Click on the slide!

Næring

Fjölbreytt fæða og fæðubótarefni eru grunnurinn að heilbrigðu líferni

Click on the slide!

Kjörlækningar

Fróðleikur og þekking um óhefðbundnar lækningar

Click on the slide!

Heilsa og hreyfing

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Click on the slide!

Skrif Ævars Jóhannessonar

Safn af bestu greinum Ævars frá síðustu áratugum

Click on the slide!

Annað

Öflug blanda af fjölbreyttum fróðleik

Frontpage Slideshow (version 2.0.0) - Copyright © 2006-2008 by JoomlaWorks

Greinar á vefnum eru alfarið á ábyrgð höfunda og þurfa ekki í öllum atriðum að túlka eða samræmast skoðunum ritnefndar- eða stjórnarmeðlima.

Lífsstíll og krabbamein Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Kjörlækningar - Greinar og viðtöl
Skrifað af: Oddur Benediktsson   
Vor 2008

Rætt er um faraldur krabbameina á Vesturlöndum. Sér í flokki eru svonefnd ofneyslukrabbamein en svo hafa brjósta-, blöðruhálskirtils -og ristilskrabbamein verið nefnd. Til dæmis eru Norðurlönd með um níu sinni hærri dánartíðni úr blöðruhálskirtilskrabbameini en Kína, Indland og Taíland. Athygli vekur að Norðurlönd eru með um 13 sinnum meiri mjólkurneyslu en lönd þessi í austri. Í fyrra kom út athyglisverð skýrsla ,,Food, Nutrition, Physical Activity and the Prevention of Cancer: a Global Perspective" á vegum Alþjóða krabbameinssjóðsins og Bandarísku krabbameinsrannsóknastofnunarinnar (sjá www.dietandcancerreport.org). Ályktanir eru byggðar á samantekt úr niðurstöðum fjölda rannsókna. Þar segir meðal annars: ,,Ef allt er tekið með í reikninginn þá er krabbamein að verulegu leyti sjúkdómur sem hægt er að koma í veg fyrir".

Til að fyrirbyggja meinin er í fyrsta lagi lögð áhersla á að ekki sé reykt. Frekari ráðleggingar eru í stuttu máli þessar: Maður á að vera nálægt kjörþyngd, ástunda ,,líkamsrækt" daglega, forðast orkuríkt fæði og sykraða drykkjavöru, neyta aðallega jurtafæðis, takmarka neyslu á kjöti og sneiða hjá unnum kjötvörum, takmarka neyslu alkóhóls, takmarka neyslu á salti, hafa að markmiði að fullnægja næringarþörfinni með neyslu matvæla og takmarka fæðubótaefni. Nýburar eiga að nærast á móðurmjólk í sex mánuði. Þessar ráðstafanir eru taldar hvort tveggja veita fyrirbyggjandi vörn gegn nýgengi krabbameina sem og bæta heilsu þeirra sem eiga við meinin að etja. Varðandi orsakir blöðruhálskirtilskrabbameins sérstaklega segir svo í skýrslunni ,,mataræði sem hefur hátt kalkinnihald er líkleg orsök þessa krabbameins ... takmarkaðar sannanir benda til þess að neysla unninnar kjötvöru, mjólkur og mjólkurafurða teljist orsakir þessa meins." Ýmsir greina- og bókahöfundar t.d. Jane Plant, prófessor við Imperial College, hafa bent á að tíðni krabbameina í brjóstum og blöðruhálskirtli er lág í Kína en há á Vesturlöndum og ályktað að skýringin liggi í gerólíku mataræði. Jane ráðleggur öllum sem vilja fyrirbyggja þessi krabbamein eða eiga við þau að etja að hætta neyslu mjólkur og mjólkurafurða.

Hún bendir jafnframt á að beinþynning sé í lágmarki í Kína þar sem mjólkurneysla er nánast engin en allt mataræði í Kína er verulega frábrugðið því sem Íslendingar eiga að venjast. Rannsóknalæknirinn Neal D. Barnard kemst að eftirfarandi niðurstöðu: ,,Ýmsar vísbendingar benda til þess að neysla mjólkurvöru tengist aukinni hættu á blöðruhálskirtilskrabbameini." Sjá greinargerð Neals á vefnum ,,Cancer Prevention and Survival - Milk Consumption and Prostate Cancer" (sjá neðangreinda vefslóð). Í nýlegri bók ,,Foods That Fight Cancer: Preventing Cancer Through Diet" eftir Richard Beliveau prófessor við Háskólann í Quebec og dr. Denis Gingras við sama háskóla eru gefnar ráðleggingar um fæðuval sem í grundvallaratriðum líkist austurlensku mataræði. Ráðlagður daglegur fæðurammi er: rósakál, spergilkál, hvítlaukur, laukur, spínat, soja, hörfræ, tómatamauk og kryddin kúrkúma og svartur pipar. Daglega á maður að borða bláber, týtuber, vínber, og dökkt súkkulaði og drekka sítrussafa, grænt te og eitt glas af rauðvíni - en bara eitt! Þessar 17 fæðutegundir hafa gerólíka efnasamsetningu. Efnin í þeim stuðla að því að hefta nýmyndun krabbameinsfruma. Jafnframt hefta þau nýæðamyndun krabba sem byrjaður er að vaxa. Litið er á krabbamein sem viðvarandi sjúkdóm.

 Bent er á að með lífsstíl og mataræði megi hjálpa líkamanum til að hefta nýmyndun, vöxt og viðgang krabbameina. Undirritaður greindist með blöðruhálskirtilskrabbamein í desember 2005 og var meinið komið á miðlungsstig með staðbundnum meinvörpum. Læknarnir á LSH ráðlögðu hormónameðferð sem hófst í janúar 2006. Þá kúventi ég einnig í mataræði og hætti allri mjólkurneyslu og fór yfir á ,,kínverskt" mataræði eftir föngum eftir forskrift Jane Plant. Meinið í kirtlinum og meinvörpin gengu til baka og styrkur PSA í blóðinu féll úr 137 niður í 0,1 á fjórum mánuðum (en má fara upp í um 10 fyrir karl um sjötugt.) Meinið hefur ekki greinst síðan þó svo að PSA gildið hækki stöðugt. Við og við nota ég fæðubótaefnin Zyflamend, SagaPro og Angelica sem öll hafa góð áhrif. Áður fyrr kvað gjarnan við ,,AFI ÍS" þegar barnabörnin komu í heimsókn til okkar hjónanna. Þá var snarlega farið í frystinn og rjómaísinn dreginn fram og ís étinn ótæpilega oft með þeyttum rjóma og berjasultu út á - namm, namm. Þetta er nú liðin tíð. Krabbameinsfélagið Framför var stofnað 2007. Tilgangur félagsins er að afla fjár til að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameins í blöðruhálskirtli og til að stuðla að almennri fræðslu um meinið. Félagið hafði milligöngu um að Styrktarsjóður Baugs Group lagði fram 2,5 milljónir króna til að fjármagna rannsóknaverkefni Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur, doktorsnema í lýðheilsunámi við Háskóla Íslands. Hún rannsakar áhrif mataræðis í æsku á hættu á krabbameini síðar á ævinni og styðst við gögn Hjartaverndar í rannsóknum sínum.

Reykjavík 4. febrúar 2008

Oddur Benediktsson
formaður Krabbameinsfélagsins Framfarar
http://www.hi.is/oddur/bhkk/

 

Skráning á póstlista


Nafn:

Email:

Grein af handahófi

Find us on Facebook

Leit