Click on the slide!

Næring

Fjölbreytt fæða og fæðubótarefni eru grunnurinn að heilbrigðu líferni

Click on the slide!

Kjörlækningar

Fróðleikur og þekking um óhefðbundnar lækningar

Click on the slide!

Heilsa og hreyfing

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Click on the slide!

Skrif Ævars Jóhannessonar

Safn af bestu greinum Ævars frá síðustu áratugum

Click on the slide!

Annað

Öflug blanda af fjölbreyttum fróðleik

Frontpage Slideshow (version 2.0.0) - Copyright © 2006-2008 by JoomlaWorks

Greinar á vefnum eru alfarið á ábyrgð höfunda og þurfa ekki í öllum atriðum að túlka eða samræmast skoðunum ritnefndar- eða stjórnarmeðlima.

Lífsskólinn Aromatherapyskóli Íslands Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Kjörlækningar - Greinar og viðtöl
Skrifað af: Ingibjörg Sigfúsdóttir   
Haust 2006

Heilsuhringurinn leit inn til Selmu Júlíusdóttur skólastjóra Lífsskólans og forvitnaðist um sögu Aromatherapy kennslu á Íslandi. Selma er ilmolíufræðingur sem útskrifaðist frá Aromatherapyskóla Íslands 1990. Heildverslunin Ambrósía stofnaði þann skóla árið 1989. Eigendur hans voru Agnar Ólafsson, Arnar Sigurðsson og Agnar Agnarsson. Kennari var Anna Edström doktor í líffræði og lífefnafræði frá Uppsalaháskóla, hún var einnig aromatherapisti frá Skóla Shirley Price í Hinkley, Englandi. Fyrir tilstilli Önnu Edström flutti Ambrósía inn Shirley Price ilmolíuvörur til landsins. Skólinn var rekinn til 1993 og útskrifaði á þessu tímabili aromatherapista (ilmolíufræðinga). Frá árinu 1993 hefur Bergfell ehf. flutt inn vörur frá Shirley Price. Selma stofnaði Aromatherapyskóla, ásamt manni sínum Óskari Indriðasyni vélfræðingi árið 1992. Þar voru kennd undirstöðuatriði ilmolíufræða á stuttum námskeiðum til ársins 1995 er þau hjónin stofnuðu Lífsskólann, Aromatherapyskóla Íslands. Námið í heild tekur tvö ár, til viðbótar ilmolíufræðum eru teknar tvær annir í líffæra- og lífeðlisfræðum, sjúkdómafræðum og heilsufræði, lærð fyrsta hjálp í neyðartilfellum. Þau fög eru tekin í viðurkenndum framhaldsskóla.

Vel menntaðir kennarar
Árið 1997 bauð Robert Tisserand, aromatherapisti í Englandi Selmu að taka þátt í heimsráðstefnu sem haldin var í Warwick University í Englandi. Þar opnaðist henni mikill þekkingarbrunnur um leið og hún kynntist frægum og duglegum kennurum víðsvegar að úr heiminum. Frá árinu 1998 hafa kennt við Lífsskólann hámenntaðir, reyndir kennarar. Einn þeirra er dr. Erwin Häringer. Hann er frægur fyrirlesari í Evrópu sem hefur gert mörg vísindarit um plöntur og jurtafræði, þar með ilmolíufræði og litalækningar. Hann er þekktur læknir í Þýskalandi sem starfar í München og hefur verið prófessor við háskólann þar. Hann kennir læknum í Evrópu aromatherapyfræði og er doktor í lífeðlisfræði og heimspeki. Margret Demleitner, iðjuþjálfi, ilmolíufræðingur og grasalæknir er einnig virtur fyrirlesari. Hún starfar hjá háskólasjúkrahúsinu í München og er fyrsti ilmolíufræðingur sem starfar sem slíkur á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Hún er einnig kennari á vegum FORUM ESSENZIA, sem eru aromatherapysamtök og fer um alla Evrópu til að kenna.. Árið 2005 bættist við kennari í Lífsskólanum sem heitir Jaspir Chana, indverskrar ættar en hefur verið í Englandi frá átta ára aldri. Hann er kennari að mennt en hefur alfarið lagt fyrir sig sölu og meðferð ilmolía. Hann býr til ilmolíusnyrti- og meðalavörur fyrir mörg fyrirtæki ásamt því að selja hreinar ilmolíur hvaðanæva úr heiminum. Margir telja hann vera með mestu þekkingu sem vitað er um á austurlanda ilmolíum. Hann kennir í Lífsskólanum meðferð efna til snyrti- og meðalakremgerðar og fer mjög ítarlega í efnafræði allra efnanna. Hann er eftirsóttur á ráðstefnur sem fyrirlesari. Selma er nú aðalkennari skólans og byggist kennslan fyrst og fremst á fræðslu og vísindagreinum sem Erwin og Margret hafa látið skólanum í té. Þau eru verndarar skólans og hafa komið einu sinni á ári, annað eða bæði og leitt kennsluna. Allt árið er hægt að fá hjálp frá þeim símleiðis eða bréflega. Lærðu vinnslu á Korsíku Selma og Óskar fóru til Korsíku til að læra vinnslu platnanna til olíugerðar, allt frá því að ná í plöntuna og þar til að olían var fullunnin og tilbúin í neytendaumbúðir. Í námskrá Lífsskólans er kennt að tína íslenskar plöntur og vinna kraftinn úr þeim á mismunandi hátt.

