Click on the slide!

Næring

Fjölbreytt fæða og fæðubótarefni eru grunnurinn að heilbrigðu líferni

Click on the slide!

Kjörlækningar

Fróðleikur og þekking um óhefðbundnar lækningar

Click on the slide!

Heilsa og hreyfing

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Click on the slide!

Skrif Ævars Jóhannessonar

Safn af bestu greinum Ævars frá síðustu áratugum

Click on the slide!

Annað

Öflug blanda af fjölbreyttum fróðleik

Frontpage Slideshow (version 2.0.0) - Copyright © 2006-2008 by JoomlaWorks

Greinar á vefnum eru alfarið á ábyrgð höfunda og þurfa ekki í öllum atriðum að túlka eða samræmast skoðunum ritnefndar- eða stjórnarmeðlima.

Kynning - Htveir hómópatíubækur ehf Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Annað - Kynningar
Skrifað af: Anna Birna Ragnarsdóttir og Guðný Ósk Diðriksdóttir   
mars 2011

Htveir hómópatíubækur ehf er nýtt útgáfufélag sem stofnað var árið 2010. htveir stendur fyrir hómópatana tvo Guðnýju Ósk og Önnu Birnu sem eiga sér draum. Draum um að sem flestir þekki hómópatíu, fyrir hvað hún stendur og geti notfært sér þessa mildu meðferð við flestum af þeim kvillum sem koma upp í daglegu lífi. Með það að leiðarljósi hófu þær ritun og útgáfu sjálfshjálparbóka um hómópatíu á íslensku til að mæta aukinni eftirspurn eftir heildrænum meðferðum Íslendinga. Með útgáfu slíkra bóka verður auðveldara fyrir alla að nálgast grunnþekkingu í þessum fræðum. Einnig settu þær í loftið vefinn www.htveir.is þar sem birtar eru heilsutengdar greinar ásamt ýmsum fróðleik um hómópatíu og hómópatískar remedíur.

Fyrsta bókin Meðganga og fæðing með hómópatíu kom út í lok nóvember 2010 og er önnur bókin Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu langt komin og því ekki langt að bíða að fyrstu tvær sjálfshjálparbækurnar hafi litið dagsins ljós. h2 ætlar ekki að láta þar við sitja og  verðafleiri bókatitlar kynntir til sögunnar áður en varir.

Meðganga og fæðing með hómópatíu
Þessi sjálfshjálparbók er aðgengileg og auðskiljanleg fyrir allar þær konur sem vilja taka meiri ábyrgð á eigin heilsu á mildan og áhrifaríkan hátt.Í bókinni er tekið á mörgum af þeim kvillum sem kona getur þurft að takast á við á meðgöngu, í fæðingarferlinu sjálfu og fyrstu dagana eftir að hún hefur eignast barn. Má til dæmis nefna morgunógleði, bjúg, meltingarójafnvægi, sinadrætti, bakverki, gyllinæð, fæðingarþunglyndi, brjóstabólgu, þvagteppu, ásamt fjölda annarra kvilla sem teknir eru fyrir. Í síðari hluta bókarinnar eru settar upp töflur sem auðvelt er að nota til að bera saman þau einkenni sem konan hefur og þau einkenni sem koma fram undir hverri og einni remedíu.

Viðtal hjá hómópata - öðruvísi upplifun
Stundum kemur að þeim tímapunkti að sjálfshjálp dugar ekki, þá er rétti tíminn til að sækja sér hjálpar sérhæfðs hómópata til að leita eftir heildarjafnvægi. Hér að neðan er gott dæmi um hvað hómópatísk meðferð er yfirgripsmikil og hvernig hómópatar greina á milli einstaklinga sem koma í viðtal vegna sama kvilla, en þurfa mismunandi úrræði.

Allar spurningar frá hómópata miðast að því að safna saman heildarástandi einstaklingsins og fer hann vítt og breitt með spurningum sínum.

Hómópati byrjar á að spyrja almennt um kvillann sem hrjáir viðkomandi. Spurningarnar gætu hljómað á þessa leið:Hvernig lýsa óþægindin eða verkirnir sér? Hvenær koma þau helst? Hvenær byrjaðir þú fyrst að finna fyrir einkennum? Hvað gerir einkennin verri eða betri? Eru einhver önnur einkenni sem fylgja?

Síðan spyr hómópati um ýmsa almenna þætti sem hafa áhrif á einstaklinginn
Matur • þorsti • sviti • hitastig • hægðir • svefn • reiði • gleði • sorg • grátur • kynorka • hræðslur • kvíði • lyf • veðrátta • þvaglát • blæðingar • ofnæmi • sýkingar • áfengi • reykingar • vímuefni • sælgæti • blóðþrýstingur • kynsjúkdómar • asmi • afbrýðisemi • ættarsaga • veikindi • hreyfing • landslag • orka • bætiefni • félagslyndi • hamingja • tjáning • áföll • tímasetningar • ofl.

