Click on the slide!

Næring

Fjölbreytt fæða og fæðubótarefni eru grunnurinn að heilbrigðu líferni

Click on the slide!

Kjörlækningar

Fróðleikur og þekking um óhefðbundnar lækningar

Click on the slide!

Heilsa og hreyfing

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Click on the slide!

Skrif Ævars Jóhannessonar

Safn af bestu greinum Ævars frá síðustu áratugum

Click on the slide!

Annað

Öflug blanda af fjölbreyttum fróðleik

Frontpage Slideshow (version 2.0.0) - Copyright © 2006-2008 by JoomlaWorks
Um Heilsuhringinn

Brautryðjandi og fyrsti formaður Heilsuhringsins var Marteinn M. Skaftfells. Með honum valdist hópur áhugafólks um hollefni og heilbrigða lífshætti. Tímaritið Heilsuhringurinn var gefið út frá árinu 1978. Leitast hefur verið við að miðla fræðslu um heildrænar leiðir til að viðhalda heilbrigði og benda á áhugaverðar nýjungar á sviði lækninga. Á 30 ára útgáfuafmæli blaðsins árið 2008 var ákveðið að hætta útgáfu og stofna heimasíðuna www.heilsuhringurinn.is  á netinu og gefa almenningi frían aðgang að. Þar má finna greinar úr gömlum árgöngum ásamt nýjum greinum sem reglulega eru settar inn.

 

Efni í Heilsuhringnum er margþætt þar eru meðal annars greinar um nýjar leiðir í krabbameinslækningum, sveppaóþol, amalgam, sykursýki, trefjar, hráfæði, safa, jurtaolíur, sólblómafræ, kvöldrósarolíu, kókoshnetuolíu, lýsi, föstur, aukefni, ráð gegn hárri blóðfitu, hægðatregðu og gyllinæð. Einnig um hinar ýmsu meðferðir og fjölda annarra mála er snerta nútímafólk. Stöðug umfjöllun um hefðbundnar- og óhefðbundnar kjörlækningar.

 

Heilsuhringurinn var stofnaður í ágúst 1978.  Í gegnum tíðina hefur margt úrvalsfólk lagt fram krafta sína og gert Heilsuhringinn að virtum vettvangi fyrir kjörlækningar. Sjálfboðaliðar halda uppi þeim hugsjónum sem starf Heilsuhringsins byggir á.

 

 

Brautryðjandinn, mannvinurinn og hugsjónamaðurinn
Marteinn Skaftfells stofnandi Heilsuhringsins

Formáli.
Aðal hvatamaður og fyrsti formaður Heilsuhringsins var Marteinn heitin Skaftfells kennari. Hans var minnst með minningargrein í vorblaði Heilsuhringsins 1985 þar var einnig birt grein sem Marteinn skrifaði sjálfur í fyrsta blað Heilsuhringsins árið 1978. Í þeirri grein lýsir hann baráttu sinni við erfið veikindi og hvernig næring, vítamín, steinefni og viljastyrkur með aðstoð hins rómaða, víðsýna læknis Jónasar Kristjánssonar kom honum til heilsu aftur. Það má segja að síðarmeir hafi sjálfboða- hugsjóna-fræðslustarf Heilsuhringurinn sprottið upp af þessari reynslu Marteins.

 

EIGIN REYNSLA Marteins Skaftfells
Það nálgast nú 30 ár, síðan ég komst áþreifanlega að raun um, að kenningin um, að við fengjum nauðsynleg næringarefni í daglegri fæðu, væri RÖNG: Vandaði ég þó betur til fæðis en almennt gerist. Auk þess sem ég hafði um áratugi stundað líkamsrækt, og taldi líklegt, að ég myndi verjast bragðslyngri Elli kerlingu nokkru lengur en ella, þótt alla leggi hún að velli, er við hana þreyta fang. - En taka sjúkdómar ekki það ómak af flestum? - Og hársbreidd munaði að ég yrði í þeim hóp. Lengi hafa góðvinir legið mér á hálsi -og maklega - fyrir að hafa ekki skýrt frá reynslu minni, svo að hún yrði öðrum að gagni, - og skal það nú gert í örstuttu máli.

