Click on the slide!

Næring

Fjölbreytt fæða og fæðubótarefni eru grunnurinn að heilbrigðu líferni

Click on the slide!

Kjörlækningar

Fróðleikur og þekking um óhefðbundnar lækningar

Click on the slide!

Heilsa og hreyfing

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Click on the slide!

Skrif Ævars Jóhannessonar

Safn af bestu greinum Ævars frá síðustu áratugum

Click on the slide!

Annað

Öflug blanda af fjölbreyttum fróðleik

Frontpage Slideshow (version 2.0.0) - Copyright © 2006-2008 by JoomlaWorks

Greinar á vefnum eru alfarið á ábyrgð höfunda og þurfa ekki í öllum atriðum að túlka eða samræmast skoðunum ritnefndar- eða stjórnarmeðlima.

Kvikmyndarýni Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Næring - Greinar
Skrifað af: Erla H.Gunnarsdóttir   
maí 2010

Dökk mynd dregin upp af matvælaframleiðslu í Bandaríkjunum

Kvikmynd Robert Kenner FOOD, INC. dregur upp heildræna mynd af því hvernig matvælaiðnaðurinn í Bandaríkjunum hefur þróast undanfarna áratugi og sýnir hvaða afleiðingar samþjöppun í landbúnaði og matvælaframleiðslu hefur haft í landinu. Niðurstaða myndarinnar er sú að í Bandaríkjunum í dag eru einungis fjögur fyrirtæki sem eiga framleiðendur/bændur að mestu leyti og framleiðslufyrirtækin þar sem hollustu matarins er oft á tíðum ýtt til hliðar til að gera framleiðsluna arðbærari fyrir fyrirtækin. 

Farið er yfir breitt svið í myndinni og ekki eingöngu dregin upp dökk mynd af matvælaframleiðslu í Bandaríkjunum. Álitsgjafi myndarinnar er Eric Schlosser, höfundur bókarinnar Fast Food Nation, sem hefur kannað iðnaðinn vel. Undanfarin 50 ár hafa matarvenjur breyst ótrúlega mikið í Bandaríkjunum. Neytendur eru vísvitandi blekktir að hans mati því á til dæmis kjötpakkningum í stórmörkuðum er falleg mynd af bónda, grænu grasi, hlöðu og kúm en hún er ekki jafn falleg myndin af raunverulegu framleiðslunni þar sem venjulegir bændur eru á útleið. Það eru að meðaltali 47 þúsund vörutegundir í hverjum stórmarkaði í Bandaríkjunum. Það eru engin árstíðabundin tímabil matvæla í stórmörkuðum og engin bein lengur í kjötvörum sem dæmi. Matvælaiðnaðurinn vestanhafs vill ekki að neytendur viti hvaðan maturinn kemur því það hefði jafnvel ekki lyst á honum ef það hefði þá vitund. Þar koma bændur hvergi við sögu. Heldur koma matvælin úr stórum verksmiðjubúskap þar sem dýr og starfsfólk eru misnotuð og grasbítar lifa allt sitt líf á korni.

Mcdonald´s-bræður breyttu framleiðslunni

Þetta byrjaði allt með skyndibitamenningunni upp úr 1950 með stöðum þar sem fólk gat keyrt upp að lúgu og pantað sér mat. Mcdonald´s-bræður voru frumkvöðlar og með vel heppnaðri aðferð þeirra þar sem hver starfsmaður var æfður í að gera aðeins einn hlut aftur og aftur svo auðvelt var að kenna nýjum starfsmönnum varð framleiðnin mun hraðvirkari. Þeir breyttu nautakjötsframleiðslu í Bandaríkjunum og eru í dag stærsti kaupandi nautakjöts, svínakjöts, kjúklingakjöts, káls, tómata, franskra kartaflna og jafnvel epla. Bent er á í myndinni að þó að fólk borði ekki á skyndibitastöðum er það að borða mat sem er búinn til í þessu kerfi. 

