Click on the slide!

Næring

Fjölbreytt fæða og fæðubótarefni eru grunnurinn að heilbrigðu líferni

Click on the slide!

Kjörlækningar

Fróðleikur og þekking um óhefðbundnar lækningar

Click on the slide!

Heilsa og hreyfing

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Click on the slide!

Skrif Ævars Jóhannessonar

Safn af bestu greinum Ævars frá síðustu áratugum

Click on the slide!

Annað

Öflug blanda af fjölbreyttum fróðleik

Frontpage Slideshow (version 2.0.0) - Copyright © 2006-2008 by JoomlaWorks

Greinar á vefnum eru alfarið á ábyrgð höfunda og þurfa ekki í öllum atriðum að túlka eða samræmast skoðunum ritnefndar- eða stjórnarmeðlima.

Salt er ekki bara salt. Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Næring - Greinar
Skrifað af: Garðar Stefánsson   
febrúar 2012

Salt og saltvinnsla hefur fylgt manninum frá upphafi siðmenningar þar sem það var og er notað til þess að varðveita matvæli og bæta bragð. En hvernig er salt unnið í dag og hver er munurinn á hefðbundnu matarsalti og sjávarsalti eins og við þekkjum það? Í þessari grein notast ég við rökfærslur úr bókinni Salted eftir  Ark Bitterman þar sem hann skrifar stuttlega um sögu saltvinnslu og hvernig salt er framleitt nú tildags. Ef salt er flokkað gróflega þá er til tvenns konar salt sem er ætlað til manneldis. Annars vegar hefðbundið fínkorna matarsalt, það er það salt sem er selt á lágu verði í verslunum og er mest notaða saltið í dag, og hins vegar sjávarsalt.

Hefðbundið matarsalt eða borðsalt sem fæst í flestum verslunum er unnið á eftirfarandi hátt:
Framleiðsluaðferðir á áðurnefndum salt tegundum eru mjög ólíkar þar sem hefðbundið matarsalt er í raun iðnaðarsalt unnið úr saltnámum þar sem framleiðsluferlar, tækni og aðferðir úr efnaiðnaði eru notaðar til þess að vinna einsleita afurð sem inniheldur allt að 99,99% NaCl (Natríum Klóríð).

Sjávarsalt er unnið úr sjó þar sem eimun á vatni á sér stað og afurðin sem til verður inniheldur náttúrulegt hlutfall NaCl (frá 85-95%) auk lífsnauðsynlegra steinefna, þar sem magnesíum og kalk eru þau helstu. Mannslíkaminn á auðveldara með að losa sig við umframmagn af sjávarsalti úr líkamanum en iðnaðarsalti og þar með stýra saltbúskap líkamans í samræmi við náttúrulega þörf hans fyrir salt. Áhrifafólk í matvæla- og heilsugeiranum þar sem notast er við sjávarsalt í auknum mæli hafa orðið meðvitaðri um þá staðreynd að munur er á sjávarsalti og iðnaðarsalti

Í þeirri bylgju sem hefur átt sér stað, um að velja náttúruleg og umhverfisvæn matvæli, gleymist oft að grennslast fyrir um hvar og hvernig grunnhráefnin, krydd og salt, eru unnin. Salt er mikið notað í eldamennsku og má finna í flestum unnum matvælum, hvort sem þau eru úr náttúrulegum hráefnum eða iðnaðarframleiðslu. Staldrið við næst þegar velja skal unnin matvæli (álegg, brauð, kjöt, o.s.frv) og pælið í því hvað stendur í innihaldslýsingunni.

Hingað til hefur fólk almennt skynjað lítinn mun á hefðbundnu matarsalti og sjávarsalti. En það þarf að huga að öllum þáttum á bakvið matvælaframleiðslu í heimi þar sem keppst er við að framleiða vörur á sem lægstu verði, burtséð frá öllum þeim framleiðsluþáttum sem notaðir eru og hvaða áhrif þeir hafa á umhverfið og heilbrigði. Ég hvet þig lesandi góður til þess að prófa sjálfur munurinn á þessum söltum. Vittu til, það er stórbrotinn munur á þessu tveimur tegundum. Salt er ekki bara salt.

Kostir sjávarsalts

Vestfirskt sjávarsalt frá Saltverki á Reykjaness eru stórar og stökkar saltflögur sem draga fram fleiri og ríkari bragðtóna við matatgerð. Saltið er unnið með aldagamalli íslenskri aðferð sem stunduð var í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp á 18.öld. Sjór úr Djúpinu er eimaður með því að leiða heitt hveravatn undir salt pönnu og eftir verður hrein afurð, náttúrulegt og umhverfisvænt kristalsjávarsalt. Saltið fæst hjá sælkera- og matvöruverslunum.
Slóðin er:i www.saltverk.is . Netfang söluaðila er: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Höfundurinn:
Garðar Stefánsson er er fæddur 15. júlí árið 1984. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2004, B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og M.A. í markaðs- og nýsköpunarfræðum frá Háskólanum í Árósum árið 2011. Garðar Stefánsson er einn þriggja eigenda Saltverks Reykjaness efh., en hinir eru Björn Steinar Jónsson, verkfræðingur, og Yngvi Eiríksson, verkfræðingur. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

Skráning á póstlista


Nafn:

Email:

Find us on Facebook

Leit