Click on the slide!

Næring

Fjölbreytt fæða og fæðubótarefni eru grunnurinn að heilbrigðu líferni

Click on the slide!

Kjörlækningar

Fróðleikur og þekking um óhefðbundnar lækningar

Click on the slide!

Heilsa og hreyfing

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Click on the slide!

Skrif Ævars Jóhannessonar

Safn af bestu greinum Ævars frá síðustu áratugum

Click on the slide!

Annað

Öflug blanda af fjölbreyttum fróðleik

Frontpage Slideshow (version 2.0.0) - Copyright © 2006-2008 by JoomlaWorks

Greinar á vefnum eru alfarið á ábyrgð höfunda og þurfa ekki í öllum atriðum að túlka eða samræmast skoðunum ritnefndar- eða stjórnarmeðlima.

Eitraðir málmar og rafsegulsvið. Er samvirkni þar á milli? Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrif Ævars Jóhannessonar - Greinar
Skrifað af: Charles Masur m.d. - Ævar Jóhannesson þýddi   
Vor 2012

Formáli þýðanda
Í tímaritinu Townsend Letter í janúrar 2012 er grein um rafsegulóþol. Vegna þess að lítill
vafi er á að mikil þörf er á að fræða fólk almennt um rafsegulmagn og það sem oft er nefnt
rafsegulóþol fannst mér rétt að snúa þessari grein á íslensku til að auðveldara sé fyrir
almenning að gera sér grein fyrir hvað átt er við þegar talað er um þessa hluti. Þar á ég t.d.
við þegar rætt er um svokallaða ,,áru” sem ég er alls ekki sáttur við að nota sem þýðingu á
orðinu ,,electromagnetic radiation” eða ,,jarðáru”, ef talið er að geislun komi upp úr jörðinni.
Þjóðverjar nota orðið ,,Erdstrahlung” sem á íslensku yrði jarðgeislun, sem ég mæli með að
notað verði í íslensku. Orðið ,,ára” er allt annars eðlis þ.e. geislablik sem ófreskt fólk telur sig
sjá umhverfis fólk, einkum höfuðið og er af sumum talið merki um andlegan þroska. Þetta orð
er komið úr latínu (aura) og á lítið skilt við rafmagnsfyrirbæri.
Greinin er að mestu óstytt og skýrir sig sjálf.
Þýðandi

Kynning greinarhöfundar

Margskonar rafmagnstæki eru hluti af lífi okkar allra og stöðugt eykst hættan á því að verða
fyrir rafsegulgeislun af einhverju tagi. Eitraðir málmar menga sífellt meira og meira loft,
vatn, jarðveg og fæðuna. Bæði rafmengun og sumir málmar hafa áhrif á heilsuna og sannanir
eru fyrir því að áhrif frá hvoru tveggja til samans geta verið langtum meiri en af öðru
hvoru, þungmálmum eða rafmengun hvoru í sínu lagi.

Rafsegulgeislun


Kyrrstætt rafsvið er í sjálfu sér skaðlítið og hefur litla möguleika til að þrýsta sér inn í
líkamann. Rafhleðslur á hreyfingu mynda bæði rafsvið og rafsegulsvið, EMR. Rafsegulsviðið
þrýstir sér gegnum flesta hluti, þ.á.m. okkur sjálf og gæti haft neikvæð áhrif á heilsu okkar.
Rafsegulsvið getur bæði verið ójónandi eða haft jónandi verkun. Dæmi um ójónandi
rafsegulsvið eru t.d. mjög lágar tíðnir eins og rafstraumur fyrir heimilisnot og þá um leið
háspennulínur. Dálítið hærri tíðni er á ýmiskonar útvarps og fjarskiptatækjum, þráðlausum
símum og örbylgjutækjum og örbylgjusendum. Dæmi um jónandi rafsegulsvið eru
röntgengeislar og gammageislar.
Sáralítil hitamyndun fylgir lágu tíðnunum t.d. raflínum til heimilisnota. Hærri tíðni t.d. notuð
í örbylgjusímum, örbylgjuofnum og þráðlausum innanhússímum geta valdið töluverðri
hitamyndun í líkamsvefjum (t.d. inni í höfuðkúpu þess sem talar lengi í farsíma sem liggur
fast við höfuðið – innskot þýð.)
Rafsegulbylgjur í sýnilegum hluta litrófsins og einnig utan við sýnilegt ljós, bæði í innrauðu
og útfjólubláa hluta þess hafa hitaáhrif með því að örva rafeindir í atómum efnisins. Jónandi
geislun getur brotið sundur efnafræðilegar bindingar, skaddað DNA erfðaefnið í lífverum og
valdið alvarlegum skaða t.d. stökkbreytingum, krabbameini og dauða.
Skynsamleg varúðarráðstöfun væri að álíta að allar rafsegulbylgjur geti verið skaðlegar fyrir
lífverur og haft óheppileg áhrif á líf og heilsu einstaklinga.

