SLEPPA!   Sleppa hendinni af því neikvæða í lífi okkar!

 

Eyðing ,,Neikvæða ÉG-sins”?

Byrja að segja ,,VIД.  Eigum við að elda, eigum við að fara í göngutúr, finnst þér að við ættum að...

Væri ekki gott fyrir fjölskylduna ef við...

Væri ekki gott fyrir vinnustaðinn ef við...

Væri ekki gott fyrir heiminn ef við...

 

Jákvæða ,,ÉG”?

Sálin okkar vill okkur vel og dregur fram það góða í okkur, þið ,,Jákvæða ÉG”

,,Jákvæða ÉG og Neikvæða ÉG berjast um völdin inni í okkur.  Þegar við þroskumst þá er það vegna þess að ,,Jákvæða ÉG” vinnur fleiri sigra í glímuhringnum!

 

Það jákvæða er:

Að ef Egó-ið, sálin og hugurinn stefna allir að sama jákvæða markmiðinu þá getur Egó-ið hjálpað til við að ná markmiðinu.  En þetta gildir eingöngu ef um jákvætt markmið er að ræða.  Einfalt dæmi er t.d. Íþróttamaður sem vinnur með að ná árangri fyrir sjálfa/n sig og/eða heild.  Annað dæmi: Jákvæð uppfinning, sem getur ýtt undir Egó viðkomandi, en er góð fyrir mannkynið!

 

Jákvæða ,,ÉG”?

,,Jákvæða ÉG” er ást!

Við erum öll ást!

Hvaða ást erum við að tala um hér?

Elska okkur eins og við erum og leitast við að elska aðra eins og þeir eru.

Koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

Við erum öll að læra á lífið og allt hefur sinn tilgang.  Ef við bregðumst við umhverfinu af ást þá skilar sú ást sér til okkar til baka og við þráum öll ást því eins og blóm þarf vökva til að nærast þá þurfum við ást til að lifa.

 

Jákvæða ,,ÉG”?

,,Jákvæða ÉG” er að segja:

,,Ég er góð manneskja”

,,Ég elska mig sem manneskju og ég leyfi mér að takast á við það sem kemur inn í líf mitt og læra af því”

,,Ég elska allt sem lifir og sýni því virðingu”

,,Ég er hluti af heild, hluti af því sem er og ég leyfi mér að dvelja í þeirri heild og njóta þess að vera til.

 

ÁST

Er eins og tveir vatnsdropar sem tengjast.

+

Ást er margir vatnsdropar sem tengjast =VIÐ t.d.fjölskylda.

+  +  +

Hjarta er eins í lögun og 2 vatnsdropar sem snertast/tengjast – tengsl frá einni manneskju til annarrar.

 

Þú, ég og allir hinir eru 70% vatn, sem tengjast vatni heimsins sem umlýkur allt!

 

EF við meiðum aðra þá meiðum við okkur sjálf, við erum ein heild!  Ást er lykill að hamingju, velferð, sálarfriði og friði á jörðu.  Erum við ekki öll að leita að því?

Hvernig er lítur þinn dropi út?  Sléttur tær og fallegur, einlægur, hreinskipinn, formfagur og tær?

Þú getur haft þig, þinn dropa, eins og þú vilt – þú hefur val um það!

 

Endurnýjun – ,,viðgerð” taugakerfis

Hvernig finnur við okkur SJÁLF?

Með því að læra að ná hugarró með því að hugleiða – sitja í kyrrð og hlusta á sjálfa/n sig.  Slík aðferð er okkur öllum eiginleg við þurfum bara að læra að nota hana eins og við þurfum að læra að hjóla og síðan þegar því er náð þá getum við hjólað alla tíð án umhugsunar!

Finna svörin

Þegar við erum búin að æfa okkur í og læra að öðlast innri ró þá “finnum” við svör við öllu innra með okkur.  Því öll svör eru í “hafsjónum” sem við erum hluti af.  Svörin eru öll innra með okkur, við þurfum bara að fá lykilinn að dyrunum að svörunum.

Hver er með lykilinn? Hvar er hann?

Hann er innra með okkur en við finnum hann ekki og fáum hann ekki afhentan nema við séum tilbúin að leita eftir því að fá hann afhentan.  Hann liggur inni í okkur og bíður eftir því að við gefum okkur tíma til þess að sækja hann!  Hann er ekki annarsstaðar – hann er ekki fyrir framan okkur – hann er inni í okkur!

Hversvegna lendum við í mótþróa?

Til þess að við stöldrum við, skiljum betur lífið og tökum til í lífinu okkar!   Sjúkdómur er til að mynda viðvörunarbjalla til að segja okkur að bregðast við!

Til þess að við sjáum það góða í lífinu.

Til þess að kalla fram þakklæti hjá okkur yfir lífinu.  Þakka fyrir það smáa, þakka fyrir allt!  Þakklæti er nátengt ást og kærleika.

Neikvæð samskipti, sjúkdómar og hindranir eru leiðir að heilbrigði, ef við bregðust við!  Leiðir að því að hafa heilbrigðri sál í hraustum líkama!

 

Stjórn á eigin lífi

Nærum sálina okkar, leitum jafnvel til æðri máttar, þegar og ef okkur finnst við þurfa á því að halda.  Við erum hluti af alheimsorkunni, því sem er.  Við erum ekki aðskilin – við erum hluti þess sem er í tilvistinni. Um leið og við skiljum það þá verðum við aldrei ein á báti í neinu sem við tökum okkur fyrir hendur, skilningur á aðstæðum og líðan okkar birtist okkur og við meðtökum það sem birtist okkur, vinnur rétt úr því, lærum af því og við einfaldlega eigum betra og gæfuríkara líf!

Höfundur: María Jónasdóttir, leiðsagnar-og heilunarmeðferðaaðili.

Bókin Lífsleikni eftir Maríu Jónsdóttur kom út síðastliðið sumar og er í raun allsherjar hugmyndabanki um það hvernig hver og einn getur orðið leiknari í lífinu

Tilgangur handbókarinnar Lífsleikni er að taka saman og koma með hugmyndir um hvernig hægt er að bæta lífið, einfalda það og sjá það í nýju ljósi. Í bókinni eru settar fram fjölmargar leiðir til að verða hæfari, skilvirkari, betri og hamingjusamari manneskja og verða þannig virkari þátttakandi í að skapa hamingjusamara samfélag, öllum til aukinnar velferðar! Því að í raun erum við öll nemendur hér á jörðinni og leggjum okkur fram við að læra á lífið.

Bókin er uppflettirit fyrir alla, þar á meðal nemendur og leiðbeinendur. Í bókinni er komið inn á fjölmörg svið, má þar nefna heimspeki, vísindi, menntun, trú, félagsfræði, sálfræði. Einnig andlega og líkamlega velferð. Í bókinni er vel útfært kennsluefni sem er tilvalið að styðjast við í kennslu flestra námsgreina í grunn-og framhaldsskólum. Hún svarar flestum spurningum sem kunna að vakna um tilvist okkar hér á jörðu og opnar augu fyrir þeim þroskaskrefum sem hver og einn ætti að stíga í þeim tilgangi að geta borið samfélagslega ábyrgð og látið gott af sér leiða.

Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Sími: 858-5900  Heimasíða: www.allir.is

 

 

 

 

 

 

Skráning á póstlista


Nafn:

Email:

Find us on Facebook

Leit