 

Í desember 1946 fékk ég heimsókn, og hélt að heimsækjandi væri fröken ,,Flensa", sem ég taldi enga ástæðu til að sinna, þótt fljótlega fengi ég óþægilegar bakþrautir og hitaslæðing. Svo heimskur var ég, að ég hélt áfram að taka kalt morgunbað. Og á aðfangadag jóla varð ég að láta í minni pokann, kominn með 3.9 stiga hita og vaxandi bakþrautir. En ég ætlaði ekki að gista rekkjuna lengi, og bað helgidagalækni um krassandi mixtúru. Hann spurði mig og skoðaði, og sagði svo, að ,,gesturinn" væri ekki fröken ,,Flensa", heldur maddama ,,Mænuveiki". En gegn henni dygði engin mixtúra. Og svo móðguð var "maddaman" yfir móttökum mínum, að áður en árið var allt, hafði hún lamað allt ytra vöðvakerfi, og andardrátt nokkuð, svo að ég átti erfitt um mál.Þrem vikum seinna kom Jónas læknir Kristjánsson til mín. Og hann uppgötvaði, að ég væri einnig með alvarlega lömun í meltingarfærum. Og hún reyndist mér í mörg ár miklu erfiðust við að glíma. - En það mun hafa verið mér happ í upphafi, að ég hafði enga lyst á fastri fæðu. Enda var  ég ekki beysinn bógur, er Jónas kom til mín. Og hann kvaðst ekki geta bætt mér í sinn sjúklingahóp, að sinni. En svo vel þekkti ég hans ríku læknislund, að ég skildi vel, hvað hann átti við, og reyndi að hreyta út úr mér, að það stæði skrattann á sama, hvort ég dræpist í hans höndum, eða einhvers annars, en ég vissi sjálfur, að ég kæmist yfir þetta, og honum væri óhætt að byrja. Þetta hranalega svar hygg ég að hafi bjargað lífi mínu, því að hann hófst þegar  handa, og kom daglega, einnig sunnudaga, fyrstu vikurnar. Og með viturlegum aðgerðum fleytti hann mér yfir ,,dauða punktinn" og upp á stafinn. En með varúð var ég búinn undir það, að ef til vill myndi ég ekki aftur öðlast vinnufærni. Og seinna sagði Jónas mér, að hann hefði ekki í fyrstu talið mig hafa neinn möguleika, er hann gerði sér grein fyrir, að ég væri með alvarlega lömun í meltingarfærum auk ytri lömunar, og lömunar í andardrætti. En er hann heyrði mína hranalegu athugasemd, hefði honum orðið ljóst, að skap og vilji væri ólömuð, og þá kynni að vera von. Möguleika mína til vinnufærni ræddi ég við engan, nema sjálfan mig, þótt ég setti mér markmið, sem ég í rauninni taldi mig varla hafa leyfi til að reikna með, að mér tækist að ná.

 

Og þar var Yoga nærtækasta leiðin
Ég gerði mér grein fyrir, að aðeins væri um tvær leiðir að ræða, og að ég yrði að fara þær báðar: Leið næringar, og leið þjálfunar, - einnig minna  ,,andlegu" vöðva. Þjálfun var mér svo eðlileg, að hún olli mér engum vanda. Varð aðeins að laga hana eftir aðstæðum. En mér er löngu ljóst, að hefði ég ekki verið í góðri þjálfun fyrir ,,glímuna," sæti ég ekki hér við ritvélina til að rifja þetta upp, í von um, að það geti orðið einhverjum að gagni. - Mér er líka ljóst, að hefði efinn læðst inn í vissuna um, að ég kæmist yfir áfallið, sæti ég heldur ekki hér. Efinn hefði veikt mótstöðuaflið, sem án efa hékk á bláþræði. - En þegar í "eldinn" er komið, tekur baráttuviljinn ósjálfrátt við stjórninni. Og það er ekki fyrr en eftir á, að maður gerir sér ljóst, hvernig staðan var. Og það bjargar sjálfsagt mörgum.