Tveir ólíkir einstaklingar koma til hómópata vegna magabólgu og lýsa einkennum sínum á mjög svipaðan hátt.

Einstaklingur A: Verkur er verri einni klst. eftir mat • Hann vaknar með brjóstsviða • Það er mikil loftmyndun,  sem erfitt er að losa • Einnig fylgir mikil ógleði, en það er erfitt að kasta upp
Einstaklingur B: Verkur er verri einni klst. eftir mat • Hann vaknar með brjóstsviða • Það er mikil loftmyndun, sem auðvelt er að losa • Einnig fylgir mikil ógleði og honum líður betur við að kasta upp

Þegar kemur að því að spyrja um líkamlega upplifun og hvernig þeir bregðast við er lýsing þeirra er ekki eins svipuð.

Einstaklingur A: Er þyrstur í heita drykki • Vill kjöt, mikið kryddaðan mat og kaffi • Á erfitt með svefn eftir kl. 3 • Finnst best að sofa á hliðinni • Hefur hægðatregðu
Einstaklingur B: Er ekki þyrstur • Vill allt með súru eða sætu bragði • Á erfitt með að festa svefn • Finnst best að sofa á bakinu • Hefur hægðir 2-3 sinnum á dag

Að lokum þegar farið er yfir tilfinningarlega lýsingu þeirra verður munurinn enn skýrari.

Einstaklingur A: Er reiður, óþolinmóður, jafnvel ofbeldishneigður • Hann rífst gjarnan til að ná sínu fram • Er hræddur við fátækt • Reiðist við samúð • Er eins og jarðýta í vinnu og samskiptum
Einstaklingur B: Er lítill í sér, grátgjarn og viðkvæmur • Hann vill hafa alla góða • Er hræddur við að vera yfirgefinn • Hann sækist eftir samúð • Er mjúkur og ávallt samvinnufús

Eftir svo ítarlegt viðtal er ljóst að þó einkenni þessara tveggja einstaklinga séu alls ekki ólík þegar einungis er horft til einkenna magabólgunnar, að um leið og heildarmyndin er sett í samhengi, bæði líkamleg og tilfinningaleg, er munurinn augljós og þessir tveir einstaklingar færu út með mismunandi úrræði frá hómópata.

Kynningar
h2 býður einnig upp á kynningar á hómópatíu fyrir hópa, t.d. á mömmumorgnum, foreldrakvöldum í leikskólum, ferða-, kvenna- og karlahópum. Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði og leitast er við að hafa þær stuttar og skýrar. Í lok kynninga er hvatt til spurninga sem skapa oft skemmtilegar og mjög fræðandi umræður.
• Meðganga og fæðing með hómópatíu
• Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu
• Í ferðalagið með hómópatíu
• Skyndiaðstoð með hómópatíu
• Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp

Námskeið
h2 standa einnig fyrir opnum námskeiðum um hómópatíu fyrir alla þá sem vilja kynna sér þessa meðferð til betri heilsu. Fyrsta námskeiðið verður haldið í sumarbyrjun, þann 4. og 5. júní 2011 er Miranda Castro hómópati kemur til Íslands og heldur mjög fræðandi 2ja daga námskeið í Reykjavík. Það er mikill fengur að fá þennan heimsfræga hómópata hingað til lands og ættu allir sem áhuga hafa á hómópatíu og heildrænum meðferðum að tryggja sér sæti.

Um höfundana:Anna Birna Ragnarsdóttir hómópati LCPH,
nam hómópatíu við The College of Practical Homoeopathy, í Bretlandi, 2000-2004. Hún lauk námi í ráðgjöf hjá Ráðgjafaskóla Íslands árið 2007. Frá því að hún útskrifaðist sem hómópati hefur hún sótt ýmis námskeið, til að viðhalda og auka kunnáttu sína. Hún átti sæti í stjórn Organon fagfélagi hómópata frá 2003 og var formaður þess frá 2005-2010 og einnig formaður Bandalags íslenskra græðara frá 2005-2008.

Guðný Ósk Diðriksdóttir hómópati LCPH, nam hómópatíu við The College of Practical Homoeopathy, í Bretlandi, 1999-2003. Frá því að hún útskrifaðist sem hómópati hefur hún sótt ýmis námskeið, bæði hérlendis og erlendis, til að viðhalda og auka kunnáttu sína. Hún átti sæti í stjórn Organon fagfélagi hómópata 2005-2007 og átti einnig sæti í stjórn Bandalags íslenskra græðara 2005-2006

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið og kynningar er að finna á www.htveir.is

 

 

Skráning á póstlista


Nafn:

Email:

Find us on Facebook

Leit