Click on the slide!

Næring

Fjölbreytt fæða og fæðubótarefni eru grunnurinn að heilbrigðu líferni

Click on the slide!

Kjörlækningar

Fróðleikur og þekking um óhefðbundnar lækningar

Click on the slide!

Heilsa og hreyfing

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Click on the slide!

Skrif Ævars Jóhannessonar

Safn af bestu greinum Ævars frá síðustu áratugum

Click on the slide!

Annað

Öflug blanda af fjölbreyttum fróðleik

Frontpage Slideshow (version 2.0.0) - Copyright © 2006-2008 by JoomlaWorks

Greinar á vefnum eru alfarið á ábyrgð höfunda og þurfa ekki í öllum atriðum að túlka eða samræmast skoðunum ritnefndar- eða stjórnarmeðlima.

Lykillinn að vellíðan er undirstaðan Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Heilsa og hreyfing - Líkaminn
Skrifað af: Helga Stefánsdóttir og Ósk Óskarsdóttir, fótafræðingar   
Haust 1993

Göngulag og beiting fótanna getur skipt miklu um vellíðan annars staðar í líkamanum. Því skiptir miklu máli hvers konar skófatnað fólk velur fyrir sig og sína. Alltof margir láta útlit, verð og tísku skipta mestu máli. Tískan getur verið harður húsbóndi, en þó má segja um skófatatísku í dag að allt sé í tísku, s.s. skór með breiðum og háum tákappa, támjóir skór með háum hælum, lágbotna skór með þykkum sóla o.s.frv. Enn þann dag í dag er allt of algengt að afgreiðslufólk í skóverslunum segi við viðskiptavininn að hann eigi að ganga skóna til svo þeir verði góðir. Þetta er alrangt. Við eigum aldrei að ganga skó til. Þeir eiga að passa strax á fæturna.

Í nýlegri blaðagrein, sem ber yfirskriftina "Hvers vegna eru konur svona vondar við sjálfar sig" eru birtar niðurstöður athugana, sem samtök fótasérfræðinga í Bandaríkjunum gerðu á skóvali kvenna. Niðurstöðumar voru þær að í staðinn fyrir að taka mið af mjög auknu úrvali af þægilegum skóm, völdu konumar yfirleitt þá  skó, sem þeim þóttu fallegir, en þeir voru af sama skapi hvorki þægilegir né rétt hannaðir fyrir fætur. Hvernig eiga skór að vera? Þeir eiga fyrst og fremst að vera rúmir svo að eðlileg lögun fótanna haldist (1 cm lengri en fóturinn). Þeir eiga a vera léttir og m þykkum sveigjanlegum sóla. Hælkappi a halda vel að. Skórnir eiga a styðja undir hæl og táberg.

Algengt er að fætur aflagist vegna skókreppu þ.e. aðfólk notar eða hefur notað of litla skó s.s. á vaxtaskeiði. Liðagigt og aðrir sjúkdómar fara illa meðfætur, liðir kreppast og slitna með tilheyrandi núningsþykkildum sem hefta eðlilega blóðrás á viðkomandi stöðum. Klossar og skófatnaður, sem ekki styðja við ökkla með hælbandi eða hælkappa eru ekki mjög æskilegir fyrir fólk, sem þarf mikið að hreyfa sig við vinnu, því þeir geta m.a. því að spenna og kreppa tærnar (við að halda skónum á fótunum) orsaka:

1. Niðurgrónar neglur út af stöðugum núningi við tákappa. Líkþorn ofan tær. Líkþorn og harða húð undir tábergi.
2. Harða húð og sprungna hæla.
3. reytutilfinningu fótum, sem getur leitt upp mjóbak.
4. Eymsli og bólgu ofan rist vegna núnings. Klossar geta veri ágætis skófatnaður þar sem fólk vinnur stöðuvinnu. Margir þurfa á svokölluðum öryggisskóm að halda við vinnu. Sérfræðiaðstoðar er oft þörf þar sem ýmis fótamein geta valdi skaða hnjám, mjöðmum og mjóbaki, vegna rangrar beitingar fóta, sem um leið dregur úr ánægju fólks til hreyfingar, útivistar og heilbrigðs lífernis. Láttu það ekki henda þig. Lifðu lífinu lifandi.

 

Skráning á póstlista


Nafn:

Email:

Grein af handahófi

Find us on Facebook

Leit