 

Vítamín - steinefni
Í leit minni á næringarsviðinu, korn ég síðast að vítamínum og steinefnum. Þau áttu að vera í fæðunni, var kennt. Og steinefni var í rauninni varla minnst á, nema í kennslubókum. En gildi vítamína og steinefna hafði ég kynnst í ótal víxltilraunum, fyrstu 5 árin. Og komst þá fljótlega að raun um, hversu hættulega röng sú kenning er, að við fáum nægð þeirra í daglegri fæðu. - Ég tók frá einföldum "dagskammti" og upp í tífaldan, og allt þar á milli, svo og svo langan tíma í senn. Og nú hef ég í síðustu 27  ár tekið daglega,  árið um kring, skammt, sem er LANGT ofan ,,hættumarka". En þegar ég fór að taka þessa stóru skammta, vítamína og steinefna, reglulega, tók heilsa mín og vinnuþrek kipp upp á við. Samt tók það mig mörg ár að ná fullu vinnuþreki, og þá að sjálfsögðu líka með þrotlausum æfingum og einnig göngum, - þótt fyrstu árin væru mér raunar ansi gönguerfið. En það hefur komið mér á óvart, að eftir 65 ára aldur, þegar farið er að slakna á flestum, hefur vinnuþrek mitt vaxið til muna. Og nú þegar 75. árið er að líða að baki, er vinnuþrek mitt nálægt því, sem var, áður en ég fékk áfallið. Það skyldi þó ekki vera, að á þeim aldri, sem fólk flest er orðið gamalt, eigi það að vera í fullu fjöri? Ég efast ekki um það. Samt skulum við ekki gleyma því, að frá náttúrunnar hendi erum við mjög misjöfn að þreki og heilsu.