Rafsegulbylgjur geta haft áhrif á fjöldan allan af kerfum í líkamanum. Þar má t.d. nefna
ónæmiskerfið og hvernig það starfar, blóðflæðið í heilanum, hvernig frjálsar stakeindir safnast
saman í frumum og meiri þrúgusykur er í blóði fólks með sykursýki 2 en í öðru fólki.
Eftir meira en 35 ára baráttu á ritvellinum er nú orðið ljóst að rafsegulbylgjur og sérstaklega
bylgjur af mjög lágri tíðni (heimilisrafstraumur ofl.) eru, eða geta verið krabbameinsvaldandi,
samkvæmt áliti Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna árið 2002, sem ályktaði svo.

Eitraðir málmar

Vísindamenn við stofnun sem metur og fylgist með eitruðum efnum og áhrifum þeirra á
heilsufar og sjúkdóma (The agency for Toxic Substances and Disease Registry) telur arsenik,
blý, kvikasilfur og kadmíum í þessari röð hættulegustu efnin sem við umgöngust.
Sennilega er arsenik best þekkt sem meindýraeitur. Ólífrænt arsenik er í fjölda iðnaðarvara
og er einnig þekkt fyrir að menga neysluvatn. Lífrænt arsenik (t.d. arsenobetain) hefur fundist
í ætisveppum, fiski og saltfiski. Það er talið minna eitrað en það ólífræna, enda þótt það hafi
verið notað í hernaði.
Kadmíum getur mengað jarðveg, uppskeru og skelfisk meðal ýmissa annarra matvöru.
Kadmíum hefur verið tengt við krabbamein og króníska sjúkdóma sem rænir líkamann
zinki en tilgáta er að zinkskortur valdi óeðlilega hraðri öldrun. Blý er hérumbil allstaðar
í umhverfinu og hefur fjölþætt not í iðnaði. Lengi hefur verið vitað að það er skaðlegt
heilsunni og hefur fjölþættar eiturverkanir, einkum fyrir börn. Þar á meðal eru áhrif á
taugakerfið, á getu til að læra og á hegðun barna.

Kvikasilfur finnst í náttúrunni á ýmsum stöðum. Á síðari árum hefur það greinst í
nokkrum fæðutegundum, einkum ákveðnum matfiski (þar að auki fær fólk í sig kvikasilfur
úr ,,amalgam” tannfyllingum sem eru að hálfu úr kvikasilfri. Innskot þýð.) Þessi matfiskur
hefur einnig skaðleg áhrif á heilsuna. Nefna má krabbamein, króníska sjúkdóma og óeðlilega
hraða öldrun.

Blóð, þvag, hár og saur, ásamt drykkjarvatni og fæðu eru efnagreind með tilliti til þessara
eitruðu efna, sem búið er að nefna hér. Þessar efnagreiningar gefa upplýsingar um hvað við
fáum og hvað við losum okkur aftur við af þessum efnum og hvað af þessu við höldum eftir í
líkamanum, ásamt hugsanlega öðrum eitruðum efnum. Flestar hefðbundnar rannsóknarstofur
gera greinarmun á lífrænu og ólífrænu arseniki og kvikasilfri en þetta bætir dálitlum kostnaði
við tiltölulega ódýrar efnagreiningar.

Streita vegna oxunar

Oxun er efnaferli sem flytur rafeindir frá einu efni til annars og getur þetta leitt af sér myndun
svokallaðra ,,stakeinda”. Streita vegna oxunar verður þegar ójafnvægi er á milli myndunar
og eyðingar á virkum súrefniseindum, stakeindum eða peroxíðum (ROS, e.d. peroxdes, free
radicals). Rafsegulmengun eykur streitu vegna oxunar og eyðir þá ensímum sem hindra
stakeindamyndun (superoxiðdismutasi, katalasi, glutathionperoxidasi, Q-10 og melatonin.)
Streita vegna oxunar getur bæði verið gagnleg og til skaða. Hún er auka- eða viðbótar-
afurð margra langavarandi sjúkdóma. Samt sem áður getur skammvinn streita vegna
sýkingar hjálpað ónæiskerfinu til að sigrast á sjúkdómsvaldinum. Að vissu marki getur
oxunarstreita verið mikilvæg til að hindra ótímabæra öldrun. Í litlum mæli geta streituvaldandi
efnasambönd verið hvati til aðlögunar gagnvart utanaðkomandi áreiti sem ávallt verður fyrr
eða síðar.

Glutathion er helsta andoxunarsameindin sem frumurnar mynda og megin oxunarvörnin innan
rauðra blóðfrumna. Melatonin, fyrir utan marga aðra mikilvæga eiginleika, er nánast allstaðar
nálægt sem kröftugt andoxunarefni – sérlega mikilvægt í kjarna frumanna til að varðveita
erfðaefnið DNA og erfðaefnið í mitokondrunum, orkuveitum frumanna fyrir óæskilegri oxun.
Þessu til aðstoðar koma svo C og E-vítamín.

