Click on the slide!

Næring

Fjölbreytt fæða og fæðubótarefni eru grunnurinn að heilbrigðu líferni

Click on the slide!

Kjörlækningar

Fróðleikur og þekking um óhefðbundnar lækningar

Click on the slide!

Heilsa og hreyfing

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Click on the slide!

Skrif Ævars Jóhannessonar

Safn af bestu greinum Ævars frá síðustu áratugum

Click on the slide!

Annað

Öflug blanda af fjölbreyttum fróðleik

Frontpage Slideshow (version 2.0.0) - Copyright © 2006-2008 by JoomlaWorks

Greinar á vefnum eru alfarið á ábyrgð höfunda og þurfa ekki í öllum atriðum að túlka eða samræmast skoðunum ritnefndar- eða stjórnarmeðlima.

Snerting er mikilvæg á meðgöngu Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Annað - Greinar og viðtöl
Skrifað af: Anna Eðvaldsdóttir   
Haust 2006

Það eru orðin mörg ár síðan ég skrifaði í Heilsuhringinn um nudd á meðgöngu og í fæðingu. Lesendum til fróðleiks ætla ég að segja frá því hvað við gerum í dag til að lina sársauka í fæðingu. Tækninni fleygir fram. Þegar ég skrifaði í blaðið síðast var nudd og þrýstipunktanudd það sem við ljósmæðurnar notuðum mikið til að lina sársauka í fæðingu og hjálpa við ógleði á meðgöngu. Nú eru flestar ljósmæður búnar að fara á nálastungunámskeið og í staðinn fyrir þrýstipunktameðferðina áður, eru nú notaðar nálastungur. Konur tjá sig sterkt um hversu nálarnar taka bakverkina og hvað þær finna fyrir slökun þegar slökunarpunkturinn er örvaður. Þetta er ný og frábær upplifun fyrir okkur ljósmæður, en auðvitað er sálræni þátturinn mikilvægastur þar sem við erum til staðar, hlustum, hvetjum og snertum. Snertingin er ein mikilvægast aðferð til að lina sársauka. Einnig langar mig að segja ykkur frá að á fæðingardeild Hreiðursins eru tvö stór baðker sem mikið eru notuð þegar kona er í fæðingu. Frá miðjum september getur kona sem kemur inn í fæðingu óskað eftir að fá að fæða á fæðingardeild Hreiðursins.

Það er breyting frá því sem áður var, því nánast aðeins þær sem voru í MFS hóp, fæddu í Hreiðrinu áður. MFS stendur fyrir meðgöngu, fæðingu og sængurlegu, þar sem sama ljósmóðirin annaðist konuna á meðgöngu, helst í fæðingu og svo í sængurlegunni. Nú á að leggja MFS hópinn niður. Þessi hópur var stofnaður til að auka fjölbreytni þannig að konan hefði eitthvert val á höfuðborgarsvæðinu hvar hún vildi fæða. Eftir að Fæðingarheimilið var lagt niður fluttust allar fæðingar á Landspítalann og því kom upp þessi hugmynd að hafa annað val innan Landspítalans. En staðan í dag er sem sagt sú að valið stendur um almennu fæðingardeildina sem tekur við konum í eðlilegri fæðingu og einnig tekur hún við þeim konum sem eru búnar að vera með meðgöngukvilla s.s sykursýki, meðgöngueitrun eða aðra sjúkdóma á meðgöngu, einnig fjölburum og s. frv. Þær konur sem eiga heilbrigða meðgöngu að baki og ætla að fara í gegnum fæðinguna á sem náttúrulegasta hátt þ.e. án verkjalyfja eða mænurótardeyfingar geta frá og með 15. september óskað eftir að fæða á fæðingardeild Hreiðursins sem hefur 3 fæðingarstofur, þar af 2 með stóru baðkari.

Eftir fæðingu hefur fjölskyldan rétt á að vera í Hreiðrinu í 24 klst. Og fer svo heim þar sem ljósmóðir kemur til þeirra í 5-7 daga eftir fæðinguna. Þetta hefur mælst vel fyrir og eru foreldrarnir nýbökuðu mjög ánægðir með að fá að vera saman í sólarhring eftir fæðinguna og fara svo heim til sín til að kynnast litla barninu í sínu umhverfi. Það er gaman að upplifa allar þessar breytingar undanfarin ár, alltaf eitthvað nýtt og svo með tilkomu internetsins eru verðandi foreldrar miklu betur upplýstir en áður. Foreldrar koma oft með óskalista í fæðingu, eru með ákveðnar væntingar og skoðanir sem kannski sáust ekki svo oft fyrir tíma internetsins. Við þróum okkur áfram og vonandi verðum við vitrari fyrir vikið. Eitt er þó víst, börnin halda áfram að fæðast við erum bara að þróa betur og betur aðferðir til að aðstoða konuna í gegnum fæðinguna og í allri þessari tækni og framförum megum við ekki fara framúr okkur. Snerting, virðing, andleg uppörvun, allt þetta og miklu meira verðum við alltaf að hafa bak við eyrað. Tæknin og internetið má ekki ná yfirhöndinni, og koma í stað mannlegra þátta.

A.E.

 

Skráning á póstlista


Nafn:

Email:

Find us on Facebook

Leit