En gegn ýmsum erfðaveilum má án efa vinna þannig, að þeirra gæti lítið eða ekki. Og þegar læknastéttin fær það eðlilega hlutverk að fyrirbyggja sjúkdóma, í stað þess að bíða eftir þeim, verða erfðaveilur og orsakir þeirra leitandi, vísindalega sinnuðum læknum heillandi verkefni, ásamt öðrum orsökum sjúkdóma, sem flestir eiga rætur í ófullnægjandi mataræði og röngum lifnaðarháttum. Er ég háði mína glímu við ,,maddömu Mænuveiki," var ekki um auðugan hollefnagarð að gresja. Ég fór því utan, strax er ég treysti mér. Samkvæmt áætlun minni varð ég að kynna mér margs konar hollefni og afla sambanda til að fá þau. Og láta síðan reynslu ráða vali efna. - Jafnframt varð ég að afla mér bóka og tímarita, er fjölluðu um hollefni og heilsurækt frá sem flestum hliðum. Og það hef ég gert síðan. En veit samt aðeins nógu mikið til að vita hve lítið ég veit. Viðskiptasambönd mín ætlaði ég að afhenda NLF-samtökunum. En því var hafnað. Ég ræddi málið við heildsala. En þar var ekki heldur áhugi fyrir þessum efnum.Ég varð því að hefja innflutning sjálfur, ella láta fengna, ótvíræða reynslu renna í sandinn, og verða engum að gagni nema mér og minni fjölskyldu. Ég valdi þann kostinn, sem sjálfsagður var. En aðstaðan hefði mátt vera betri. Sjálfur var ég sjúklingur, kunnáttulítill og févana. Við það bættist svo fljótlega fjandskapur lyfsala gegn sölu vítamína utan apóteka. Falsrök Og hver voru rökin? Þau, að vítamín væru í lyfjaskrá, ög væru því lyf. Skv. þessum rökum eigum við víst að fara í apótekið, vanti okkur tjöru, Í apótekið til að fá bensín á bílinn. Í apótekið eftir vatni? Öll eru þessi efni í lyfjaskrá, og fjöldi efna, sem engum kemur til hugar að telja til lyfja. - Og vissulega eru'vítamín á lyfjaskrá. Og eru önnur næringarefni það ekki einnig? Spurningin er óþörf. Slík voru rökin fyrir um aldarfjórðungi síðan. - En hvernig er sá málstaður, sem styður sig við svo óhaldbær og heimskuleg rök? Slík voru rökin einnig 1967, er lyfja- og læknavaldið gaf út reglugerð, sem bannaði öll vítamín utan apóteka. Og engu betri voru rökin í bannbréfi á 35 teg., sem ráðuneytið, sem helgað er heilbrigði, gaf út 1975. Reglugerð, sem taka átti gildi Í. jan. sl., er sama marki brennd.Henni hefur, sem hinni fyrri og bannbréfinu, verið mótmælt, sem broti á lögum. Handhafar heilbrigðismála eru á háum launum hjá almenningi til að vinna að bættu heilsufari. Ætla verður því, þegar litið er á róttækar banntilraunir þeirra, að ég hafi með innflutningi og dreifingu vítamína utan apóteka, verið að vinna heilsufarsleg spellvirki. Spurt hef ég, hvort bannstefnan sé þáttur heilsubótastefnu. En svar hef ég aldrei fengið. Og spurt hef ég, skv. hvaða lögum banntilraunir þeirra séu. - En aldrei fengið svar. Öll vitum við, að þeim ber embættisskylda að gefa rökstudd svör, þegar eftir er leitað. A æðstu stöðum eigum við rétt til æðsta réttlætis. Og þess eigum við í rauninni að krefjast. Og margir embættismanna vilja allt rétt og vel gera. En auðvitað eru undantekningar í stórum hóp. Prófanir og innflutningur. Hér skal tekið fram, að er ég hafði fengið óræka reynslu fyrir gildi vítamína og steinefna, mér til heilsu og aukinnar starfsorku, fékk ég fleiri til að reyna. Og er í ljós kom, að fólk með mismunandi kvilla hlaut meiri og minni bata, eða fullan bata, var ljóst, að kvillar þess voru að meira eða minna leyti  afleiðing skorts þessara efna í daglegri fæðu. -Ég hlaut því að hefja innflutning, þótt ég kysi fremur að annar með betri aðstöðu tæki það að sér. Og þótt aldrei hvarflaði að mér að hætta, síst eftir að ofsóknir lyfjavaldsins hófust spurði ég stundum sjálfan mig, 10 - 12 fyrstu árin, hvort þessi tilraun mín: að innleiða fæðubótarefni - vítamín og steinefni - væri ekki reginvitleysa. Hvers vegna í ósköpunum ég væri að eyða tíma mínum í svona föndur? - Um laun var að sjálfsögðu ekki að ræða. - Það var erfitt að halda áfram, en í rauninni ómögulegt að hætta, þar sem ég vissi gildi þessara efna. Mér fannst ég bæði vera að gera rétt og rangt. Við var að stríða eðlilega tregðu almennings, en óeðlileg þröngsýni æðstu lækna NEMA Vilmundar Jónssonar, landlæknis,  sem hafði fullan skilning á gildi þessara efna. Og nú, lesandi góður, hefurðu fengið skýringu á áhuga mínum fyrir þessum efnum, og hvers vegna ég kaus fremur baráttu við lyfjavaldið en að kaupa mér frið með því að hætta innflutningi þeirra. - En  hvorki er ég þakklátur lyfja- eða læknavaldi, fyrir þann tíma, sem það hefur "stolið" af mér með banntilraunum sínum. Hann hefði ég kosið að nota til annarra áhugaefna.Þegar þú hefur lesið þau gögn, sem við lögðum inn í Alþingi, og birt eru í þessu hefti, og grein í Réttarvernd, verður þér ljóst, er þú lítur á þær baráttuaðferðir, sem beitt hefur verið, hvílíkt ofurkapp hefur verið lagt á að banna fæðubótarefni og náttúrleg lyf, UTAN apóteka. Þáttaskil En nú stend ég ekki lengur einn í baráttunni. Það hefur farið hér sem annars stað ar á Norðurlöndum, að óbilgirni og þröng sýni þeirra, sem með vald fara í þessum stéttum, lyfja- og læknavald, hefur leitt af sér stofnun baráttufélags fyrir rétti almennings. Hér er það ,,Heilsuhringurinn," sem þegar er orðinn þátttakandi í baráttunni. Og það mun ekki hvikað um hársbreidd. Allir félagsmenn þurfa að kynna sér sem best þau bréf og gögn, sem hér fylgja. Og hver félagsmaður þarf að vera sem virkastur, t. d. með því að kynna félagið og fá nýja félaga, - það er mikilvægt. Eitt af mikilvægustu verkefnum félagsins er og verður fræðsla, - í samræmi við markmið þess; alhliða heilsurækt. Og hér fylgir fyrsti vísir fræðslu, sem ég vona, að geti orðið einhverjum að gagni; og til íhugunar.


