Click on the slide!

Heilsa og hreyfing

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Click on the slide!

Kjörlækningar

Fróðleikur og þekking um óhefðbundnar lækningar

Click on the slide!

Skrif Ævars Jóhannessonar

Safn af bestu greinum Ævars frá síðustu áratugum

Click on the slide!

Annað

Öflug blanda af fjölbreyttum fróðleik

Frontpage Slideshow (version 2.0.0) - Copyright © 2006-2008 by JoomlaWorks

Greinar á vefnum eru alfarið á ábyrgð höfunda og þurfa ekki í öllum atriðum að túlka eða samræmast skoðunum ritnefndar- eða stjórnarmeðlima.

Makróbíótík uppskriftir Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Næring - Uppskriftir
Skrifað af: Þuríður Hermannsdóttir   
Haust 1983

Í tveimur fyrri tölublöðum birtust viðtöl við Þuríði Hermannsdóttur. Í framhaldi af því koma hér nokkrar uppskriftir.

HEIMAGERÐUR PIKKLES:
Í hann þarf kombuþang, (lagt í bleyti í 3 - 5 mín.), lauk, gulrætur, brokcoli, blómkál og agúrku. Allt skorið í bita. 3 bollar afvatni soðið með 1 tsk. af sjávarsalti. Látið kólna. Sett í krukku og geymt í 3 - 4 daga. Síðan nokkrir bitar borðaðir í lok hverrar máltíðar.

1) MÍSÓSÚPA:
Má gera hana á marga vegu og er um að gera aðbreyta oft um grænmeti. Hér koma tvær uppástungur:

2) MÍSÓSÚPA:
2 laukar í sneiðum, 2 gulrætur í sneiðum, 1 bolli hvítkál í sneiðum. Wakameþang, 8 bollarvatn, salt, 6 tsk. misó. Vatnið sett í pott, þangið skorið eða brotið í pottinn. Grænmetinu bætt í ásamt salti. Soðið þar til grænmetið er meyrt. Hrærið misó út í bolla eða skál með hluta af grænmetissoðinu, bætt í pottinn og má ekki sjóða eftir það.

3) MÍSÓSÚPA MEÐ MAKKARÓNUM:
1 púrra, 1 gulrót, 4-5 grænkálsblöð, Wakame þang, 1 bolli makkarónur, vatn svo fljóti yfir, 6 tsk. misó. Sama aðferð og við súpu nr. 1. Þegar suðan kemur upp er makkarónum bætt í og soðið í 10 - 15 mín. Borið fram með saxaðri steinselju eða graslauk eða jafnvel papriku.

LINSUSÖPA:
1 rifinn hvítlaukur, 2 laukar, 2 bollar soðnar linsur, söxuð steinselja eða graslaukur, 2 gulrætur í bitum, vatn, tamari, salt. Hvítlaukur og laukur saxað fínt og látið krauma í örl. olíu, gulrótum bætt í og síðan soðnum linsum. Vatn sett yfir þannig að fljóti yfir og salt. Soðið við vægan hita í 30. mín. Kryddað með tamari og klipptri steinselju stráð yfir, eins má rífa 1 gulrót og  setja í síðast, þá er það fallegra á litinn.

KJÚKUNGABAUNIR MEÐ SÓSU:
1 bolli kjúklingabaunir, 1 laukur, 1 tsk. salt, 3 bollar vatn. Sósan: 1 bolli laukur í sneiðum, 3 bollar blómkál í hríslum, 1/2 bolli smátt skornar gulrætur, 2 msk. olía, 2 tsk. salt, 2 msk. sesamsmjör (thaini). Baunirnar þvegnar og látnar liggja í bleyti yfir nótt. Soðnar ásamt lauknum í 1 klst. og saltaðar undir lokin. Sósan: Grænmetið látíð krauma í olíu smástund.Vatni eða soði hellt yfir og soðið í 10 mín. Baununum bætt í og soðið í 5 - 10 mín. Þá er sesamsmjörinu bætt í og kryddað með salti ef með þarf, suðan komi upp aftur. Eins má sjóða þennan rétt enn lengur þannig að hann verði að mauki og er maukið þá notað sem álegg á brauð.

LINSUBAKSTUR:
2 bollar soðnar linsur, 1-2 msk. sesam- eða hnetusmjör, 1 tsk. misó, lítill saxaður laukur, 1/2 bolli söxuð steinselja, 1 bolli fínt skornir sveppir, salt og vökvi aflinsum. Sama aðferð og að ofan, nema að sveppirnir eru steiktir í olíu og kryddaðir með salti og bætt síðast út í deigið. Bakað í eldföstu móti í 45 mín. Þessi bakstur minnir á lifrarkæfu.

HIRSIBUFF:
2/3 hlutar soðið hirsi, 1/3 hluti soðin grjón, 1 - 2 fínt saxaðir laukar, salt eða tamari, olía u.m.þ.b. 2 - 3 msk. Hirsi er soðið saman í hlutföllunum 1 hluti hirsi og 3 hlutar vatn, ásamt salti. Hirsi, grjónum, lauk og kryddi blandað saman. Mótað í buff sem eru steikt í olíu þar til þau verða stökk á báðum hliðum. Þessi réttur er yfirleitt mjög vinsæll hjá börnum.

HEITT HRÍSGRJÓNASALAT:
3 bollar heit soðin hrísgrjón, 1/2 bolli radísur, 1/2 bolli gulrætur í stöfum, 1/4 bolli laukur í sneiðum, 1/4 bolli græn blöð af t.d. radísum, gulrótum eða nota steinselju. Grænmetið kraumi örl. í olíu og kryddað með salti. Hrísgrjónum bætt í og hitað saman. Skreytt með steinselju eða graslauk. Eins er gott að bera fram með þessu sesamsalt eða nori í strimlum.

HRÍSGRJÓNASALAT:
  3 bollar soðin hrísgrjón, 1/2 bolli gulrótarstafir, 1/4 bolli sveppir, 1/2 bolli belgbaunir, 2 bollar kínakál eða icebergsalat, 1/4 bolli rauð paprika, sítrónusafi. Gulrætur látnar krauma í örl.olíu þar til þær verða hæfilega meyrar. Sveppir meðhöndlaðir á sama hátt. Belgbaunir soðnar og skornar niður Paprika skorin í þunnar sneiðar, kínakálið líka. Öllu blandað saman og kryddað með sítrónusafa og salti ef með þarf.

HÝÐISHRÍSGRJÓN SOÐIN Í VENJULEGUM POTTI
1 bolli hýðishrísgrjón, 1 1/2 - 2 bollar vatn, 1/8 tsk. salt. Soðið í 1 klst. við vægan hita. Soðin í hraðsuðupotti: 1 bolli hrísgrjón, 1 l/4bolli vatn, 1/8 tsk. salt. Soðið í 3/4 klst.

GÓÐUR RÉTTUR ÚR ADUKIBAUNUM:
1 bolli adukibaunir þvegnar og lagðar í bleyti yfir nótt. 1 stöng Kombuþang lagt í bleyti og svo skorið í ferninga. Gulrætur þvegnar og skornar í stóra bita. Kombu sett í botninn á pottinum, baunirnar yfir og vatn svo að þeki. Soðið í 30 mínútur, þá er gulrótum bætt út í ásamt örlitlu salti og soðið í 25 mín. Soju steinkað yfir og soðið í 2 mín. Gott er að borða þennan rétt eins og tvisvar í viku.

 

Skráning á póstlista


Nafn:

Email:

Grein af handahófi

Find us on Facebook

Leit