Gaf út bók
Um áramótin 2004-2005 kom út bók um ilmolíufræði eftir Selmu Júlíusdóttur. Bókin er 330 blaðsíður í stærð A4 í henni er stiklað yfir það sem nú er vitað um ilmolíufræði. Hún er með aðra bók í smíðum. Í henni er nánar farið í hvert atriði fyrir sig. Árið 2004 var stofnað fagfélag ilmolíufræðinga, Aromatherapyfélag Íslands. Félagið er í Bandalagi Íslenskra Græðara, sem berst fyrir að óhefðbundnar lækningar séu viðurkenndar að því tilskildu að góður námsgrunnur sé að baki starfseminni. Bandalagið er með félagsaðild að N.S.K. Bandalagi norrænna græðara. Árið 2002 var Þorsteinn Guðmundsson ilmolíufræðingur ráðinn sem fagmaður í ilmolíufræðum á öldrunarsvið Landsspítala Háskólasjúkrahúss. Nánar tiltekið á heilabilunareiningu í Landakoti. Hann er þar með fyrsti ilmolíufagmaður á Íslandi sem starfar á sjúkrahúsi hérlendis. Þorsteinn er menntaður í Shirley Price International College Aromatherapy Oslo í Noregi. Námið stóð frá hausti 1999 til mars 2001, áður hafði hann lokið efnafræðinámi. Margir nota ilmolíufræðin í hjúkrunarstörfum sínum t.d. hjúkrunarfræðingar, læknar, ljósmæður og sjúkraliðar. Nuddskóli Íslands hefur kennt ilmolíufræði lengi með nuddfræðinni og hafa ilmolíufræðingar séð um þá kennslu. Kennari hefur verið Margrét Alice Birgirsdóttir sem lærði í skóla Shirley Price í Hinkley Englandi. Ilmolíufræðin í nuddskólanum telst vera 6 einingar og skiptist jafnt milli ilmolíusogæðanudds og ilmolíufræði, sem þýðir að a.m.k. 75 stundir fara í hvorn þátt. Snyrtibrautin í fjölbrautarskóla Breiðholts hóf starfsemi sína haustið 1986. Ágústa Ingibjörg Andrésdóttir snyrtifræðingur leiðir þá braut nú en hún byrjaði kennslu þar árið 1992 og hún innleiddi ilmolíufræði inn í námið og hefur kennt hana síðan. Ágústa Ingibjörg lærði snyrtifræði á Íslandi og fór síðan til Danmerkur til Inge Winther og í aromatherapyskóla í London

Ilmolíufræðin reiknast 4 einingar.
Snyrtiskóli Kópavogs kennir ilmolíufræði. Kennari er Kristín Sif Jónínudóttir. Hún er snyrtifræðingur, menntuð í London Ray Cocrein school. Allir kennarar skólans eru með það sem kallast ,,cidescopróf", sem er alþjóðleg gráða í snyrtingu. Ilmolíufræðin er kennd með mörgum áföngum. Einingar teljast fjórar. Tveir snyrtiskólar starfa á landinu og hafa aromatherapy í námskrá sinni. Gaman er að geta þess að Íslendingar eiga nóbelsverðlaunahafa í litalækningum, (t.d. ljósalækningum), en það er Níels Finsen læknir.

I.S.

 

Skráning á póstlista


Nafn:

Email:

Find us on Facebook

Leit