E-VITAMÍN: það munu vera um 22 ár, síðan ég rakst á fyrstu greinina um E-vítamín, sem vakti athygli mína. Áður hafði ég aðeins séð fátæklegar upplýsingar kennslubókanna. Og sú upplýsingafátækt var eðlileg, því að E-vítamín var ekki einangrað fyrr en 1922. Þær upplýsingar, sem ég rakst á um E- vítamínið voru mér svo forvitnilegar, að ég hélt áfram að afla mér frekari fróðleiks um það. Og á síðustu 20 árum hefur verið skrifaður mikill fjöldi greina og bóka um E-vítamín, og vísindamenn víða um heim unnið að rannsóknum á því. Og minnsta kosti 4 alþjóðaþing hafa verið haldin um E- vítamín.

 

Dr. Shute ,,Chief cardiologist of the famous Shute Foundation for Medical Research", mun vera talinn fremsti sérfræðingur í notkun E-vítamíns. - Ekki síst gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Og þegar hann skrifaði bók sína: ,,Vítamín E-fyrir  sjúkt og heilbrigt hjarta", hafði hann með höndlað yfir 30 þúsund sjúklinga, - og enginn ólærður mun efast um, að hann viti margfalt meira um E-vítamín en þeir, sem  aldrei hafa notað það, hversu marga lærdómstitla, sem þeir kunna að hafa í læknisfræði. Eftir áratuga víðtækar rannsóknir og  reynslu, telur Shute heppilegt fullorðnum  að nota 600-900 einingar E-vítamíns daglega. Og dr. Horwitt, nærinarsérfræðingur við ,,The Department of Biochemistry, St. Louis University School of Medicine", telur, að regluleg notkun 800 eininga E-vítamíns daglega, myndi reynast viturleg ráð stöfun. Hér verður að nægja að benda á ummæli þessara tveggja vísindamanna. - En gegnir ekki nokkurri furðu, þegar áratuga reynsla er að baki, hve lengi E-vítamín hefur verið á leiðinni austur yfir Atlantsála? Er ég byrjaði að flytja inn E-vítamín, spurði góðkunningi minn í stétt apótekara, hvað ég ætlaði að gera við E-vítamín, það  spyrði enginn eftir því. - Og læknir sagði mér, að hann hefði ekki lært annað um E-vítamín í háskólanum en frjósemiskenninguna.Nú er mér kunnugt um, að ýmsir læknar eru farnir að nota það. Og notkun þess mun áreiðanlega fara vaxandi, bæði meðal lækna og almennings. Í höndum lækna á E-vítamín áreiðanlega eftir að bjarga lífi fjölda hjarta- og blóðtappasjúklinga. Og almenningur mun tefja fyrir þessum lífsfjanda sínum með daglegri neyslu þess - mismunandi eftir aldri og heilsu. E-vítamín hefur margþætt áhrif. Það lækkar blóðfitu -víkkar háræðar - jákvætt fyrir sykursjúka - mikilvægt græðiefni, bæði á skurðsár og bruna - talið hollt nýrum og starfsemi lifrar - eykur nýtingu súrefnis - mikilvægt þunguðum konum og barni - vinnur gegn fósturláti - jákvætt gegn háum blóðþrýstingi. En þeir, sem hafa háan blóðþrýsting, eiga að byrja með lítinn skammt; E-vítamín hefur áhrif á vöðvastarfsemi - eykur líkamlegt þol. Þrefaldur Ólympíu-gullhafi tekur daglega 200 einingar E-vítamíns og fer upp í 1500 einingar, þegar hann þjálfar undir keppni. Rétt er að geta hér afstöðu íslenska lyfja og læknavaldsins, handhafa heilbrigðismála - EKKI læknastéttarinnar sem segir að 45 E-einingar séu á hættumörkum. En það stingur mjög í stúf við reynslu  ofangreindra vísindamanna. Og sömuleiðis fjölda fólks hér síðustu 10-20 árin.