Oxunarstreitu má finna með því að greina glutathion í blóðvatni og rauðum blóðfrumum.
Áhrif af eitruðum málmum eins og arseniki, kadmíum, blýi og kvikasilfri eru
tengd því að þeir stuðla að myndun stakeinda. Andoxarar eins og glutathion og
melatonin vinna að því að verja okkur fyrir þessum eitruðu súrefnis stakeindum.
Oxunarstreitu má einnig draga úr með því að ,,kelat”-binda þessi efni (sjá grein um
Alzheimersjúkdóm þýdda af Æ.J. á slóðinni http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?
option=com_content&view=article&id=614:alzheimer-sjukdomur-er-til-laekning-a-
honum&catid=27:greinar&Itemid=22), með því að nota CaNa2 EDTA (Ethylon diamintetra
ediksýru calcium dianatriumsalt) eða British Anti Sewisite (BAL) eða natrium 2,3
dimercaptopropan 1-sulfonat (DMPS) eða meso dimercaptosuccinsýra (DMSA).

Samvirkni milli rafmengunar og eiturefna


Rafsegulgeislun hefur áhrif á hegðun allar rafhlaðinna hluta í nágrenni við þá og hún nær
óendanlega langt út í geiminn. Af því að málmjónir eru rafhlaðnar agnir og ef eðlisfræðilegar
kenningar eru réttar ætti rafsegulsvið og rafsegulgeislun að hafa áhrif á málmjónir hvar sem
er í líkamanum. Við höfum öll í líkama okkar eitraða málma og sumir þeirra eru til þess að
gerar eitraðri en aðrir. Jafnvel ýmislegt sem við oftast lítum á sem heilsusamlegt t.d. sum
fæðubótarefni (t.d. sum Ayurvedic lyf) geta komið okkur í náið samband við eitraða málma.
Jafnvel frekar lág tíðni auk hátíðni rafsegulbylgna eykur umtalsvert losun á kvikasilfri úr
amalgam tannfyllingum.

Samvirkni virðist vera milli lágtíðni rafsegulsviðs og eitraðra efna. Þetta kom fram í 65
könnunum. Gleggsta sönnunin um samvirkni varð þegar lágtíðni rafsegulbylgjur verkuðu
samtímis og eitrað efnasamband. Sama má segja um eitraða málma og rafsegulgeislun af
mismunandi tíðni, jafnvel lágtíðni t.d. heimilisrafmagn ofl. Þetta fannst í sambandi við
einhverf börn, sem urðu viðkvæmari fyrir streitu vegna oxunar í taugakerfinu og söfnuðu
meira í sig þungmálmum.

Svo virðist að jákvæð samvirkni sé á milli rafsegulmengunar, þannig að zink dragi
úr neikvæðum áhrifum frá ýmiskonar rafsegulmengun t.d. á DNA erfðaefnið og
glutathion (andoxunarensímið) magnið í heilanum. Hátíðni virkni t.d. frá nálægri sendistöð
hefur áhrif á glutathionmagnið, þannig að þegar rafsegulvirknin með þéttleika vel undir
eðlilegum mörkum var á, minnkaði glutathon þéttleikinn dálítið (p<0001). Því er ljóst að
aukin hátíðnivirkni dregur úr hæfileikanum til að líkaminn geti losað sig við eitruð
efnasambönd þ.á.m. eitraða málma.
Rafsegulsvið hefur því bein áhrif á eitruð efnasambönd sem hægt er að mæla beint í blóðinu,
þvaginu, saurnum og hárinu og þær mælingar má svo nota til að meta hversu mikið álag þessi
eiturefni hafa á líkamann í heild eftir efnagreiningar.

Samantekt á niðurstöðum

Samvirkni virðist eiga sér stað á milli rafsegulsviðs og eitraðra málma
Þessi svið má greina og meta styrk þeirra.

Áhrif af rafsegulsviði og eitruðum málmum geta verið skaðleg heilsunni.
Þau virðast koma fram í hliðarverkunum og samvirkni milli eitraðra málma og
rafsegulsviðs.
Áhrif og líkamsálag er hægt að meta með efnagreiningum á blóði þvagi, saur og hári.
Afeitrunargetu má aðstoða (afeitrun í lifrinni, Methyl profile afeitrun).
Yfirlit oxunarstreitu fæst með því að greina glutathion í blóðvatni og rauðum
blóðfrumum. Langtíma áhrif oxunarstreitu á eyðileggingu DNA og viðgerð á DNA má
ganga úr skugga um með mati á 8-hydroxy-droxyguanasin í þvagi.

 

Skráning á póstlista


Nafn:

Email:

Grein af handahófi

Find us on Facebook

Leit