Árið 1970 stjórnuðu fimm stærstu matvælafyrirtækin um 25% af matvælamarkaði í Bandaríkjunum en í dag eru fjögur fyrirtæki með meira en 80% markaðsstöðu í nautakjötsframleiðslu. Fyrirtækið Tyson sem er áhrifamikið á kjúklingamarkaði hefur breytt framleiðslu á kjúklingi til muna, árið 1950 tók 70 daga að ná kjúklingi í sláturstærð en árið 2008 tók það aðeins 48 daga. Nú er kjúklingurinn orðinn helmingi þyngri þegar hann fer í slátrun en árið 1950 og ræður fuglinn vart við þunga sinn þegar komið er að slátrun. Fyrirtækið breytti ekki aðeins stærð kjúklinganna og framleiðsluferlinu heldur einnig bændum. Tyson á kjúklinginn frá því að hann fæðist og þangað til honum er slátrað, bændur sem vinna fyrir Tyson eru þrælar fyrirtækisins. 

Korn hefur sigrað  heiminn

Álitsgjafinn Eric Schlosser vildi komast að því hvaðan maturinn hans kom og það kom honum á óvart að hann rakti flest allan mat sem hann neytti til kornakurs í Iowa. Korn hefur sigrað heiminn segir hann en 30 prósent af landi er notað til kornræktar í Bandaríkjunum. Þetta er krafa frá ríkinu og mönnum er borgað fyrir að offramleiða fyrir stórfyrirtækin. Um 90 prósent af matvörum inniheldur korn eða sojabaunir, eins og tómatsósa, kók, síróp, bleyjur, skyndibiti og fleira. Það er hægt að búa til ýmis efni úr korni sem notuð eru í matvæli eins og xylitol, glúten, sorbital, frúktósa, kalsíum og maltodextrin svo fátt eitt sé nefnt. Einnig er hægt að gefa dýrum það eins og svínum, kjúklingi og nautgripum en einnig er byrjað að kenna eldisfiski að borða korn. Þetta lækkar verð á kjötvörum. Korn er ódýrt og það gerir nautgripaframleiðsluna ódýrari því kornið fitar dýrin fyrr en lifi þau á grasi. 

Ein afleiðing þessa verksmiðjubúskapar er þarmabakterían e.coli sem verður til vegna þess hvernig nautgripir eru meðhöndlaðir, víða standa þeir í saurnum af sér alla daga í stórum stíum og borða aldrei gras. Fólk getur smitast af bakteríunni sem getur verið banvæn. Nú er bakteríuna ekki eingöngu að finna í kjöti heldur hefur hún einnig fundist í spínati og appelsínusafa í Bandaríkjunum. Farið er yfir tengsl manna tengda matvælaiðnaðnum í myndinni við yfirvöld sem gera lítið í málunum sem leiðir af því að maturinn verður ekki öruggari fyrir neytendur. Árið 1970 voru um 1000 sláturhús í landinu sem meðhöndla megnið af því sem neytt er í Bandaríkjunum en í dag eru þau einungis 13 talsins. 

Um 30 þúsund svínum slátrað á  dag

Skyndibitinn er óhollari en mörg matvæli og því miður velur lágstéttarfólk það  í staðinn fyrir hollari matvæli. Kók og snakk er mun ódýrara en grænmeti. Salti, fitu og sykri er haldið að fólki. Talið er að 1 af 3 í Bandaríkjunum sem fæddir eru eftir 2000 muni þróa með sér áunna sykursýki en hjá minnihluta hópum er hlutfallið 1 af 2. 

Rætt er við bónda í  Virgínufylki sem stundar lífræna framleiðslu og er harðorður í  þróunina undanfarin ár sem hefur verið á einn veg, það er að framleiða meira og stærra fyrir minni pening án þess að hugsa um afleiðingarnar. Iðnaðarframleiðslan er óhrein og ómannúðleg að hans mati en sjálfur er hann með kjúklingasláturhús nánast undir berum himni sem ítrekað hefur verið reynt að loka fyrir honum. Við erum orðin svo ótengd og vitlaus yfir matnum sem við þurfum að neyta og höfum breyst í samfélag tækninnar, en af hverju? Það er ekkert heiðarlegt við iðnaðarframleiðsluna segir hann. 