 

Ég gat þess í upphafi þessarar greinar, að ég hefði háð  glímu við maddömmu ,,Mænuveiki", en ekki þess, að hún rændi mig óþægilega mörgum vöðvakílóum, sem svo hefur valdið mjög tregri blóðrás í öðrum fæti. Og það hefur blóðtappaskratti notfært sér. Ég byrjaði að flytja inn E-vítamín til að  reyna, hvort rétt væri, að E-vítamín eyddi  blóðtappa, og gerði nokkrar víxltilraunir  til að ganga úr skugga um það.  Og það reyndist rétt. En ég tók ekki 45 einingar  heldur 400 einingar daglega. Og síðan hef ég tvöfaldað þann skammt. Og þegar 45 einingar voru settar inn í reglugerð, jók ég skammtinn upp í 12-15 hundruð einingar á dag til að ganga úr skugga um, hvort það hefði neikvæð áhrif fyrir minn aldur og heilsu, og mun halda því áfram út þetta ár. En þá ætti ég að vera margdauður, séu 45 einingar á hættumörkum. Miðaldra maður hefur nú rúmlega hálft ár tekið 1800 einingar E, daglega, skv. læknisráði. Og í stað þess að slappast eða deyja, hefur hann frískast.Margir leggja leið sína til Kaupmannahafnar. Þar geta allir fengið - UTAN apóteka - 300 eininga E-skammta. Og heimilt myndi þeim að framleiða sterkari. Í síðustu viku maí var vörusýning í London, sem kennd var við heilbrigði. Mountbatten jarl opnaði hana með lofsamlegum orðum. En á sýningunni voru VITAMIN, langt ofan ,,hættumarkanna" hér, þar á meðal E-vítamín með 1000 - já, það er rétt lesið, þúsund einingum í hverjum skammti, frjálst utan apóteka. Og svo mun einnig í Bandaríkjunum. Þessar einföldu staðreyndir hljóta að vekja hverjum hugsandi manni spurn um, hvers vegna banna eigi okkur hér norður á hala veraldar frjálsan aðgang að þessum efnum. Hver er ráðning þeirrar gátu? Um E-vítamín mun nánar fjallað í næsta hefti, og getið heimilda.

 

GÓÐ HEILSA ER GULLI DÝRMÆTARI. Keppum að því að gera hana að eign okkar, - að eign barna okkar - að eign vina okkar - að eign þjóðarinnar. SAMEINUMST til baráttu fyrir markmiði HEILSUHRINGSINS: alhliða heilsurækt. Með heilsukveðjum, Marteinn Skaftfells.

 

Skráning á póstlista


Nafn:

Email:

Find us on Facebook

Leit