Í myndinni er litið inn í Smithfield Hog sláturhúsið í bænum Tar Heel í Norður-Karólínu með falinni myndavél, sem er stærsta sláturhús í heimi. Þar er slátrað rúmlega 30 þúsund svínum á dag, um tvö þúsund á klukkustund og aðferðirnar sérstakar þar sem svínin eru kramin til dauða við slátrunina. Aðstæður fyrir starfsmenn eru að sama skapi ekki nógu góðar, laun eru léleg og sömuleiðis ellilífeyrir og önnur réttindi. Ólöglegir innflytjendur frá Mexíkó eru notaðir sem starfsafl og allir gera sömu handtökin dag eftir dag, þetta er eitt hættulegasta starf í Bandaríkjunum í dag fullyrðir Eric Schlosser. Margir starfsmanna sláturhússins eru fyrrum kornbændur frá Mexíkó því þeir gátu ekki keppt við ódýra kornið sem kom frá Bandaríkjunum til þeirra heimalands svo margir þeirra enda á að vinna í sláturhúsum í Bandaríkjunum. Forsvarsmenn Smithfield gáfu ekki kost á viðtali fyrir kvikmyndina. 

Heiminum breytt í hverjum munnbita

Í myndinni er einnig rætt við forsvarsmenn fyrirtækisins Stonyfield þar sem stunduð er lífræn framleiðsla en þeir byrjuðu með sjö beljur upp úr 1980. Árið 2008 er fyrirtækið með þriðja söluhæsta jógúrtið á markaði í Bandaríkjunum. Þetta sýnir að ákveðin vakning er að verða hjá neytendum í landinu sem er jákvætt skref í rétta átt.  

Upp úr 1950 gat meðalbóndi í Bandaríkjunum fætt sex manns en nú getur meðalbóndinn/iðnaðurinn fætt 126 manns. Breytingarnar hafa verið gríðarlegar en neytendur vita lítið um það því þróunin hefur verið hálf ósýnileg fyrir þeim. Í myndinni er rætt um líftæknifyrirtækið Monsanto sem hefur náð ráðandi stöðu í skjóli stjórnvalda. Árið 1996, þegar fyrirtækið byrjaði að selja tilbúnar sojabaunir, voru aðeins tvö prósent af sojabaunum í Bandaríkjunum með tilbúnu geni frá þeim en árið 2008 var yfir 90 prósent sojabauna í Bandaríkjunum með tilbúið gen þeirra á markaði. Þar af leiðandi á Monsanto fræin og bændur sem nota annað eru litnir hornauga en um 75 manns eru í vinnu hjá fyrirtækinu að kanna hvort bændur séu að misnota fræ frá þeim. Sumir þeirra lenda á svörtum lista því Monsanto líkar ekki vinnubrögð sumra bænda og fá þá á endanum ekki að kaupa af Monsanto og er þannig stillt upp við vegg. Þetta vald er notað gegn bændum, fólki sem vinnur í framleiðslunni og gegn neytendum. Forsvarsmenn Monsanto neituðu að koma í viðtal fyrir myndina. 

Í lokin eru neytendur hvattir til að velja rétt því þeir greiði atkvæði í hvert sinn sem þeir fari í stórmarkað og kaupi í matinn. Fólki er bent á að kaupa á bændamörkuðum, vörur sem koma stutt að og/eða rækta sinn eiginn garð til að mótmæla iðnaðarframleiðslunni. Allir eiga rétt á hollum mat og hollum skólamáltíðum, enginn hugsar það fyrir fólk, það verður að gera það sjálft. Leitaðu að mat sem gerir plánetuna og þig hollari, þú getur breytt heiminum í hverjum munnbita eru lokaorð myndarinnar.

Sjá einnig fleiri greinar um svipað efni á Heilsuhringnum s.s. sojavörur, lífræna ræktun ofl.

 

Skráning á póstlista


Nafn:

Email:

Grein af handahófi

Find us on Facebook

Leit